Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1961, Blaðsíða 13

Fálkinn - 26.07.1961, Blaðsíða 13
þegar hún væri búin að venja sig á fjallaloftið og hina eiginlegu háfjalla- sól á Vaðlaheiði. En Jóel lét þess getið til fróðleiks og skemmtunar að hann hefði keypt fyrir 2 þúsund krónur í ferðinni, fyrir utan miðana — og þótti það allt nokkuð. Já, Jóel minn, sagði konan. Við höf- um ekki eytt tíeyring í fjallaferðir til þessa dags og erum þó búin að búa saman í 30 ár og skila af okkur 8 börn- um og sjálf komin yfir miðjan aldur. Skildi manni vera það ofgott að fá sér einu sinni frískt loft og njóta blessaðra fjallanna, sem alltaf hafa verið rétt við nefdð á manni án þess maður virti þau viðlits. Þetta sagði hún, og þegar Jóel arkaði aftur á stað eftir Sanasólinni byrjaði hún að syngja: Fjalladrottndng, móðir mín, mér svo kær og hjartabundin. Það var enginn tími til að hugsa mik- ið fyrir hádegisverði á þessu heimili eins og á stóð. Hjónin nörtuðu bara svo- lítið í kalda soðningu frá gærdegdnum og upphitaða grautarsleykju. Já, vel á minnzt, sagði Petrína í miðri þessari máltíð. Mundirðu eftir að spyrja þá hjá Degi hvernig við ætturn að vera að neðanverðu? Onei. mér láðist að tala nokkuð við þá um það. Ætli maður verðd ekki hvort eð er klofinn uppundir mittið eins og venjulega. Æ, Jóel, alveg ertu kveljandi — og klæmist svo í þokkabót. Ég segi fyrir mína parta, sagði Jóel, að ég á prjónabrók. Ég get notað hana. Og eigum við kannske að tvímenna í henni upp á heiði? spurði konan með nokkurri þykkju. Svo get ég verið i gömlu trollbuxun- F'ramh. á bls. 32 FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.