Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1961, Blaðsíða 6

Fálkinn - 26.07.1961, Blaðsíða 6
Helgi Sæmundsson skrifar um DAVIfl STEFÁNSSON Sumir aðdáendur Davíðs Stefánsson- ar telja hann brautryðjanda í íslenzkri ljóðagerð. Samt mun nær sanni að á- lykta, að Davíð eigi sigurinn því að þakka, að hann gekk til móts við nýjan tíma án þess að brjóta brýr fortíðarinn- ar að baki sér. Ljóð Davíðs strax í „Svörtum fjöðrum“ eru nýstárleg, til- raunir skáldsins með efni og form vitna um dirfsku og stórhug, en skyldleik- inn við gömlu meistarana kemur fljótt í leitirnar engu að síður. Kvæðin eru blómjurtir af akri sögunnar og þjóðlífs- ins, en jafnframt leggur Davíð áherzlu á að túlka viðhorf og tilfinningar sjálfs sín, tjá gleði og sorg persónulegrar reynslu. Hann spinnur öðrum þræði ör- lagavef sinn á rokk ljóðagerðarinnar, gerir lesandann að trúnaðarvini og seg- ir það sem honum býr í hug, eins og barn móður eða móðir barni. Þess vegna varð Ijóðum hans greiðfær leið að hjarta þjóðarinnar. Lestur kvæðanna er nautn upplifunarinnar. Davíð er stórtækastur allra samtíðar- skálda okkar, framadjarfastur og af- kastamestur. Hitt er þó mest um vert, að fjölhæfni hans gerir hann jafnvígan á stórt og smátt. Hann er eins og ferða- maður, sem leggur leið sína um marg- breytilegt og víðáttumikið landslag og hyggur í senn að fjalli og blómi, hafi og lind, jökli og steini, sól og stjörnu, höll og hreysi, musteri og tjaldstað. Samlíkingin bregður þó engan veginn upp viðhlítandi mynd, því að Davíð sveiflast einnig milli gleði og sorgar, fagnaðar og iðrunar, útþrár og átthaga- ástar. Hann er heimsborgari og íslenzk- ur sveitamaður, fer til að koma og kemur til að fara. Allt þetta speglast og bergmálar í skáldskap hans, hljóm- ar hörpunnar minna á straumfall foss- ins og klið lækjarins, siguróp herskar- anna og grát barnsins, storminn í trjá- krónunum og blæinn í laufinu. Þetta er ævintýralegur tónasláttur. Fræðimönnum reynist eflaust auðvelt að benda á innlenda og útlenda læri- feður, sem Davíð Stefánsson hafi numið af. En hann unir ekki skólavistinni nema skamma hríð, lærir að vinna sjálf- stætt og hefst síðan handa um ætlunar- verkið, fer utan af þörf og kemur aftur heim af tryggð eins og farfuglarnir, en lætur aldrei fjötrast, er hrókur alls fagn- aðar á góðra vina fundi, en telst eigi að síður einmana útlagi jafnvel í fjöl- menni af því að líf hans er sífelld leit, hvorki sókn né flótti í venjulegum skilningi, heldur vegferð til að sjá og heyra; skynja og njóta. Þetta er ævin- týri í fari mannsins, en opinberun í skáldskap Davíðs. Ljóð hans eru mis- jöfn, eins og þau eru margbreytileg, en í heild sinni minna þau helzt á landið, sem ól skáldið, sögu þjóðarinnar og örlög hennar, sumardaginn og vetrar- nóttina, gleðistundina og sorgarárið. Leyndardómurinn við skáldskap Davíðs er sennilega sá, að hann er margra manna maki í listinni að lifa og hefur borið gæfu til að tjá hana í ljóðum sínum. Davíð Stefánsson hefur ort mörg löng og stórbrotin kvæði, þar sem hann rek- ur mikla og örlagaríka sögu. Sum þeirra vitna um frábæra listræna íþrótt og þola vafalaust samanburð við ágætustu afrek íslenzkra og norrænna skálda. En skemmtilegustu og sönnustu heim- ildir um snilld Davíðs eru þó smákvæði hans, þegar hann bregður upp mynd eða túlkar hughrif með töfrabrögðum tvíleiksins. Lesandinn er stundum í vafa um, hvort þessi kvæði. séu ort í alvöru af því að þau koma kunnuglega fyrir sjónir og eyru, eins og suðandi dægur- flugur, en þau reynast honum minnis- stæð líkt og augnablik fyrstu ástar eða andartak örlagaríkra vonbrigða, er fram líða stundir og kynningin verður að endurminningu. Þar gerir Davíð vanda hins smáa að stórum sigri, lætur fjallið speglast í lindinni og blæinn heyrast í storminum, ísland rísa úr hafinu og útlagann víðförla krjúpa við móðurkné til að þakka og biðjast fyrirgefningar. Þá skiptir ekki boðskapur uppreistar- mannsins og fordæming spámannsins máli lengur af því að gleðin og harmur- inn er allri vizku æðri og skáldið snjall- ast, þegar það talar eins og barn eða til- finninganæmur maður, sem segir góðum vini leyndarmál persónulegrar reynslu. Davíð þótti villtur og ungæðislegur, Jþegar hann kvaddi sér hljóðs með „Svörtum fjöðrum“. Hann var heiðinn í fögnuði sínum, lofsöng syndina og krafðist nautnarinnar. En list hans rís hæst í kvæðinu Stjörnurnar, sem er ort til að vegsama guð fyrir dýrð himins- ins. Davíð hefur oft kveðið af meiri íþrótt, en sjaldan af öðrum eins inni- leik: Stjörnurnar, sem við sjáum sindra um himininn, eru gleðitár guðs, sem hann felldi, er hann grét í fyrsta sinn. Honum fannst ekkert af öllu yndi sér veita né ró og allt vera hégómi og heimska á himni, jörð og sjó. Svo var það á niðdimmri nóttu, að niðri á jörð hann sá, hvar fangandi hin fyrsta móðir frumburð sinn horfði á. Og þá fór guð að gráta af gleði, — nú fann hann það við ást hinnar ungu móður, að allt var fullkomnað. En gleðitár guðs, sem hann felldi, er grét hann í fyrsta sinn, eru stjörnurnar, sem við sjáum sindra um himininn. „Kvæði“ geyma listræn stórvirki, enda hefur skáldinu vaxið ásmegin þroskans og kunnáttunnar. Davíð hafði lagt leið sína suður í heim og fundið til skyldleikans við friðlausa fuglinn, leik- Sorgin er undirspiiið, þó að sálin syngi af gleði. Sá tvíleikur tiKkiniuganua er tónaslátturinn í skáldskap þessa snjalla völundar á iist orðsins. 6 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.