Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 5

Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 5
ADÓLF FRIÐRIK konungur í þvíþjóð átti 7 kærustur hverja á fætur annari. Tvær voru eineygðar, tvær voru einfættar og tvær voru ein- hentar. Sú sjöunda var handa og handleggjalaus. En skoðun hans á ást var sú, að hann staðhæfði að öll sönn ást væri ekki annað en með- aumkun. Geta menn af þessu betur skilið viðhorf hans til kvenna. ★ FURÐULEG MATARLYST. Sir Isaac Holden (f. 1807, d. 1897) snæddi ávallt sama málsverðinn í 48 ár. Hann var auðugur ullarframleið- andi. Morgunverður hans og kvöldverður höfðu alltaf að geyma sömu fæðutegundir: steikt epli, bananakex, eina appelsínu og 20 greipaldin. Borðaði hann þessa fæðu ein- göngu 48 síðustu ár ævinn- ar, og varð honum að sögn aldrei misdægurt, heldur var ætíð við hestaheilsu. Hann lézt á 91. aldursári. Tími ferðalaga á þessu sumri er nú senn liðinn, en ekki sakar að birta eina sögu frá gistihúsi erlendis. Eins og kunnugt er, heim- sækja stúdentagarða á sumr- in fólk frá mörgum löndum, enda eru þeir víða notaðir sem hótel á sumrin, þegar ferðamannastraumurinn er mestur. Stúdentagarður einn í Bretlandi setti eftirfarandi reglur fyrir gesti sína, og þær sýna það, að sitthvað er ein- kennandi fyrir hinar mis- munandi þjóðir: — Ástralíumenn og Banda- ríkjamenn eru vinsamlega beðnir um að vera komnir inn jyrir kl. 2. — Þjóðverjar eru vinsam- lega beðnir um að fara ekki á fœtur fyrir kl. 6 að morgni. — ítalir eru vinsamlega beðnir að hætta ollum sam- ræðum eftir kl. 22. ★ Á SAMA degi og Bandaríkin hættu við gullfótinn í mynt sinni, tilkynnti lesandi nokk- ur þar í landi, að gullfiskar hans hefðu tekið á sig silfur- gljáa. Þetta virtist sem fisk- arnir væru svona föðurlands. hollir, en þetta kvað þó vera unnt, því að sagt er, að gull- fiskar breyti um lit séu þeir geymdir í dimmu herbergi. ★ „Ungfrú Jones,“ spurði for- stjórinn, „eruð þér nokkuð að gera á sunnudagskvöld- ið?“ „Ekki nokkurn skapaðan hlut.“ „Fyrst að svo er,“ svaraði hinn myndarlegi forstjóri, „reynið þá að koma stund- víslega á skrifstofuna á mánudagsmorgun.“ ★ Og svo er hér ein lítil Skotasaga: Skoti segir við konu sína, sem ætlar að fara í búðir ásamt litlum syni þeirra hjóna: „Gleymdu nú ekki að taka gleraugun af drengn- um, þegar þið farið inn.“ HERMENNSKA var svo grimm og erfið um 1840, að margir herskyldir Egyptar vildu fremur blinda sig á öðru auga en fara í herinn. Þess vegna myndaði Mo- hammed Ali ríkisstjóri tvær herdeildir, sem eingöngu voru skipaðar eineygðum hermönnum. Herdeildir þess- ar voru við lýði í yfir fimm- tíu ár. / Árið 1280 dó í Köln einn mesti vísindamaður 13. ald- Albertus Magnus. Hann var borinn í þennan heim í Lau- á stærðfræði, jarðfræði og stjörnufræði og var almennt talinn fremsti stærðfræðing- ur sinnar tíðar. Eitt sinn er Portúgalar áttu í stríði við Mára, vaknaði áhugi hans fyrir Afríku, sem var svo að segja alveg ókönnuð af hvíta kynstofninum í þúsundir ára, hins vegar höfðu Fönikar siglt fyrir syðsta odda Af- ríku mörgum öldum áður. Hinrik sendi nú hvern leið- angurinn á fætur öðrum til Afríku, ýmist í rannsóknar- skyni eða til þess að boða trú. Fyrir þessa starfsemi var hann sæmdur stórkrossi kaþólsku kirkjunnar. í þess- ingen í Schwaben árið 1193. Sveinninn var settur til mennta og nam klerkleg fræði í Padua. Árið 1223 gerðist hann munkur dóm- inikönsku reglunnar og kenndi síðan bókvísindi í Köln, Hildesheim, Freiburg, Regensburg, Strassburg og París. Fékk páfi mikið dálæti á honum og útnefndi hann sem sérlegan sendimann sinn í þýzku ríkjunum og 1260 gerði Alexander IV. páfi hann að biskupi í Regens- burg. Albertus þessi Magnus baðst hins vegar lausnar frá embætti eftir tvö ár, til þess að geta helgað líf sitt vísinda. og fræðistörfum. ★ Árið 1460 sálaðist portú- galski prinsinn Hinrik sæ- fari, og var hann aðeins 66 ára gamall, er hann lézt. Hann hafði lagt mikla stund um leiðöngrum fundust Ma- deira, Senegal, Kap Verde eyjar og Sierra Leone. Það má til sanns vegar færa, að um 400 km af Afríkuströnd hafi fundizt fyrir hans til- verknað. En Hinrik afrekaði meiru, t. d. endurbætti hann sjókort og stjörnukíkja og fleira lagfærði hann, sem varðaði stærðfræði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.