Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 16

Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 16
Kristján Gestsson afgreiðslum. Það var annríki í forsal Hótel Borgar- ness og við sáum þann kost vænstan að tefja ekki lengur að sinni. Margir, sem nú eru komnir til full- orðinsára, muna eflaust eftir dósamjólk- inni, sem framleidd var í mjólkurbúi í Borgarnesi. Utan á dósunum var mynd af gæflegri kú og fjallinu Baulu, enda var mjólkin kölluð Baulumjólk, enda þótt mig minni að mjólkurbúið héti Mjöll. Allt frá dögum Baulumjólkurinnar hafði mig langað til að sjá hvernig væri innan veggja í mjólkurbúinu. Það fyrsta, sem fyrir augu bar er inn kom, voru tveir ungir menn, sem voru að þvo og hreinsa einhvers konar mask- ínu, enda komið fram yfir hádegi og vinnslu að mestu lokið þann dag. Er ég spurði eftir einhverjum mjólk- urfræðingi; vísuðu þeir á dyr og þar fyrir innan sat Ólafur Þórðarson. — Hvað ert þú búinn að vera lengi við þetta starf, Ólafur? — Síðan 1933. -— Og líkar alltaf vel? — Maður er orðinn fastur í þessu. — Hvað berast ykkur hér margir mjólkurlítrar á dag? —■ Það eru um 30 þúsund lítrar þeg- ar mest er. Nú um þetta leyti eru það um 27 þúsund. 16 FALKINN — Er þetta kannski lágmarkstíminn? — Nei, lágmarkið er venjulega seint í september. — Og þið vinnið alls kyns góðmeti úr þeirri mjólk, sem ekki selst ný? — Já, smjör, skyr og osta. — Það væri gaman að sjá ostana? — Það er bara verst að sá, sem sér um þá, er ekki við í augnablikinu. Síðan gengum við upp á loft og þar sýndi Ólafur ostana í saltpæklinum og síðan hvernig þeim er raðað upp í geymslu. Hann sagði, að framleiddar væru um 90 rmálestir af osti á ári. — Og svo ætla ég að taka af þér mynd við þetta stóra ker. — Er það ekki eintóm vitleysa, jæja, en þú mátt ekki hafa neina helvítis vit- leysu eftir mér í blaðinu. Við kvöddum Óla'f með virktum og þökkuðum honum móttökurnar. Mjólk- urbúið, sem áður framleiddi dósamjólk- ina og hét Mjöll, heitir nú Mjólkursam- lag Kaupfélags Borgfirðinga. ★ Svo sem það kemur í hlut verzlunar- fólks í Borgarnesi að afgreiða margt fólk úr víðlendu héraði í verzlununum, þá er það einnig hlutverk bílstjóranna á staðn- um að flytja vörurnar á áfangastað. Iieima á hinu vistlega heimili Arn- bergs Stefánssonar bifreiðastjóra og Þor. gerðar Hallmundsdóttur konu hans, sagði Arnbergur frá nokkrum atvikum, en saga samgangna í Borgarfirði yrði „efni í margar bækur“ eins og þekktur útvarpsmaður hefur komizt að orði. — Ég tók minnapróf á bíl í Reykjavík vorið 1920. Prófdómari var Egill Vil- hjálmsson. Meirapróf tók ég svo ári síð- ar hjá Sveini Egilssyni og Jessen, skóla- stjóra Vélstjóraskólans. — Hver voru tildrögin að þú gerðist bílstjóri. ■—- Það var þannig, að tíu bændur í Reykholtsdal höfðu keypt vöruflutn- ingabíl og fengu mig til að fara suður og læra á farartækið. — Ég ók þessum vörubíl í eitt ár. — Hvernig var vegakerfið um það leyti? —- Vegir, ef vegi skyldi kalla, voru þá héðan upp í Reykholtsdal og að Norð- tungu og að Hraunsnefi í Norðurárdal. Þessir vegir voru víðast hvar mjög ó- fullkomnir og maður mátti eiga það víst, sérstaklega á vorin, að verða að bera allt af bílnum, kannski þrisvar sinnum í hverri ferð til þess að ná honum upp úr. — Þá hefur ekki verið bílfært til Akraness? — Vegur þangað eins og hann er nú, kom ekki fyrr en löngu seinna. Fyrstu ferðina til Akraness fór ég yfir Drag- ann, alla leið út á Hvalfjarðarströnd og svo þaðan úteftir. — Þú ert með lága einkennisstafi á bílunum, M-7 og M-8. Það hlýtur að merkja að þú sért með elztu bíleigend- um í umdæminu? — Ég ók vörubílnum, sem við töluð- um um áðan, í eitt ár. Síðan keypti ég sjálfur bíl og hef gert út síðan. Þetta var Ford „high, og low“. Engin gírstöng. Svo fékk ég nýjan bíl 1925, líka fólks- bíl. Þessir bílar voru ,,blæjubílar“, og stundum í góðu veðri ók maður þeim opnum. — Hvenær snerir þú svo við blaðinu og fórst eingöngu í vörubílana? — Það var á árunum 1934—35. Það kom upp úr kafinu að Arnberg- ur hefur kennt mjög mörgum á bíl. Ná- kvæmar tölur eru ekki fyrir hendi, en varlega áætlað eru nemendur hans á þriðja hundrað. Áður en meiraprófsnám- skeið í sinni núverandi mynd urðu til, kenndi Arnbergur undir meirapróf, bæði heima í Borgarnesi og á Akranesi Frh. á bls. 28 Hjóniti Arnbergur Stefánsson og Þorgerður Hallmundsdóttir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.