Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 34

Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 34
FÁLKINN í NÆSTU VIKU: ★ ★ •WityJXv! Iða. Ný smásaga eftir ungan og áður óþekktan liöfund, Hjört Pálsson stúdent frá Akureyri. Sagan er beint úr lífi unga fólksins og gerist um siðustu verzlunarmannahelgi. Kristinn Jóhannsson listmálari hefur myndskreytt söguna. Sólarlandið. Þorsteinn frá Hamri skrifar fróðlega grein um liugmyndir manna um Island til forna. Heim fyrir myrkur, ný kvikmyndasaga gerð eftir "Warnerbros- myndinni „Home before Dark“. Aðalhlutverkið leikur Jean Simmons og liefur hún hlotið mikið lof fyrir fráhæran leik. Myndin verður sýnd í Austurbæjarbíói strax og sögunni lýlc- ur í Fálkanum. Þegar ég fékk þann stóra. FÁLKINN spjallar við laxveiði- menn i Elliðaánum og meðal annars manninn, sem veitt hefur stærsta laxinn, sem fengizt hefur í ánum í sumar. Jennie Jerome. Grein um hið ævintýralega lif móður sir Winston Churchill. Um móður sína hefur Ghurchill sagt: I mínuin augum er hún alltaf ævintýravera. Hún skein mér skærar en fegursta kvöldstjarna‘.‘ Þríhyrningurinn, ný og spennandi framhaldssaga eftir Agatha Christie. Það er óþarfi að kynna Agatha Christie. Sögur hennar eru fyrir löngu viðurkenndar og nafn hennar trygg- ing fyrir ósvilcinni dægradvöl. Fylgizt með frá byrjun. Maður í myrkri. Frásögn og teikningar eftir Fred Correburg. Verðlaunakrossgáta, Dagur Anns, Kvennaþáttur eftir Krist- jönu, Pósthólfið, Astró, Hvað gerist í næstu viku, Glens o. fl. Og auk þess ýmsar nýjungar. Hilmar Foss Löggiltur skjalþýðandi og dómtúlkur Hafnarstræti 11 . Sími 14824 . Rvík Sveínbjörn Dagfinnsson, hrl. Einar Viðar, hdl. Máljhitningsskri-fstofa Hafnarstræti 11 . Sími 19406 £affltÍHÍH0U/‘ GARÐEIGANDI nokkur var mjög lítið hrifinn af sunnudagsumferðinni framhjá garði hans, því að bæði var hún börnum hans og hænsnum hættuleg. í fyrstu vissi hann ekki hvað hann átti að gera, en svo datt honum gott ráð í hug til þess að bifreiðarnar hægðu á sér. Hann setti upp stærðar skildi við vegarbrún- ina, þar sem á stóð: „Nektarnýlenda, 100 m.“ ÞEGAR húsmóðirin uppgötvaði, að hún var þunguð, sagði hún þetta dóttur sinni 15 ára, sem var einbirni. Stúlkan varð alveg mállaus, þegar hún heyrði um þetta, en sagði svo: ,,En mamma þú, sein vilt ekki einu sinni leyfa mér að nota varalit.“ PRÓFESSORINN í sálfræði hóf fyrirlest. urinn og sagði; „Frumstæður maður mun aldrei segja til nafns síns af ótta við að menn vinni seið á honum, er 34 FALKINN þeir vita það. Hann mun að vísu ekki neita að svara spurningum, heldur leiða þær hjá sér. Hér hætti prófessorinn í miðjum klíðum og leit á stúdent, sem grúfði sig ofan í dagblað. „Hvað heitir nemandi sá, sem situr á aftasta bekk og les í blaði?“ spurði prófessorinn. Stúdentinn fór allur hjá sér og sagði: „Hver, ég?“ „Dömur mínar og herrar,“ hélt pró- fessorinn áfram, „hvað sagði ég?“ ★ SIR Walter Raleigh lagði hina nýju skikkju sína af hofmannlegri kurteisi yfir forarpollinn, svo að hennar hátign kæmist þurrum fótum yfir. En það stein- leið yfir einn af áhorfendum. „Þetta er klæðskeri sir Walters,“ hvíslaði hinn af- brýðisami jarl af Essex í eyra hennar hátignar. „Sir Walter hefur ekki enn borgað skikkjuna.“ ★ EINN dag hvarf kjölturakki frú Guddu. Var hann kallaður Lubbi. Háum verð- launum var heitið að fundarlaunum fyr- ir hundinn. Næsta dag kemur flækingur nokkur og knýr dyra hjá frú Guddu. Hélt hann á drullugum hundi í fanginu. Frú Gudda hrópaði upp yfir sig: „Aumingja Lubbi minn, hvar funduð þér hann annars?“ „O, svaraði flækingurinn^ „það hafði maður bundið hann við langa stöng og var að þvo gluggana hjá sér með hon- um.“ ★ Dagur einkaritarans. Fyrir hádegi: „Hann er ekki kominn ennþá.“ „Ég bíð eftir honum, hann hlýtur að vera væntanlegur á hverri stundu.“ „Hann var að hringja og segja að honum seinkaði svolítið.“ „Hann var hérna rétt áðan, en hefur farið strax aftur.“ „Hann er farinn í mat.“ Eftir hádegi: „Hann hlýtur að vera væntanlegur á hverri stundu.“ „Hann er ekki enn kominn, get ég tekið nokkur skilaboð?“ „Hann hlýtur að vera hér, því að hatturinn hans er hér.“ „Já, hann var hér, en hann fór strax aftur.“ „Ég bara veit ekki^ hvort hann kem- ur nokkuð aftur.“ „Nei, hann kemur ekki meir í dag.“ MrtitjáH (jullaufrMcH hæstaréttarlögmaður. Hallveigarstíg 10. — Sími 13400. Reykjavík.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.