Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 32

Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 32
Ekki gat hann þó hugsað sér að vera án sjónvarpstœkisins. Feigðarsteinninn - Frh. af bls. 11 kaupmaður, sem nú beið eftir kaup- tilboði í Feigðarsteininn, sem ég átt.i eitt sinn kost á að kaupa fyrir tutt- ugu og fimm pund hjá Ziska. ★ Meira en tveimur árum síðar var ég að flauta á leigubíl á Piccadilly fyrir utan búðina, þar sem seld eru hunda- hálsbönd, þegar afar glæsilegur ungur maður gekk að mér og sagði, „Afsakið, eruð þér ekki hr. Kersh?“ Ég sagði svo vera. „Ég er hræddur um, að þér munið ekki eftir mér,“ sagði hann. Ég sagði: „Ég hef afar slæmt minm. Ég er hræddur um, að ég muni líklega ekki eftir yður.“ „Minnir nafnið Ziska yður á nokk- uð?“ spurði hann. „Ég heiti Ziska. Ég sá yður í verzlun föður míns.“ Ég sagði: „Já, auðvitað. Þér hljótið að vera sonur Ziska gamla?“' Við tókumst í hendur. Leigubíll kom í þessu og við stigum báðir upp í hann. Ég spurði hinn unga Ziska, hvernig föð- ur hans liði. Hann andvarpaði og sagði: „Ég sé nú um verzlunina. En ég kemst aldrei í hálfkvisti við hann. Hvílíkur maður! Hvílíkur persónuleiki! Hvílíkur kaupsýslumaður! En þér vitið auðvitað, að menn eins og við verða að hafa augun opin. Gimsteinasali, sem ekki sér fulla sjón, getur allt eins gefizt upp. Pabbi var undursamlegur. En fyrir um fimm árum tóku augu hans að bregð- ast. Hann var. sleginn blindu, skorinn upp við því, en náði sér aldrei. Ég tók 32 FÁLKUslN að mér verzlunina. Hvílíkur maður! Ég býst við, að þér munið eftir furðusög- unni um Feigðarsteiniinn?“ „Ég er nú hræddur um það,“ sagði ég, „vegna þess að ég var í búðinni, þegar faðir yðar bjó söguna til!“ Hr. Ziska sagði: „Já, ég veit það. Ég vildi, að ég hefði, þótt ekki væri nema helminginn af hugmyndaflugi pabba. Ég get þetta ekki. Hann gat búið til sögu um allt hugsanlegt. Ég hef séð hann selja einkisnýta hluti fyrir tíu pund, einungis vegna þeirrar sögu, sem hann bjó til á stundinni. Jæja, eins og ég sagði, var það sagan hans, sem varp- aði þessu ógnarljóma á Feigðarsteininn. Hann keypti hann fyrir fimmtíu shill- inga og seldi hann fyrir fimmtíu pund. Og núna — ég get sagt yður þetta í hreinskilni, vegna þess að þér eruð gamall vinur — hlýtur hann að vera fimmtíu þúsund punda virði, ef hann er þá einhvers virði. Mér hafa verið boðin fjögur þúsund pund fyrir hann.“ „Nú, þér eigið þá steininn?“ spurði ég. „Já, ég keypti hann af Tortilla fyrir þrjú þúsund pund. Ég vissi, að ég gæti hvort eð er fengið fjögur þúsund pund fyrir hann, svo að ég keypti hann. Hver hefði ekki gert það í mínum sporum? Ég vissi, að gamla manninum myndi þykja vænt um það. Hann var stór- kostlegur maður. Ég ætlaði að gefa hon- um óvænta gjöf, svo að ég fór með þenn- an Feigðarstein heim og sagði við hann: „Þú getur aldrei upp á því, hvað ég er með handa þér! Þá spurði hann mig, hvað ég væri með, og ég sagði honum það, og hann ætlaði að rifna af ánægju. Hann var orðinn lasburða og aldraður, eins og þér vitið líklega. Ég sagði við hann; „Jæja, gjörðu svo vel, pabbi, þú fannst hann upp, þú bjóst hann til, þú jókst frama hans, þú gerðir galdra með honum; þú tókst ómerkilegan stein upp úr ruslakistu, nánast, og gerðir úr hon- um merkan grip af snilli þinni, og hér er hann — ómetanlegur. Þú mátt eiga hann!“ sagði ég. Og þá spurði hann mig, hvað ég hefði borgað fyrir hann, og ég sagði honum þrjú þúsund pund, og hann settist upp í rúminu með hring- inn á litla fingri og hrópaði „Ai“ og gaf upp öndina. Hjartabilun. Slag. Hann hafði kostað hann fimmtíu shillinga. Hann var stórmerkilegur maður. Hvert erum við komnir — Shaftesbury Ave- nue? Hér verð ég að fara. Gaman að sjá yður aftur. Sælir.“ Litla sagan - Frh. af bls. 29. ingar yðar? Er það ekki rétt? Þér ógn- uðuð henni — ójú, reynið nú ekki að þræta. Það hefur heyrzt um hálfan bæ- inn, þegar þið hafið verið að skamm- ast... Adamsberger sogaðist inn í orða- flaum réttarhaldanna. Málstaður hans fór síversnandi eftir því sem vitna- leiðslum og sönnunargögnum fjölgaði. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi. Tveim árum síðar voru nokkrir menn að rífa niður gamlar rústir utan við Finkbrunnenþorp. Þegar þeir voru um það bil að ljúka verkinu, fann einn þeirra öxi með brotnu skafti. Á henni stóðu stafirnir „E. K“. Eggin var ein- kennilega blettótt. Maðurinn greip öx- ina og hljóp til félaga sinna. — Sjáið þið hvað ég fann, hrópaði hann uppvægur. Öxi... var það ekki hérna í hlöðunni, sem hún fannst, myrta stúlkan? Ekki leið á ýkja lönu þar til öxin barst inn á borð til sjálfs lögreglustjór- ans, og með því komst nýr skriður á mál Júlíönu frá Sandbæ. E. K. — það gat enginn verið annar en Eiríkur Knúts- son. Jú, jú, það er öxki mín, sagði hann líka. Hún hvarf fyrir tveim árum síð- an. Ég man það svo vel... Eiríkur var tekinn til yfirheyrslu, en lögreglan komst fljótlega að því, að ó- hætt var að afskrifa hann frá öllum grunsemdum hér að lútandi. En gróusögurnar gengu í bænum. Höfðu þau ekki verið mikið saman fyrir eina tíð, Júlíana og hann Franz, sonur Eiríks Knútssonar, sá elzti? Þessar upplýsingar voru nýnæmi fyr- ir lögregluna. Svo sannfærðir höfðu all- ir verið um sök sútarans, að engum hafði dottið í hug, að myrta stúlkan hefði eitt sinn verið í ástabralli við Franz Eiríksson. En nú var piltur horfinn. Þegar lög- reglan heimsótti hann, kom í ljós, að hann hafði flýtt sér úr bænum. Það virt- ist heldur grunsamlegt. Lögreglan leit- aði dyrum og dyngjum um allt héraðið, til þess að hafa hendur í hári hans, og eftir nokkra daga heppnaðist það. En Franz var þá dauður. í vasa hans fann lögreglan sendibréf. — Ég held þetta ekki út lengur, rit- aði hann. Þetta hafa verið hræðileg ár. Ég vissi ekki hvað ég gerði, kvöldið sem ég réði Júlíönu af dögum. Við höfðum haldið saman um tíma. Þetta kvöld sagði hún mér frá því, að hún væri með barni. Hún lýsti mig föður að barninu og hótaði að segja foreldrum mínum frá öllu saman, ef ég féllist ekki á það af fúsum vilja að kvænast henni. Þá rann á mig æði. Ég greip öxina og sló hana með henni í höfuðið. Ég man það eitt, að hún datt. Morðinginn hafði tekið fram fyrir hendurnar á lögreglunni. Franz Eiríks- son var sökudólgurinn. Oxin, sem fannst af tilviljun, hafði komið upp um hann. En hlið dýflissunnar voru opnuð Gre- ori Adamsberger. — Loksins kom þinn heilladagur, sagði fangavörðurinn gamli við fanga númer 981. Til hamingju með frelsið! ★

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.