Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 8

Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 8
Verena Ritter og Esma Burrough fyrir framan skólahúsið. laust hjá einhverjum og einhverjum, sem við ekkert þekkjum. Hjá Minni-Borg er vegaskilti. sem sýnir að 10 km eru þaðan að Sólheim- um. Við ökum áfram og gerumst sjálf- boðaliðar í að koma sjálfboðaliðum á áfangastað. — Hvað hafið þið verið lengi á ís- landi? — í einn mánuð, segir Verena, — ég og systir mín vorum í fríi í Noregi og komum með norsku skipi frá Molde til Eskifjarðar. — Hvað eruð þið mörg í vinnu- flokknum? — Tólf, sex af hvoru kyni. Tvö eru nýfarin. og við Esma vorum einmitt að fylgja þeim til Reykjavíkur. Þess vegna fannst mér ég þurfa að vera betur klædd en venjulega, fara í pils og peysu, en ekki síðu buxurnar, eins og ég er vön við vinnuna í Sólheimum, — Við notuðum tækifærið og fórum svolítið í búðir í Reykjavík. Svo kom- um við við á sjúkrahúsinu á Selfossi. Systir mín er þar hún meiddi sig í hendi, ekki alvarlega og kemur því bráðum hingað aftur. — í hverju er vinna ykkar aðallega fólgin? -— Karlmennirnir eru að byggja við- bótarbyggingu við Barnaheimilið, sem Sesselja Sigmundsdóttir hefur, og við hjálpum þeim við það eftir því sem við getum. Við vinnum líka í heyi, reytum arfa í görðum og svo framvegis. Við verðum í einn mánuð í viðbót. Á hægri hönd sýna þau okkur hest- fjall, Hestvatn og Hvítá. — Við höfum gengið á Hestfjall, segja þau. — Alveg upp? -— Auðvitað, segir Verena, en Esma brosir breitt. Þrjú hundruð og sautján metrar er víst ekki mikil hæð á fjalli í Sviss, og það er það reyndar ekki heldur á íslandi, þó að sennilega séu einhverjir, sem ekki nenna að rölta upp á þannig smáhól. — Við gengum líka á Heklu um dag- inn, 1447 metrar upp á topp. — Úff, segir Esma, það var nú meira púlið. En Verena er ekki á sama máli. — Það var dásamlegt. segir hún. — En veðrið hefði mátt vera betra. — Þú ert auðvitað vön fjallgöngum úr heimalandi þínu? — Já. ekki mikið. Þar er þetta allt öðru vísi. Maður kemst kannski með bílum upp í 1500 metra hæð af 3000 metra háu fjalli. Og þar veit maður, hvar bezt er að fara. — En hér gerðum við ekki annað, segir Esma en að reikna út hvaða leið væri bezt. Við reyndum síðan við þá leiðina, sem okkur leizt bezt á, kom- umst kannski % hluta leiðarinnar, en urðum þá að snúa við og reyna ein- hverja aðra leið. Svo er þreytandi að ganga í hrauninu. Þau benda okkur á að Sólheimar séu nú skammt undan á vinstri hönd, en að vegurinn liggi i stórri beygju, svo að lengra sé eftir en sýnist. Síðasta spölinn ökum við niður bratta brekku, og nú blasir staðurinn við okkur. Víð- áttumikil tún, stórir garðar, útihús, gróðurhús, íbúðarhús, barnaheimilið og skólinn í stórri byggingu og svo grunn- ur að nýju húsi. Við sjáum að jarðhiti er á staðnum, og Verena býður okkur strax upp á te. Við göngum í eina álmu skólahúss- ins, þar sem er mat- og fundarsalur sjálfboðaliðanna. Á hurðinni og á veggj- unum inni eru merki frá Service Civil International og frá International Vol- untary Service, en svo nefnist brezka deildin af SCI. Á gólfi eru svefndýnur, sem sýna að hér sofa einnig einhverjir úr vinnuflokknum. — Nokkrir sofa í tjaldi, segir Ver- ena. ■—• en við stúlkurnar fluttum okk- ur inn vegna rigninganna. Við búum í litlu húsunum þarna. Innan stundar er teið tilbúið, og við ræðum saman yfir tebollunum. — Hafið þið ferðazt víðar um landið? — Já, við höfum farið að Gullfossi og Geysi. Sesselja hefur boðið okkur þetta allt og því er alls ekki gert ráð fyrir. I mesta lagi er þess vænzt að sjálfboðaliðunum sé bent á hvar og hvernig sé bezt að komast á helztu staðina, en að ferðirnar séu borgaðar fyrir þá, það er alveg einstakt. Sesselja er mjög góð við okkur. — Hafa flokkar frá ykkur unnið á Islandi áður? — Nei, ekki áður, segir Esma, — en flokkar frá kirkjuráðinu hafa víst ver- ið við kirkjubyggingar, einn í sumar við kirkjubyggingu í Görðum á Álfta- nesi. En það á ekkert skylt við okkar starfsemi. ■— f samtali við Hákon Bjarnason, skógræktarstjóra, skildist mér, segir Esma — að hingað hafi einnig komið hópur frá Noregi til að gróðursetja tré og að jafnstór hópur íslendinga hafi farið til Noregs í sama tilgangi. Ég álít það mjög nauðsynlegt að fólk frá mörg- um löndum starfi saman að sameigin- legu áhugamáli. Það greiðir fyrir skiln- ingi og vináttu á milli landanna. Á einum veggnum er stórt landakort yfir Evrópu, og neðst í það er nældur listi með nöfnum sjálfboðaliðanna. Þeir virðast vera víða að úr heiminum og stunda margvísleg störf í heimalandi sínu. — Verkstjórinn er norskur, segir Esma, Ivar Hövik, hann er stud. arch., nemur húsagerðarlist Einn er hús- gagnasmiður, Werner Egli, frá Sviss. Það kemur sér vel fyrir okkur hér. Við erum ekkert faglærð. Svo er hér hjúkr- unarkona frá Svíþjóð brezk húsmóðir og þýzkir kennarar. FVarnh. á bls. 26. Nýbygging að Sólheimum. Gróðurhús og íbúðarhús í baksýn. 8 F&ALKJNN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.