Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 22

Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 22
Að taka upp lykkjur. Svona förum við að, þegar taka þarf upp lykkjur, t. d. í kringum hálsmál. Við tökum ekki í yztu lykkjurnar, þá verða samskeytin ójöfn og götótt, við stingum prjóninum niður 2—3 1. frá brún og drög- um lykkju af bandinu í gegn. Við tökum upp lykkjurnar frá réttimni, allar misfellur hverfa þá á röngunni. Við getum einnig gert hálsmálið fallegra í laginu, þegar svona er farið að. -JÉ taha upp lyhljur auha út í mi&fu prjónleáL * aula út fylhjur mar^ar Að auka út í miðju prjónlesi. Vilji maðiu- láta útaukninguna sjást, er farið þannig að: lyftið upp þræðinum milli lykkjanna frá fyrri umferð með hægri prjón og setjið það upp á vinstri prjóninn. Að þessu loknu er bandið prjónað slétt eins og venjulega. Sé slík útaukning gerð í annarri hverri umferð myndast rönd eins og myndin sýnir (Sjá efri myndina). Vilji maður auka út um 11, þannig að það sjáist sem minnst, er farið þannig að: lyftið með hægri prjóni upp lykkju undir fremstu lykkju vinstri prjónsins (úr um- ferðinni á undan) og setjið hana upp á vinstri prjóninn, án þess að snúa upp á hana. Prjónið lykkjuna slétta eins og venjulega, með þvi að taka framan í iykkj- una. (Sjá neðri myndina). FALKINN Að auka út margar lykkjur. Þegar auka skal út margar lykkjur í einu í hliðunum verðum við að prjóna lykkjurnar. Þettu gerum við í byrjun prjóns, og við stingum hægri prjón gegn- um fyrstu lykkjuna eins og myndin sýnir. Grípið í garnið með prjóninum og dragið nýja lykkju í gegn, bregðið henni upp á vinstri prjóninn. Endurtekið, þar til hinn rétti lykkjufjöldi er fenginn. Á sama hátt eru búnar til lykkjur í hnappagötum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.