Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 28

Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 28
Málverkasýning Kristjáns Davíðs- sonar stóð nýlega yfir í bogasal Þjóð- minjasafnsins. Meðal gesta var eitt sinn bóndi nokkur, augsýnilega norð- an af landi. Skoðaði hann hverja mynd mjög gaumgæfilega og lét nokkrar at- hugasemdir falla um sérhverja mynd. Kemur hann þar að lokum sem lista- maðurinn hafði hengt upp teikningar sínar, nemur bóndi þar staðar við mynd eina, sem er þrjú breið strik og heljarstór punktur uppi i öðru horni myndarinnar. Bóndi lítur á sýningar- skrána og sér að myndin er verðlögð á 1400 kr. Hrópar hann þá upp, svo að allir heyrðu: „Þetta hefði maður kallað fjármálavit fyrir norðan.“ ★ Hans Ulrich Kempsi er álitinn einn duglegasti blaðamaður í V.-Þýzkalandi. Hann skrifar lítið niður hjá sér, þeg- ar hann á viðtöl við fólk, enda er það skoðun hans, að fólkið láti þá heldur uppi, hvað því býr í brjósti. Eitt skipti er hann átti viðtal við einn frægasta stjórnmálamann þess lands, — en hann er kunnur fyrir að bera á móti því, sem blöðin sögðu um hann og störf hans. Kempsi geymdi hinsvegar lítið segulband innan klæða, svo að ekki væri unnt að bera á móti því, sem í viðtalinu stæði. Allt í einu, í miðju samtali, byrjaði hið falda segulband að suða hátt. Þá leit stjórnmálamaðurinn á Kempsi og sagði vingjarnlega: „Afsakið, herra Kempsi, er þetta mitt segulband eða yðar!“ ★ Það var einhvern tíma í fyrndinni, að bræður tveir bjuggu með foreldr- um sínum, öldruðum, í afdal nokkr- um á Vesturlandi. Þetta var um vet- ur, er saga þessi gerðist. Stórhríð af norðri hafði verið á í fullar þrjár vik- ur og var erfitt að sinna gegningum. í veðri þessu geispar karl fáðir þeirra bræðra golunni, og vita þeir engin ráð að koma honum til byggða og láta jarða hann í vígðri mold. Verða þeir því að láta líkið sitja uppi um hríð. Eftir svona tvær vikur slotar veðrinu nokkuð og afráða þá bræðurnir að koma líkinu til byggða. Gera þeir það og segir ekkert af ferðum þeirra, en er þeir snua til baka, er komið sólskin og heiðríkja. Stanza þeir þar á hól ein- um, sem sá yfir byggðina, mælti þá annar um leið og hann dæstí: „Nú væri veður til að jarða mömmu.“ 28 rÁLKINN SóEheimar - Framh. af bls. 26. og nú hefur það fengið styrk frá Reyk j avíkurbæ. Sesselja útvegar okkur leiðsögn til að skoða barnaheimilið. Rétt þegar við göngum inn, slæst í för okkar ungur piltur. — Ætlið þið að taka mynd af okkur í búningunum? spyr hann. — Nei, ekki var það nú ætlunin. Hvað heitir þú? — Árni. Við eigum nefnilega að leika í kvöld. Klukkan átta. — Já, segir leiðsögukonan okkar, Gerða er hún kölluð. — Og Árni á að leika sjálfan Ólaf Liljurós, er það ekki, Árni? Árni játar það hæversklega um leið og við göngum inn í leiksalinn, sem er breiðari en hann er langur. Á leiksvið- inu, sem einnig er breitt og stórt, standa leiktjöldin tilbúin. Við heimsækjum nokkur herbergin, þau eru vistleg, og íbúarnir ganga sýni- lega vel og snyrtilega um. Hver hlutur er á sínum stað. Ein stúlkan, sem er nýkomin, er þegar búin að prjóna fal- legan bangsa, sem hún hefur í rúminu sínu. Hún hefur enn ekki skírt hann, og við stingum upp á að kalla hann bara Bangsimon. f einu herberginu eru brúður seztar til hvíldar uppi á skáp- Einum piltanna hefur orðið á að leggja frá sér gallabuxurnar, án þess að brjóta þær saman. Svona eru alltaf karlmennirnir. Yngstu íbúarnir eru komnir í svefn. Annars eru allir í óða önn að klæð- ast leikhúsfötunum, og mikil spenna liggur í loftinu. Okkur þykir leitt að geta ekki staðið lengur við til að sjá leikinn. Við göngum upp í handavinnustof- una. Þar er vefstóll, sem einhver hef- ur verið að vefa á. Við sjáum ofna dúka, krúsir og skálar úr tágum, dúka, sem litaðir eru með kertavaxi, eftir því, sem Árni upplýsir okkur. Einnig eru hér alls konar gripir úr tré, skornir og renndir, og hér er heill dýragarður með dýrum úr lituðum pappír. Á hillu er annað dýrasafn, en þau dýr eru búin til úr pappír og lími, sem hnoðað er saman. Þar er t.d. falleg lítil græn skjaldbaka, sem Lárus hefur búið til, og Pálína á hér litla svarta sæta kisu. Nöfn eigendanna eru skrifuð á miða, sem límdur er á botn gripanna. Á veggnum er stórt málverk, málað á einangrunarplast. Það er sveitabær með hestum, kindum og kúm á túninu í kring. En dýrin eru teiknuð á pappa, lituð og klippt út og síðan fest með prjónum í myndina. —• Hvað gerðir þú í þessari mynd, Árni? spyr Gerða. — Ég gerði eitthvað af dýrunum, og svo hjálpaði ég til við bóndabæinn. Ég gerði líka þennan bæ hérna, bætir Árni við. — Hann er úr pappa. Ég lit- aði hann bara og límdi hann svo sam- an. — Þú ferð að verða sérfræðingur í sveitabæjagerð, segjum við. Á stóru borði eru hvítir kyrtlar og höfuðkransar úr blómum. Það eru bún- ingarnir, sem leikararnir eiga að fara að klæða sig í. Leiksýningin byrjar innan skamms, og þegar við komum út, eru uppáklæddir leikhúsgestirnir þegar farnir að bíða með óþreyju En við kveðjum nú heimafólk og þökkum fyrir góðar móttökur. Við yf- irgefum Sólheima, ökum upp brekk- una beygjum til vinstri, sjáum heim að Skálholti og komum á aðalveginn skammt austan við afleggjarann til Laugarvatns. Eins dags sumarfríi er lokið. Það var stutt, en lærdómsríkt. Við hittum fólk, sem trúir á köllun sína og hugsjónir. Við sáum þær hugsjónir í framkvæmd, fagrar hugsjónir, sem einkennast af fórnfýsi, mannkærleika og' friðarást. i landnámi - Frh. af bls. 16. og hann er þekktur fyrir að vera sérlega fær viðgerðarmaður, fékk enda réttindi sem bifvélavirki, er lögin um þá iðn voru sett. Talið barst að akstri fyrr og nú og hinum allt of tíðu umferðarslysum. Með betri vegum og aflmeiri bílum hefur hraðinn á þjóðvegunum aukizt til mik- illa muna og jafnframt hefur ökutækj- um fjölgað. — Hvað finnst þér, sem búinn ert að aka í fjörutíu og eitt ár, að ökumenn ættu að hafa í huga við aksturinn? — Að öryggið minnkar við aukinn hraða. Arnbergur sagði frá ýmsum skemmti- legum atvikum og smáskrítnum mönn- um, og hann er hafsjór af skemmtileg- um fróðleik. En sól var tekin að halla til vesturs. Endir höfðinglegra móttekna var að snæða jarðarber í skrúðgarðinum. Eftir að hafa kvatt þessi ágætishjón, Þorgerði og Arnberg, þá var Akraborg- in undir sól að sjá, siglandi út sundin. Sv. S. Saga úr sfldiitni Við seljum þessa sögu ekki dýrar en við keyptum. Nokkrir piltar úr Menntaskólanum voru í síldarvinnu norður á Siglufirði. Nú stóð svo á. að hlé varð á vinnu, fengu þeir sér þá kók og annað góðgæti. Leið nú lítil stund og tóku þeir ekki aftur til vinnu sinnar. Kemur þá verksjórinn aðvíf- andi og segir: „Haldið þið, að hér sé einhver Laugavegur 11?“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.