Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 18

Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 18
Tólf stúlkur sýndu sextíu klæðnaði 0 Til vinstri er Steina Kristins- dóttir i dökklillablárri idlar- tweedkápu með persian-skinni á vösum og; krag-a. Til hægri er Guðrún Bjarnadóttir í hvit- um ullarsportjakka. EITT af því, sem mesta athygli vakti á Reykjavíkursýningunni, voru tízku- sýningarnar. FÁLKINN var viðstadd- ur eina þeirra, sem fram fór laugar- daginn 26. ágúst, og tók myndir af ellefu sýningarstúlkum, sem sýndu klæðnaði frá Eygló og Feldinum að Laugavegi 116. Kvöldið áður höfðu sömu fyrirtæki haft aðra sýnihgu á öðrum fötum og voru sýningarstúlk- urnar þá tólf. Ein þeirra, Arndís Björnsdóttir, veiktist og gat ekki sýnt síðara kvöldið. Klæðnaðurinn, sem sýndur var, var mjög fjölbreyttur og alls voru bæði kvöldin sýndir 60 klæðnaðir. Þarna voru sýndar vetrarkápur, kjól- ar, pelsar, dragtjr, poplinkápur, greiðslusloppar, sportúlpur með til- heyrandi jerseypeysum og buxna- sam.stæðum og ótalmargt fleira. Og allur var klæðnaðuir;nn að sjálfsögðu samkvæmt nýjustu tízku. Það var einróma álit sýningargesta, að tízkusýningarnar hefðu farið mjög vel fram og verið öllum aðilum til sóma. Sýningarstúlkurnar voru allar úr hinum nýstofnaða tízkuskóla og hafði Sigríður Gunnarsdóttir æft þær. Svava Þorbjarnardóttir sá um klæðn- aðinn fyrir hönd framleiðenda, Ey- glóar og Feldsins. Ævar Kvaran og Baldur Georgs sáu um kynningu og Carl BiIIich annaðist tónlistarflutning. Geysimikil aðsókn var að tízkusýn- ingunum og komust færri að en vildu. (Ljósmyndari: Oddur Ólafsson). Elsa Stefánsdóttir og l>yri Magnús- dóttir i poplinkáp- um, önnur í svartri og hin í hvítri. tiápurnar eru með % ermiun og bryddaðar með prjónaefni. <1 c> Elsa Stefánsdóttir í gráum, stuttum Chansbella-pels. Þyri Magnúsdótt- ir i tvískiptum kjól prýddum skinnkanti í háls- mál og á mjöðm- 0 Guðrún Bjarna- dóttir í buxum og blússu úr terrelin- efni, ásamt vatter- uðiun nælonjakka prýddum loðkanti. 0 Guðbjörg Björns- dóttir í tvískipt- um ullarprjóna- kjól, peysan stór- rúðótt. c> Edda Ólafsdóttir í svörtum, sléttimi jerseykjól með sjal úr Bisamloð- skinni. um.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.