Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 33

Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 33
Lausn á 32. verðlaunakross- gátu FÁLKANS \M fl n Ct u R "e Lfí 5 fí 5 £ F U R ■ VFÍRT K K P ■ GflTILlLfíNVT-'fíRfí K SÆi. / Ð P £ • N fíCt L fí R'fl R N fíT fl R ■ $ K E G Gr J fl £> u R • 'fl T / R F / N CT (J R Gfí R & M / Cr R t 5 KflLVUR1 UFJflNVfí Þ R * / LL/RO-R/StVfífí/yi 0 BBRfl/y/LRPfí ■ RfíC-rU R fl r B'ON • ÖL K fí N N RF Urf / L r • K fl Cr C-t fí fl U S C fí N R O K L H ■ fí L fl U £> U R • L fl B 3 fí R ■ R * R fl UX. fl R R'fí K • 0 ■ N Ú M /V 'fl M U /< £ L fl • SKflTTflNfl N LEkUG-ERF/ £ F N / C-t u t> S F R U RT / & U L £ CtL ö CtÚ- U £ fl K li fí ■ N 'fí L fl R fí U Cr fl 6- R S R / SUMCETLutfMfíRGAR m /VI J 'OLÖTUATALflUCrUK fl ÖKLANAFRKRAFTAR' R Það var alveg eins með þessa 32. krossgátu Fálkans og allar hinar, að Jiátttaka var mjög almenn og fjölda- margar réttar lausnir bárust hingað á afgreiðsluna. Dregið var úr réttum lausnum og 1*00 krónurnar hlaut Ingveldur Einarsdóttir Melhaga 9, Reykjavík. Rélt ráðning birtist hér að ofan. STJÖRNUSPÁIN HrútsmerJcið. Satt að segja veitir yður ekki af svolítilli hvíld í þessari viku, því að þér hafið unnið of mikið og hætt er við, að þetta sé of mikil áreynsla fyrir yður. í vikulokin munuð þér eiga von á skemmtilegu atviki, sem mun að öllum líkindum bæta skap yðar að miklum mun. Nautsmerkið. Verið mjög varkár í umgengni við hit.t kynið, því jafnvel hið minnsta rifrildi getur komið því úr jafnvægi og orsakað misskilning á báða bóga. Hvað fjárhaginn snertir, lítur út fyrir að hann batni nokkuð í þessari viku, en þér verðið jafn- framt að gæta hófs í þeim efnum. Tvíburamerkið. Verk nokkurt, sem þér hafið nýlega unnið, mun verða miklu betur launað heldur en þér áttuð nokkurn tíma von á. Hins vegar skuluð þér ekki fyllast. ofmetnaði yfir þessum sigri yð- ar, því að þá getur hann ef til vill snúizt yfir í tap. Leiðið hjá yður allar deilur í þessari viku. Krabbamerkið. Ekki alls fyrir löngu fóruð þér að kenna nokkurrar þreytu bæði andlega og líkamlega, en stjörnurnar segja að þér eigið að taka yður hvíld í að minnsta kosti í nokkra daga. Á föstu- dag kemur óvænt og skemmtilegt at.vik fyrir. Vanrækið ekki vini yðar, þótt þeir ef til vill séu langt í burtu. Ljónsmerkið. Þér eruð alltof eigingjörn og þess vegna munu þeir fáu vinir, sem þér eigið hrökklast frá yður. Þér eruð enn fremur alltof öfgafull og sjáið málin aldrei nema frá einni hlið. Þér ættuð enn fremur að sýna svolitla ræktarsemi gagnvart ættingjum yðar og hætta að viðra yður upp við þá, sem eru yður meiri. Jómfrúarmerkið. Þessi vika mun vera uppfull af gleði og alls konar skemmt- unum og þér munuð vera í sjöunda himni alla vikuna. Fjár- hagurinn ætti að verða þannig, að þér getið vel við unað. Áform það, sem þér hafið lengi haft í huga að framkvæma, munuð þér framkvæma vel og dyggilega. Vogarskálarmerkið. Yðar bíða dagar fullir af hlýleik og alúð af allra hálfu, enda munuð þér endurgjalda það og þér munuð kynnast góðu fólki, sem verður miklir vinir yðar. Enda þótt. allt leiki svona í lyndi, þurfið þér að hafa stjórn á skapi yðar og stökkva ekki upp á nef yðar af hverju sem er. Sporðdrekamerkið. Það kann að vera að einhverjar breytingar séu í nánd er fram líða stundir, ef þér komið reglu á fjárhaginn. í þessari viku ríður á því að þér sýnið diplómatshæfileika yðar til hins ýtrasta í sambandi við heimsókn gamals ættingja. Bogmannsmerkið. Það er sannmæli, að oft getur lít.ill neisti orðið að stóru báli, þess vegna ættuð þér að gæta varúðar 1 umgengni við aðra, einkum fjölskyldu yðar og vini. Látið ekki aðra samt skipta sér af því, sem þér eruð að gera. Þér skuluð enn frem- ur gæta yðar á öfund og illmælgi. Steingeitarmerkið. Persóna nokkur, sem þér metið mikils, er í miklum vand- ræðum stödd og þarfnast hjálpar til þess að taka þýðingar- mikla ákvörðun. Á laugardag fáið þér tækifæri til að sýna, hvað í yður býr, látið ekki þetta tækifæri renna yður úr greipum. Gætið yðar á dökkhærðum manni. Vatnsberamerkið. Svo mun sagt verða um yður, að þér hafið mikla hæfileika til þess að vinna og umgangast annað fólk, einkum munuð þér falla eldra fólkinu í geð. Annars einkennist. vikan af svona smávandamálum, sem munu þó leysast af sjálfu sér. Yfirleitt er framtíðin björt og fögur fyrir yður. Fiskmerkið. Stjörnurnar segja, að því fólki, sem hefur í hyggju að gifta sig, muni hamingjan verða þeirra förunautur á lífsleiðinni, ef einhverrar fyrirhyggju er gæt.t og skynsemin látin ráða. Þér skuluö ekki leggja fæð á mann nokkurn, sem yður er skyldur, því að hann hefur áreiðanlega ekki til þess unnið. 21. MARZ — 20. APRlL 21. APRlL — 21. MAl 22. MAl — 21. JÚNl 22. IÚN1 — 22. IÚL1 23. IÚL1 — 23. AGÚST 24. AGÚST - 23. SEPT. 24. SEPT. — 23. OKT. 24. OKT. — 22. NÓV. \ 23. NÓV. — 21. DES. 22. DES. — 20. IAN. 21. IAN. — 19. FEBR. 20. FEBR 20. MAR2

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.