Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 13

Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 13
10FÐINGJA Oddur Gottskálksson virðist hafa verið hægferðugur maður, vel mennt- aður og sannur baráttumaður. FRÓDLEG ÍSLENZK FRÁSÖGN EFTIR JÓN GÍSLASON Þverárþing árið 1549. En Reynistaða- klaustur og Hegranesþing 1553. Upp frá því bjó hann á Reynistað. Eins og áður var getið, hlaut Oddur hina beztu menntun í Noregi og Þýzka- landi. Hann var lengi með Guttormi Nikulássyni, föðurbróði sínum, og hef- ur numið lög af honum, enda voru íslenzk og norsk lög lítt frábrugðin á þessum tíma. Oddur virðist hafa verið lagamaður góður, og verið á í miklu áliti sem dómsmaður. Hann var kjör- inn lögmaður norðan og vestan árið 1552. Þormóður Ásmundsson í Bræðratungu lýsir Oddi lögmanni Gottskálkssyni svo, að hann hafi verið hár maður vexti, gildur eftir hæð og fríður sínum. Hann hneigðist nokkuð til drykkju, er á leið ævina. Hann var mjög iðinn og starf- samur, þegar hann átti ekki öl og hon- um voru ekki tafir gerðar af öðrum mönnum, og sinnti hann nálega ekki öðru en bókum. Undi hann jafnau við lestur bóka, skriftir og þýðingar. Hann átti kistu eina mikla, er tók 20 vættir smjörs. Var hún full af skrifuðum bók- um, þegar hann dó. Hann hafði sjálfur skrifað og þýtt margar þeirra. Alþýða gerði sér kynlegar hugmyndir um Odd lögmann. Áleit hann forspáan, margvísan og jafnvel göldróttan. Sýn- ir þetta vel, hversu mönnum fannst til um hann. Því lærðir menn og bókvísir voru oft fyrr á öldum álitnir margkunn- andi og fjölkunnugir. Síra Jón Egils- son annálaritari segir af þessu nokkrar sögur og tilfærir ýmsa menn til vitnis, bæði lærða og leika. Síra Jón Halldórs- son hinn fróði í Hítardal kallar Odd Gottskálksson hinn spaka, en svo voru forspáir menn nefndir. Oddur lögmaður hafði sagt dauða sinn fyrir þremur árum áður, enda bar hann að með óvenjulegum hætti, eins og brátt verður sagt. Skömmu áður en Oddur lögmaður andaðist, var hann við jarðarför í Reykholti. Þá er sagt, að hann hafi mælt þessi orð: „Hér sjáið þér nú þann, sem feigastur er yðar allra.“ 4. Eins og áður var sagt, hafði Oddur klausturumboð á Reynistað og var sýslu- maður um Skagafjörð. Hann bjó góðu búi og var auðmaður og vinsæll af al- þýðu og virtur í héraði og hvar sem hann var til mannfunda. Sakir lög- mannsdæmis þurfti hann að inna af hendi mikla peninga til umboðsmanns konungs á Bessastöðum, þar sem voru skattar og umboðslaun. Allt slíkt var á þessum árum innt af hendi í fríðri vöru. Þurfti því mikið til, bæði góðan farkost og trausta fylgdarmenn vana ferðalögum, til að koma vörum til Bessa. staða úr fjarlægum héruðum. Valdsmenn slógu oft tvær flugur í einu höggi, með því að flytja skattgreiðslur með sér til hirðstjóra á leið til alþingis. Enda var oft hagkvæmt að ræða við hirðstjóra að lokinni velútilátinni skattgreiðslu og fá vilyrði hans fyrir góðri fyrirgreiðslu við dóma á alþingi og fleira. í byrjun júnímánaðar 1556, hélt Odd- ur lögmaður Gottskálksson með fríðu föruneyti af stað frá Reynistað, og ætl- aði suður til Bessastaða með skatt og umboðslaun, og síðan til alþingis. Ferðin gekk tíðindalaust suður í Borgarfjörð. En þar átti lögmaður skip, sem hann ætlaði að sigla á suður yfir Faxaflóa, til að stytta sér leið fyrir Hvalfjörð. En hann fékk ekki byr og beið hann dögum saman, án þess að byr gæfi yfir flóann. Þótti þetta ekki einleikið, og urðu orðræður um. Leið svo hálfur mánuður, að ekki varð byr. Sá nú lög- maður sitt óvænna, og mátti trauðla bíða lengur, því að styttast tók til al- þingis. Oddur lögmaður lagði því af stað landleiðis með fylgdarmönnum sínum, sem allir voru hinir vöskustu menn og vanir ferðalögum. Með honum var Pétur sonur hans, og prestur lögmanns, síra Einar Hallgrímsson, fóðurbróðir Guðbrands biskups Þorlákssonar á Hól- um, síðast prestur að Útskálum á Rosm- hvalanesi. Ferðin gekk vel, þar til að þeir komu að Laxá í Kjós. Er þá sagt, að lögmaður hafi mælt: „Stundin er komin, en maðurinn eigi.“ Menn hans riðu á undan honum yfir ána, en hann Frh. á bls. 26. FALKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.