Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 29

Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 29
LITLA SAGAN SAKLAUS SÖKUM BORINN FANGINN númer 981 hafði fengið kast, rétt einu sinni. Hann hét Adamsberger. Hann reif í klefahurðina og öskraði út í myrkur dýflissunnar: — Hleypið mér út, hleypið mér út . . . Ég heimta réttlæti. . . Fangavörðurinn var hniginn að aldri og orðinn gráhærður í langri þjónustu. Hann kom innan fangelsisganginn hæg- um skrefum og lézt ekki heyra, þótt hinir fangarnir æptu fokvondir: „Komdu þér að því að þagga niður í hon- um.“ — Heyrðu mig, Adamsberger, sagði hann: Reyndu nú að vera rólegur. — Reyndu að sofa svolítið, þá líður þér betur ... Fanginn var hættur að öskra. Hann hallaði höfðinu upp að dyrastafnum og grét. — Þér líður ekkert betur með þess- um köstum, hélt vörðurinn áfram. — Reyndu að taka þessu með ró, eins og það er. Þú verður að sætta þig við það að reyna að láta dagana líða. Ég trúi því ekki að þú sért sekur, og einhvern tíma komast þeir kannski að því líka. Það var einn hráslagalegan dag í október, að Júlíana frá Sandbæ fannst látin í hlöðu rétt fyrir utan Finkbrunnen í Austurríki. Maðurinn, sem hafði kom- ið þangað til að ná í hey, hélt fyrst að stúlkan svæfi. En þegar hann ætlaði að fara að vekja hana, rann hinn ömurlegi sannleikur upp fyrir honum. Kvenmað- urinn hafði verið myrtur! Fréttin barst óðfluga um bæinn og forvitið fólk streymdi til litlu, rauðu hlöðunnar. Lögreglan fékk nóg að gera við að reka alla burt aftur, til þess að hægt væri að einangra svæðið. Ótal getgátur komust á kreik, og illgjarnar tungur voru ekki seinar á sér að leiða orð að því hver illræðismaðurinn væri. Gregor Adamsberger sútara brá mjög er hann heyrði hvað fyrir hafði komið. Júlíana hafði verið bústýra hjá honum, þar til fyrir nokkrum mánuðum síðan. En eftir hörkurifrildi milli þeirra, hafði hann rekið hana af heimili sínu. Fyrir nokkrum vikum hafði hún komið aftur og viljað fá stöðu sína á ný, en hann veigrað sér við því. Áður en hún fór hafði hún formælt honum hástöfum. Og nú lá hún í hlöðunni, liðið lík. Myrt. . . Ekki fór hjá því, að Adamsberger yrði þess var að menn stungu saman nefj- um um hann á bak. Hann sá hvernig vinir og nágrannar forðuðust hann. Ótt- inn greip hann heljartökum er hann fann að hann var grunaður. Og einn góðan veðurdag stóðu tveir lögreglu- þjónar úti fyrir dyrum hans. — Við þurfum að leggja fyrir yður nokkrar spurningar, sögðu þeir. Það er út af morðinu á Júlíönu frá Sandbæ ... Svona byrjaði það. Fyrir Adamsberg- er var það löng og skelfileg martröð. Hann óskaði þess að geta vaknað upp af henni. En honum var haldið undir þungum yfirheyrslum tímunum saman. Spurningar, spurningar, hundruðum saman. Nýjar spurningar, spurningar, sem komu aftur og aftur. Og lögreglu- mennirnir skrifuðu og skrifuðu. — Engin fjarverusönnun, kvöldið sem glæpurinn var framinn? Yður rekur ekki minni til hvað þér höfðuð fyrir stafni, einmitt þá stundina .. . ? Nei, Adamsberger var ómögulegt að sanna fjarveru sína, kvöld það er talið var að Júlíana hefði verið myrt. Og þegar stjórnandi réttarins tók yfirhöfn, er fundizt hafði í hiöðunni, og sýndi honum hana, varð hann að kannast við að hann ætti flíkina. Þegar farið var að tala um að hin myrta hefði verið í yfir- höfninni, hringsnerist allt fyrir augum hans. — Þér elskuðuð Júlíönu, var ekki svo . . . ? En hún endurgalt ekki tilfinn- Frh. á bls. 32 Hin nýja myndasögu- persóna Fálkans nýiur stöðugt vax- andi vinsælda. Hún heitir Rosita og margvísleg og spaugileg atvik henda hana. Höf- undur Rositu er hinn kunni danski teiknari CHRIS. FALKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.