Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 17

Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 17
FJOL- LYND ER FREYJA ÞAÐ var dag einn í ofanverðum júní, að merkis- atburður átti sér stað um borð í flaggskipi flot- ans. Menn höfðu veitt því athygli, að stolt skips- ins var ekki eins og það átti að vera. Freyja hafði enga eirð í sínum, beinum, æddi um eins og óð, beit og slefaði. En Freyja var hvolpa- full og nú var sú stund upprunnin, er hún skyldi léttari verða. Leitaði hún athvarfs hjá góðvini sínum, Sigurði bátsmanni, en þá vildi svo til, að hann var fjarstaddur, var í sumarleyfi. Fékk þá Freyja inni hjá öðrum vini sínum, Agli. Gekk fæðingin vel og eftir tvo tíma ól þessi sæmdartík fimm fallega hvolpa, sem við leyf- um okkur að kalla Frey, Loka, Baldur, Heim- dall og Þór. Enda þótt Freyja sé ekki goðaættar, er hún mjög vel ættuð, hún er norðan af Siglu- firði og hét faðir hennar Jökull og er sagt þarna norðurfrá, að Freyja hafi orðið til í Hvanneyr- arskál. Hvolpa þessa átti Freyja með Ægi, og er það mörgum ráðgáta hvernig það hefur gerzt, en skýrist þegar þess er gætt, að Ægir er virðulegur hundur á næsta skipi. — Er við blaðasnápar komum til þess að taka myndir af þessum merkishvolpum, voru aðeins þrír eftir, hina var búið að gefa, enda sögðu skips- menn að rifizt hefði verið um þessi merkis- afkvæmi. En fjöllynd er Freyja, menn hvísla nú um það á Óðni, að hún sé að fara á f jörurn- ar við aðra hunda, ef til vill mun þá enn f jölga á flaggskipi flotans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.