Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Side 4

Fálkinn - 24.01.1962, Side 4
séð & heyrt Lítil sekt Alls staðar eru sömu vandkvæði á að leggja bílum. Nýlega var 23 ára gömul kabarettsöngkona, Carola Mayner, leidd fyrir rétt í London vegna þess að hún hafði 54 sinnum verið skrifuð upp vegna umferðarbrota. En þessi snotra ungmær gaf eftir- farandi skýringu á fram- ferði sínu: „Alltaf þegar ég er búin að vinna og ætla að leggja litla bílnum mín- um, get ég aðeins lagt hon- um í rólega götu. Samt sem áður er þar ekki hægt fyrir unga konu að ganga nokkur skref án þess að einhver komi ekki og bjóð- ist til að fylgja henni heim. Einnig hef ég lagt bílnum í umferðargötum. En þar er alls staðar klukka, sem byrjar að mæla tímann kl. 8.30 á morgnana. En því rnáður sef ég á þeim tíma.“ Hinir átján lögregluþjón- ar, sem höfðu skrifað söngkonuna upp og voru mættir í réttinum, urðu að viðurkenna, að söngkonan hefði á réttu að standa. — Dómarinn dæmdi því hina fögru söngkonu í lítilfjör- lega sekt. Og nú leitar söngkonan eftir íbúð, sem bílskúr fylgir með leig- unni. Enginn er eins alúðlegur í framkomu og Nehru. Einkum nýtur hann hylli kvenna. Hann hefur nefnilega þann háttinn á, að hann fullvissar hverja einustu konu, sem hann hittir, um að hún sé sú fegursta, sem hann hafi séð. Meðan Nehru var í heimsókn í Bandaríkjunum, gat embættismaður nokk- ur í bandarísku utanríkisþjónustunni ekki setið á sér að spyrja hann: — Meinið þér nú alltaf, hr. Nehru, það, sem þér segið við konurnar? — Hm, svaraði hann. Ég ætla að trúa yður fyrir svolitlu. Trú vor bannar lygi, en veitir þó tvær undantekningar: Þeg- ar mannslíf er í hættu, og er maður slær konu gullhamra. ★ Einn hinna huguðu St. Bernharðshunda, sem hafa bjargað lífi svo margra fjallafara með koníakssnaps, fór til dýralækn- is síns. — Mér líður alveg hræðilega, sagði hann, hvað getur ver- ið að mér? Eftir nákvæma rannsókn sagði dýralæknirinn: — Kæri vin- ur, lifrin er hræðilega útleikin. — Jahá, andvarpaði St. Bernharðshundurinn. Ég bjóst við þessu. Þetta er afleiðingin af því að ég verð alltaf að drekka meö mönnum, sem ég bjarga. 4 Þar sem John Kennedy er forseti verður hann að gæta stöðu sinnar og virðingar j hví- vetna, en nánasti ;amstarfsmaður íians og bróðir, rtobert Kennedy gefur sér oft lausan tauminn. Hann er orðinn Erægur fyrir hinar kátu veizlur, sem hann heldur í hinu stóra húsi sínu í Wasing- ton. í húsinu er að sjálfsögðu sundlaug, þar sem mörg af skemmtiatriðum í veizlum hans eiga sér stað. Robert Kennedy hefur nefni- lega flutt til höfuðstaðarins sið frá Hollywood. Hann lætur draga herra og dömur meðal gestanna í samkvæmisklæðnaði út í laugina. Nýlega lenti hin bráðfallega frú Nancy Salinger út í lauginni en hún er eiginkona blaðafulltrúa forsetans. Hún varð ekkert hrifin af þessum grikk, því að bæði hinn nýi og glæsilegi kjóll henn- ar og hinir nýju samkvæmisskór hennar eyði- lögðust. Með tárin í augunum hvarf hún til eigin- manns síns — og Salinger hefur spurt for- setann , hvort hann geti ekki gefið bróður sínum smá ráðningu. ★ Eins og kunnugt er, í Picasso mörg hundr- uð málverk eftir sig, en því er ekki þannig varið með vin hans frá Parísardögunum, Marc Chagall. Hann fékk um dag- inn heimsókn af Bandaríkj amanni, sem dáðist mjög að málverkasafni meistarans, en sagði samt von- svikinn: — En ég sé ekki einn einasta Chagall. — Chagall? sagði listamaðurinn. Hvert ætl- ið þér að fara, kæri vinur? Chagall, -— ég hef alls ekki efni á honum. ★ Fernandel sat dag nokkurn með vini sín- um á kaffihúsi í Mar- seilles og skemmti honum með því að segja sögur af fjöl- skyldunni. — Skilurðu, mér og konu minni kem- ur yfirleitt mjög vel saman, en um daginn kom þó babb í bátinn. Ég vildi skreppa upp í sveit í hringferð, en konan vildi fara í bíó. Hvorugt vildi láta undan og við vorum næst- um farin að slást. — Nú, sagði vinurinn og hvernig fannst þér myndin? FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.