Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Qupperneq 26

Fálkinn - 24.01.1962, Qupperneq 26
o. kvenþjóðin ritstfon KRISTJAMA STEIIMGRÍMSDÓTTIR Utfehœr er kjctif gegmm Ateikt? Að vita hvenær steikin er gegnumsteikt, er eitt hið erfið- ara í matreiðslunni, einkum þegar kjötið er frosið. Þótt kjötið líti út steikt að utanverðu, getur það vel verið hrátt inn við beinið. Hér kemur kjötmælir að góðu gagni. Það hitastig, sem hinar ýmsu kjöttegundir þurfa, er merkt inn á mælinn, þegar súlan, sem er á þessari gerð mæla, er komin að því hitastigi, sem við á hverju sinni, er kjötið tilbúið. Við steikingu á lambakjöti þarf 82° að vera inni í kjötinu, svínakjöti 85°, nautakjöti 77° o. s. frv. Hitamælinum er stungið inn í kjötið, þar sem það er þykk- ast, þannig að öll nálin sé inni í sjálfu kjötinu. Oddurinn má alls ekki nema við bein eða vera ef til vill í fitulagi, — þá er mælinum ekki treystandi. Stórt nef: Greiðið hárið í vöngunum jram og látið nokkuð stóran ennistopp leggjast yfir ennið. Hárið á að ná vel niður að eyrum. Greiði maður hárið aftur, eða setji það upp, sýnist nefið mun stœrra. Stuttur hnakki: Hárið á að vera stuttklippt, fylgja hnakkagrófinni. Aftur á móti á hárið að fylla mikið á hvirflinum og ná niður að eyr- um að framan, það gerir hnakkann grennri og lengri á að líta. Sítt hár, blússur og kragar, sem eru háir í hálsinn, stytta hins vegar háls- inn á að sjá. Stór eyru: Greiðið hárið þannig, að það fylli mikið, en falli þó slétt, látið það falla í ógreini- legri bylgju yfir eyrun. Greiðið aldrei hárið frá eyrunum, og notið ekki eyrnalokka, sem beina auðvitað athyglinni að eyrunum. Of stór haka: Hárið á að ná niður að hök- unni og falla mjúkt og eðlilega fram með vöng- unum. Sé hárið mjög fínt og þunnt, verður að þvo það á 5-6 daga fresti, ef vel á að vera. Haf- ið þunnan ennistopp, greitt til hliðar. Varizt fyr- ir alla muni að greiða hárið frá andlitinu. @étt hátytetöMa getur leifht atujlitAf&llutn Nú er svo komið, að flestum er orð- ið ljóst, hve mikla þýðingu það hefur, ekki aðeins fyrir hárið og andlitið held- ur heildarsvipinn, að hárið sé vel klippt og greitt. Sem betur fer sést nú sjald- an hálfsítt hár, með ofmiklu og óvið- ráðanlegu ,,permanenti“, sem ber ekki aðeins vott um ósnyrtimennsku, en ger- ir hvern og einn að minnsta k.osti 10 árum eldri í útliti. Auk þess sjá nú margir, að rétt hárgreiðsla getur hjálp- að til við að draga úr og jafnvel leyna ýmsum andlitslýtum, eins og stóru nefi, of stórum eyrum, stuttum hnakka, svo eitthvað sé nefnt. 26 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.