Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Qupperneq 35

Fálkinn - 24.01.1962, Qupperneq 35
— Getur verið, ef ég er heppinn. Ég held, að ég geri það ekki. Ég hef smogið undan svo oft, en ég held hann nái í mig núna. Ég vona, að ég hafi ekki ónáðað þig mikið, Herb. —• Þú hefur ekki ómakað neinn, fjandinn hafi það. Hringdu í mig aftur. — Ég skal reyna . . . Herb Thompson fór aftur að spila- borðinu. Kona hans starði á hann. — Hvernig líður Allin, vini þínum? spurði hún. Er hann ófullur? — Hann hefur aldrei bragðað áfengi á ævi sinni, sagði Thompson ólundar- lega og-settist niður. — Ég hefði átt að fara fyrir þrem stundum. — En hann hefur hringt á hverri nóttu í sex vikur og þú hefur verið þar að minnsta kosti tíu nætur og ekkert hef- ur komið fyrir, sagði kona hans. — Hann þarfnast hjálpar. Hann get- ur meitt sig. — Þú varst þar í fyrrakvöld, þú getur ekki alltaf verið á eftir honum. — Hið fyrsta, sem ég geri á morgun, er að fara með hann á geðveikrahæli. Mig langar ekkert til þess. Hann virðist vera svo heilbrigður annars. Klukkan hálf ellefu var kaffi borið fram. Herb Thompson drakk kaffið sitt hægt og horfði á símann. Mér þætti gam- an að vita, hvort hann er í kjallaranum núna, hugsaði hann með sjálfum sér. Herb Thompson gekk að símanum og lyfti tólinu. Hann kallaði í miðstöð og gaf upp númerið. — Mér þykir það leitt, sagði síma- stúlkan. — Það eru allar línur slitnar í þessu héraði. Þegar búið er að gera við línurnar, þá getum við gefið yður sam- band. — Svo að símalínurnar eru slitnar, hrópaði Thompson. Hann lét tólið á. Hann sneri sér við, reif upp klæða- skápshurðina og dró út frakkann sinn. — Guð minn góður, guð minn góður, sagði hann við undrandi gestina og konu sína, sem var með kaffikönnuna í hendinni. — Herb, hrópaði hún. — Ég verð að fara þangað, sagði hann og smeygði sér í frakkann. Það heyrðist þrusk við dyrnar. Allir stirðnuðu upp í herberginu. — Hver getur þetta verið? spurði kona Thompsons. Þruskið heyrðist aftur mjög lágt. Thompson flýtti sér fram forstofuna. Þar stanzaði hann og hlustaði. Fyrir utan heyrði hann niðurbældan hlátur. — Fjandinn hafi það, sagði Thomp- son. Hann tók um húninn og hann varð bæði glaður og áhyggjufullur í senn. — Ég þekki þennan hlátur hvar sem er. Allin hlær svona. Hann hefur komið hingað í bílnum sínum. Hann hefur ekki getað beðið með að segja þessar skramb- ans sögur sínar, Thompson brosti dauf- lega. — Sennilega hefur hann komið með einhverja vini sína með sér. Það heyrist eins og hópur manna . . . Hann opnaði aðaldyrnar. Það var enginn fyrir framan. Thompson sýndi ekki nein merki undrunar, hann brosti undirhyggjubrosi. Hann hló. — Allin? Engin hrekkjabrögð núna. Komdu inn. Thompson kveikti á útiljósinu og litað- ist um. — Hvar ertu, Allin? Komdu strax. Golan straukst um vanga hans. Thompson beið andartak, skyndilega rann honum kalt vatn milli skinns og hörunds. Hann steig út á stéttina og lit- aðist órólega en vandlega um. Vindhviða lyfti frakkalöfum hans og ýfði hárið. Honum fannst hann heyra hlátur aftur. Vindurinn blés allt í kring- um húsið og þrýsti alls staðar á í einu og síðan fór mjög hvöss vindhviða hjá. Vindinn lægði aftur og hann heyrði hvernig ýlfraði dapurlega í trjátoppun- um og laufinu. Vindurinn lagði aftur á stað út á hafið til Celebes, Fílabeins- strandarinnar, til Sumatra, fyrir Horn, til Cornwall og Filipseyja. Hann hvarf, hvarf smátt og smátt. Thompso'n stóð þarna, kaldur. Hann fór inn og lokaði dyrunum og hallaði sér upp að þeim, hreyfingarlaus með lokuð augun. Hvað er að . .. ? spurði kona hans. Kæri Astró. Viltu gjöra svo vel og segja mér afstöðu stjarnanna til framtíðar minnar. Ég hef num- ið aðeins skylduskólann og húsmæðraskóla, annars unnið fyrir mér. Hef oft verið hrifin af piltum, eins og gerist og gengur, aldrei verið trúlofuð né átt barn. Þykist ákaflega ástfangin, sem stendur. Hann er fæddur í júní 1940. Ég vona, að þess verið ekki langt að bíða, að ég fái svar. Til ör- yggis, ef þarf, sendi ég nafn og heimilisfang. Gríma. Svar til Grímu. Pilturinn, sem þú gefur upp fæðingardag, mánuð og ár á, er fæddur undir merki Tvíbur- anna. Þú ert hins vegar fædd í 28° Ljónsmerkisins, þanníg að þið eigið mjög vel saman. Hins vegar hættir Tvíburan- um til að reiðast, ef Ljónið dansar ekki eftir fyrirmælum hans. Það getur því komið til smá valdabaráttu stundum, en geðrænt eðli beggja þessara merkja er létt. Þó er hætt við að þér muni aldrei finnast hinu blíða eðli þínu fullnægt, þar sem Ljónsmerkið er kær- leiksríkasta merki dýrahrings- ins. Þetta er atriði, sem þú þarft að gera þér fyllilega ljóst. Það mun firra þig miklu hugarangri og vonbrigðum. Það er mjög algengt, að Ljóns- merkisfólk giftist fólki undir Tvíburamerkinu, en ég álít að vandamálin séu svipuð hjá öllu þessu fólki. Ljónsmann- eskjunni finnst hún aldrei njóta sömu blíðu og hún veit- ir og Tvíburamanneskjunni mundi finnast sér misboðið þegar Ljónið vill ráða, sem venjulegast er. Einnig er Tví- buramerkisfólkið oft léttlynt og öðrum finnst það taka líf- inu með of lítilli ábyrgðartil- finningu. í þínu stjörnukorti fellur Máninn í Hrútsmerkið þannig að hugur þinn hneigist mjög að því að stjórna öðrum, þú skalt gæta þín vel að láta þessa yfirráðahneigð ekki bitna of mikið á fólki, því þér mun verða falin mannaforráð í félagslífinu. Ráðsmennska verður oft leiður galli. Hins vegar hneigist hugur þinn einnig mjög að heimilislífinu. Mér þykir mjög trúlegt að þáttaskil verði á sviði ástamál- anna á þessu ári hjá þér, og að þú takir endanlega ákvörðun í ástamálunum og giftist þess- um pilti. í marz 1962 gengur Júpiter inn í ellefta hús fæðingarkorts þíns. Þar verður hann fram í apríl 1964. Undir þessum á- hrifum muntu finna að vina- og kunningjahópur þinn mun stækka og að þú munt sjá margar óskir þínar rætast. í júlí 1964 gengur Júpiter yfir Saturn-Júpiter samstæðú þína í Nautsmerkinu, þessi afstaða gerir þig mjög hag- sýna og heilbrigða í skoðun- um fjárhagslega og ekki er ólíklegt að einmitt undir þess- um áhrifum muni eigur þinar aukast. Undir þeim áhrifum er mjög hentugt að leggja út í fjárfestingar og byggja. í maí 1963 eru áhrif einnig heppileg til þess arna. í september 1964 gengur Júpiter yfir Úranus, og undir þeim áhrifum máttu reikna með skyndilegum ágóða eða hagræði. Þegar þú ert 28 ára er Sól- in í slæmum afstöðum við Úr- anus, sem bendir til þess að þú munir verða vör tauga- þreytu, og ættirðu helzt að taka lífinu með ró. FALKINN 35

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.