Fálkinn - 14.02.1962, Síða 18
— Hefurðu nokkurn tíma heyrt mig segja frá
Hemma, páfagauknum mínum? spurði Jón.
— Ekki? —- allt í lagi, ég skal segja þér frá hon-
um. Ég og hann vorum, að ég held aleinir í frum-
skóginum. Dag nokkurn kom Hemmi fljúgandi til
mín og sagði: — Væ, húsbóndi, svaka kroppur. Svo
flaug hann úr augsýn, en eftir tvær mínútur kemur
hann aftur og segir: — Væ, húsbóndi, en þau brjóst og
en þau læri. Síðan flaug hann aftur af stað og satt að
segja var ég mjög æstur og geystist í gegnum runnana
til þess að sjá, hvern Hemmi hefði fundið svona langt
frá.öllum mannabyggðum. Litlu seinna kemur hann
aftur og er eins æstur og ég var nú.
— Húsbóndi, muldraði hann. Hvílík fegurð, hvílíkar
varir.
Ég gat ekki beðið lengur. Ég fór eins hratt og ég
komst. Ég veit satt að segja ekki hvernig ég slapp fyrir
síðasta kjarrið, en ég komst samt og þarna var hún í
öllum sínum ljóma. Hárið, augun, lærin og allt.
— Og hver var þeta svo? spurði kunningi Jóns.
— Annar páfagaukur, svaraði Jón.
★
Enskur leikari gortaði af því við Sir James Barrie,
að hann gæti tjáð hvað sem væri á leiksviði án þess að
segja orð.
—• Vilduð þér þá, sagði Sir James, láta í ljós með
svipbrigðum, að þér eigið yngri bróður, sem fæddist í
Shropshire, en býr nú á gistihúsi á suðurströndinni og
er í þann veginn að leggja af stað til London til þess
að heimsækja systur sína, sem meiddi sig á fæti, þegar
hún gekk yfir Pall Mall strætið í þeim tilgangi að
kaupa nýjan dumbrauðan silkikjól?
★
Ólafur í Kalastaðakoti þótti kaldur í svörum. Konu
Ólafs langaði mjög til að láta son þeirra læra til
prests. Eitt sinn er hún flutti það mál við mann sinn,
svaraði hann: — Ég held þeir skilji hann Strand-
hreppingar, þó hann tali ekki við hann latínu, þegar
hann fer að betla.
★
Sigmundur Snorrason, bláfátækur tómthúsmaður,
átti fjölda barna með konu sinni. Þetta lét hann sér
samt ekki nægja, en fór að bæta við utan hjá. — Þegar
hann kom með eitt slíkt barn til skírnar, fannst presti
sér skylt að gefa honum nokkra áminningu. Undir
hirtingarræðunni sat Sigmundur fyrst rólegur. •— En
þegar honum þótti nóg komið, stóð hann snúðugt upp
og sagði: — Verið þér ekki að því arna, prestur minn.
Varla verða mínir of margir í himnaríki.
☆
Snemma á 19. öld bjó á Neðraskarði í Leirársveit
bóndi, er Þorvaldur hét, vandaður og velmetinn, en
hafði þó þann galla, að hann var óvenju blótsamur.
— Á Neðraskarði og fleiri bæjum þar í grennd er
ákaflega veðrasamt í norðanátt og heyrist þá oft
vindhljóðið í fjallinu áður en hvessir hið neðra. Þessu
lýsti Þorvaldur svo: — Þegar hvín í andskotanum, þá
er djöfullinn vís.
18 FÁLKINN
lítið, en samt var ég dapur
yfir því, hvernig stúlkan mín
hafði hegðað sér. Og það sagði
ég henni líka, þegar hún kom
inn seinna um daginn. Hún
iðraðist af hug og hjarta, þótt
hún vildi ekki meðganga það
af eintómri blygðunartilfinn-
ingu. En hún sýndi sinn innra
mann í verki, því að upp frá
þessu fékk ég allt það bezta,
sem ég gat hugsað mér: Svína-
steik með súrkáli, apríkósu-
graut með vanillusósu, humar
og hörpudiska. Einn daginn
fékk ég þrjú linsoðin egg um
morguninn og annan daginn
þrjú harðsoðinn. Og allir voru
svo vingjarnlegir. Jafnvel
læknirinn iðraðist þess að hafa
tekið úr mér matinn og spurði
hvernig mér líkaði nýja mat-
aræðið. Ég þakkaði fyrir og
mér líkaði vel, en . . .
Því að eina áhyggjuefnið
var það, að ég kenndi mér
ekki nokkurs meins. Góði mat-
urinn hafði læknað magann i
mér. En það gat ég ómögulega
sagt lækninum. Þess vegna
varð ég alltaf, þegar ég sagði
en . . . að bæta við einhverju
framhaldi, um nýja kvilla. Og
hann skrifaði þetta alltaf hjá
sér og sagði að þetta væri af-
ar einkennilegt tilfelli. Það
var eins og hann hresstist við
hverja nýja sjúkdómslýsingu
og ég yrði enn verðmætari fyr-
ir hann.
En svo kom reiðarslagið
einn góðan veðurdag.
— Við verðum að röntgen-
mynda yður, sagði læknirinn.
— Með mestu ánægju, sagði
ég án þess að detta nokkur
hætta í hug. Þvert á móti. Ég
lá og braut heilann um, hve
margar tylftir ég ætti að panta
til þess að gefa vinum mín-
um og vandamönnum. Það
væri amalegt að koma í heim-
boð til þeirra síðar og sjá sinn
innri mann í silfurramma á
píanóinu!
Og svo var ég ljósmyndaður.
Það var talsvert öðruvísi en
hjá öðrum ljósmyndurum. Ég
var ekki beðinn um að brosa
og vera vingjarnlegur. Og ég
hafði aðeins örlítið meira af
fötum á mér en dansmær í
nýtízkuleik. Ég fékk nefnilega
að vera í nærskyrtunni.
Ég beið úrslitanna með eft-
irvæntingu. Morguninn eftir
kom stúlkan mín inn. Hún
horfði á mig eins og kross-
gátu. Ég spurði hvort myndin
hefði tekizt vel. í stað þess að
svara varð hún kafrjóð eins
og tómatur, sneri hið bráðasta
við og hljóp til dyra. Og þeg-
ar hún hafði skellt hurðinni í
lás, heyrði ég hlátursrokur
framan af ganginum.
Ég varð forvitinn og óróleg-
ur og önugur. Hvað gat verið
svona hlægilegt við innyflin
í mér?
Ég hringdi. En enginn kom.
Ég hringdi aftur. Ákaft. Önn-
ur stúlka kom og stakk nef-
inu inn í gættina, glápti á mig
og rak upp roku eins og belja,
sem er að springa af hlátri,
skauzt burt aftur. Ég varð mál-
laus og vissi ekki í mitt rjúk-
andi ráð. Var ég ekki fílsterk-
ur karlmaður? Átti ég að láta
hafa mig að spotti hér á mínu
eigin sjúkrabeði? Ég braut
heilann um orð og aðgerðir,
undirbúning undir dómadags-
ræðu og sjóðbullandi skamm-
argrein, þegar ég heyrði ein-
hvern fyrirgang frammi á
ganginum. Innan skamms kom
heill borgarafundur þramm-
andi inn til mín. Þar var yfir-
læknirinn og undirlæknirinn
og aðstoðarlæknirinn og auka-
aðstoðarlæknirinn og 7—8
læknastúdentar og sandur af
yfir- og undir- og aukahjúkr-
unarkonum og hjúkrunar-
konuefnum. Og svo læknirinn,
sem hafði neytt mig til að fara
á sjúkrahúsið. Hann var
skrambi rogginn með sig og
ég heyrði, að hann var alltaf
að segja hinum, að það hefði
verið hann, sem uppgötvaði
„tilfellið".
Það setti að mér kvíða, því
að þetta hlaut að vera alvar-
legt. En ef ég var að dauða
kominn, hvers vegna voru þá
hlátursgusurnar og hjartasorg-
in yfir að missa mig? Hvað
vissi ég? Kvenlegt eðli hefur
alltaf verið mér hulin ráð-
gáta.
Þá tók yfirlæknirinn til
máls.
— Herrar mínir, sagði hann.
— Hér höfum við einstakt og
ég vil segja stórmerkilegt til-
felli fyrir læknavísindin. Þessi
maður, sem hefur verið okkur
öllum ráðgáta undanfarna tvo
mánuði er — óléttur!
Allur borgarafundurinn
varp öndinni. Heilinn í mér
leystist upp og varð að þoku.
En aðeins andartak.
—: Kemur ekki til mála,
orgaði ég. — Ég er ekki svo
lauslát. Ég . . . og svo hneig ég
máttlaus ofan í rúmið. Fyrr
má nú rota en dauðrota!
Mótmæli mín höfðu engin
áhrif á borgarafundinn. Yfir-
læknirinn hélt áfram að út-
skýra „tilfellið“ fyrir sam-
Frh. á bls. 35