Fálkinn - 14.02.1962, Qupperneq 23
YFIRLIT:
Eftir margra ára í'jarveru snýr Bettina aftur til fæðingarbæjar sins, Tiibingen.
Á ytra borði er ástæðan til heimkomunnar sú, að maður hennar, Julian Brandt
apótekari, sækir um skilnað, til þess að gifta sig aftur. Þrjú börn Bettinu, Albert,
Doris og Wolfgang hafa alizt upp í þeirri trú, að rnóðir þeirra sé Iátin. Börnin
mótmæla ákaft áætlun föður síns um að giftast aftur Gabrielu Holthuys, ungri
konu, sem Albert fullyrðir að sé léttúðardrós. Hið sanna er, að Gabriela átti barn
í Iausaleik og stóð ein uppi. Hún bjó með ríkum manni og fékk slæmt orð á
sig af því. Albert hefur hitt móður sína, án þess að vita hver hún er. Minna
gamla, sem alið hefur börnin upp, grátbænir Bettinu að fara aftur, en þegar
hún neitar því segist hún ætla að sýna henni mynd af Doris annars vegar og
Hohenperch prins hinsvegar, en hann var ástæðan til þess að Bettina hvarf að
heiman. — Bettina lcemur heim öllum á óvörum og hittir fyrst Doris, síðan Wolf-
gang og loks kemur Minna gamla. Heimkoman veldur miklum vonbrigðum.
Minna sýnir henni myndirnar, en í þeim svifum ltemur Cecilia frænka, og sér
hvers kyns er. Hún fer eftir snarpar orðræður, — beint til Hohenperch prins. —
Wolfgang kemur að máli við föður sinn og biður hann að segja sér allt af létta
um Bettinu. Julian gerir það, og það kemur í Ijós, að Julian hefur alltaf vitað
hver er faðir Dorisar. — Á gistihúsinu hittast þau Hohenperch og Bettina og
prinsinn vill endurnýja kunningsskap þeirra. Sú ósk hans fer út um þúfur,
því að Bettina segir honum rækilega til syndanna. — Albert fer á fund Gabrielu
og ætlar að gera úrslitatilraun til þess að koma í veg fyrir, að hún giftist föður
hans. Þeirra viðskiptum lyktar með því, að Gabriela vísar honum á dyr. Sam-
tímis mæta þau hjá lögfræðingum sínum Bettina og Julian. Bettina hefur
allt í einu skipt um skoðun: Hún ætlar að svipta Julian öllum réttindum til
apóteksins. .
Hann gaf mér upp nafnið á gistihúsi
þínu í Túbingen. Ég hringdi þangað og
fékk að vita, að þú hefðir farið til Par-
ísar. Og nú er ég sem sagt kominn hing-
að!
— Það var sem sagt þú, sem komst
því í kring, að mér var boðið hingað í
kvöld?
Don Filipe kinkaði kolli.
— Við getum sagt, að ég hafi gefið
viðkomandi aðilum ofurlitla bendingu,
sagði hann. — Hefurðu gengið fullkom-
lega frá skilnaði þínum?
Bettina kinkaði kolli án þess að segja
nokkuð.
— Guði sé lof. Þá ertu frjáls og frí.
Hann beygði sig áfram og greip hönd
hennar.
— Nú geturðu þá loksins gifzt mér,
bætti hann við.
Brosið hvarf af vörum Bettinu.
— Þú veizt vel, kæri Felipe, að mér
geðjast ekki að því, að flana að neinu.
Ég verð að fá nægan tíma til að átta
mig. Ég þarf að koma geysimörgu í
kring í Þýzkalandi, áður en ég get far-
ið að hugsa um sjálfa mig.
Don Felipe brosti eilítið biturlega.
— Tíma? Þú hefur haft fimmtán ár
til þess að hugsa um þetta, er það ekki?
Veiztu hvers ég iðrast mest í lífi mínu?
Að ég skyldi ekki kvænast þér, áður en
ég tók þig með til Mexico.
Bettina starði niður í gólfið.
— En þá gazt þú ekki gifzt aftur,
sagði hún.
— Ef þú hefðir viljað, hefði ég með
góðu móti fengið frelsi mitt aftur, sagði
hann. — Það veizt þú, Bettina.
Bettina tók nú að gerast óþolinmóð.
— Við skulum ekki tala um fortíðina,
Felipe, Við skulum líta fram á við.
Við erum þó ekki orðin svo gömul enn
þá.
•— Þú hefur rétt fyrir þér, svaraði
Don Felipe. — Það væri heimskulegt af
okkur að eyðileggja þetta dásamlega
kvöld með Því að rifja upp óþægileg at-
vik úr fortíðinni. Við skulum heldur
tala um hana dóttur þína. Hún er sann-
arlega falleg ung stúlka!
Rödd Bettinu var dálítið kuldaleg,
þegar hún sváraði:
— Það er ekki að spyrja að því, þegar
kvenfólk er annars vegar. Þá hefur þú
augun á réttum stað. Felipe. En ég er
sammála þér í þessu. Doris er fögur og
aðlaðandi stúlka. Ég vona innilega, að
ég komizt heim með hana héðan, áður
en hún verður ástfangin!
Einmitt í þessu sáu þau gegnum opna
hurðina hvar Doris og Pedro svifu í
dansinum. Þau voru að dansa cha cha
cha og augu hans viku ekki frá andliti
hennar . ..
Skyndilega rann upp Ijós fyrir Bett-
inu. Hún herpti varirnar saman og opn-
aði óstyrkum höndum veski sitt og tók
upp sígarettupakka. Don Felipe kveikti
í fyrir hana.
Hún andaði reyknum djúpt að sér aft-
ur og aftur . . .
FÁLKINN 23