Fálkinn - 14.02.1962, Page 30
H i
X
i
(kaka
2 egg
200 g sykur
225 g hveiti
2% tsk lyftiduft
2 tsk vanillusykur
1 msk kakaó, full
1V2 dl mjólk
150 g smjörlíki
Ojan á 314 dl flórsykur
4 msk hálfbrætt smjörlíki
4 msk sjóðandi vatn
2 tsk kaffiduft
2 tsk vanillusykur
Kókósmjöl.
Egg og sykur þeytt létt og ljóst, hveiti, lyftiduft, vanillu-
sykri og kakaó sáldrað út í. Deigið hrært saman ásamt mjólk-
inni. Smjörlíkið brætt, kælt, má þó ekki storkna, hrært síðast
saman við. Sett í vel smurða ofnskúffu, eða ferkantað mót,
ca 36X24 cm. Einnig er hægt að búa til mót úr málmpappír.
Kakan bökuð við 225° í 15—20 mínútur. Kæld dálítið í mót-
inu, hvolft á bökunargrind, bráðinni smurt á, þegar kakan
er orðin köld.
í bráðina er allt hrært vel saman, kókósmjölinu stráð ofan
á kökuna, er bráðinni hefur verið smurt á með breiðum hníf.
Kakan skorin í ca 50 ferkantaða bita.
Harti>fluAalat
Oft eru til soðnar kartöflur, sem á-
gætt er að nýta ýmist í heitt eða kalt
kartöflusalat. En slík salöt eru ljúffeng
t. d. með soðnum pylsum eða öðru
reyktu, síld o. s. frv. og einnig ágæt bara
með brauði. Hér er uppskrift að einu
slíku.
Vz kg soðnar kartöflur
Sósan 6 msk matarolía
1 msk edik
1 laukur
2 harðsoðin egg
1 msk kapers
Salt, pipar, sinnep
Steinselja.
Kartöflurnar skornar í sneiðar (ágætt
í eggjaskera), laukurinn saxaður smátt
og eggin gróft. Matarolía, edik og krydd
hrist vel saman. Látin bíða um stund á
köldum stað. Öllu blandað varlega sam-
an, bezt að nota tvo gaffla. Sett á fat,
skreytt með steinselju, ef til er.
' 'ý*\> ' y ’■
. • X'-vX:/:
30
FÁLKINN