Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1962, Side 35

Fálkinn - 23.05.1962, Side 35
SAAB96 5 manna fólksbífreið RYÐVÁRIN — KVOÐUÐ YFIRBYGGING PROFILSTYRKT ROMGÓÐ — STÓR FARANGURSGEYMSLA SPARHEYTIN — FRÍHJÓLADRIFIN KRAFTMIKIL V£L 42 HESTÖFL GÓÐ MIÐSTÖÐ MEÐ RÚÐUBLÁSARA Á FRAM- OG HLIÐARROÐUR ROÐUSPRAUTUR — STEFNULJÓS TVÖ SÓLSKYGGNI — ÖSKUBAKKAR TVÖFALDAR FLAUTUR GARDÍNA FYRIR VELARHLIF í mælaborði er Kraðamælir, benzínmælir m. aðvörunarljósi, hitamæhr, rafmagnsmælir og klukka. Verð með öllu oíanskráðu kr. 147.000 Komið, skoðið og kynnið yður sænska fólksvagninn áður en þér festið kaup annars staðar. SVEINN BJÖRNSSON & Co. Hafnarstræíi 22 — Sími 24204 Hrútsmerkið (21. marz—20. apríl). Undanfarna daga hafið þér brot.ið heilann um mál, sem ekki getur farið öðruvísi en þér hafiö búizt við. Þér verðiö að taka þessu með jafnaðargeði. Útlit er fyrir, að þér verðiö í peningavandræðum í næstu viku, ef þér gætið þess ekki að fara sparlega með f jármunina. Nautsmerkiö (21. apríl—20. maí). Þetta vcrður t.ímabil mikilla breytinga. Þér eruð nú óðast að leggja drög að ýmsum málum, sem munu verða yður til góðs, þegar fram líöa stundir. Það ríður á bví að þér breytið rétt gagnvart vinafólki yðar bráðlega. Munið að reynslan er bezti skólinn. Tvíburamerkiö (21. maí—21. júní). Nú þegar þér loks hafið öðlast það, sem þér hafið sett yður, dugar ekki að st.inga höndunum í vasann og slá öllu út í kæruleysi. Þér verðið að leggja mikla vinnu á yður til þess að halda því, sem þér hafið þegar náð. Varið yður á lágvaxinni, dökkhærðri konu. Krabbamerkið (22. júní—22. júlí). Það er alltaf tími til þess að rétta öðrum hjálpar- hönd, enda þótt þér séuð störfum hlaðnir. Hver veit nema- það get.i borgað sig í framtíðinni. í þessari viku getur margt skemmtilegt gerzt og útlit er fyrir að þér lendið í skemmtilegu ástarævintýri um helgina. Ljónsmerkið (23. júlí—22. ágúst). Þér ættuð ekki að láta smámunina hafa áhrif á skap yðar. Yður hættir oft til þess að hlaupa upp við minnsta tilefni, einkum þegar yður finnst að skyld- menni og vinir hafi gert eitthvað á hluta yðar. Fjár- hagurinn verður góður um talsverðan tíma. Jómfrúarmerkiö (23. ágúst—23. september). í þessari viku gerist margt óvænt og skemmtilegt. Þetta verður gleðileg og ánægjuleg vika í alla staði. Stjörnurnar spá því, að bæði fjárhagurinn og einka- lífið verði með afbrigðum gott. Á laugardag gerist skemmtilegur og fyndinn atburður. Voparskálamerkið (23. september—23. október). I þessari viku munu þér fá mjög ánægjulegar fréttir frá persónu, sem annars hefur ekki mikið samband við yður. Á vinnustað verður tekið eftir því að þér leggið yður allan fram til þess að inna störf yðar sem bezt. af hendi og það verður vel launað. Sporðdrekamerkið (23. október—21. nóvember). Vikan einkennist af mikilli vinnu og miklu annríki heima fyrir Stjörnurnar segja, að þér munuð ef til vill komast í ánægjulegt ferðalag bráðlega þar sem þér munuð kynnast nýju og ágætu fólki, sem vill allt fyrir yður gera. Bogamannsmerkið (22. nóvember—22. desember). Þessa dagana kemur upp mikið vandamál innan fjölskyldu yðar og þótt það komi yður beinlínis ekki við, brjótið þér heilann um það og reynið að finna lausn á því. Gætið þess bara að blanda yður ekki inn í einkamál vina yðar heldur ráðleggja heilt á báða bóga. Steingeitarmerkið (23. desember—20. janúar). Yður finnst, að þér séuð um of störfum hlaðnir, en þér gætið þess ekki að þér hagið vinnunni varla rétt. Ef þér gerðuð það, gætuð þér afkastað mun meiru og allir aðilar yrðu ánægðir með störf yðar. Það er mikils um vert að þér kippið þessu í lag hið bráðasta. Vatnsberamerkið (21. janúar—19. febrúar). Það kemur upp svolítill misskilningur í einkalífi yðar og hann leysist von bráðar, ef þér hagið yður rétt og látið ekki öfgana hlaupa með yður í gönur. Annars er vikan fleytifull af gleðilegum atburðum og loksins munuð þér eignast vini við yðar hæfi. Fiskamerkið .(20. febrúar—20. marz). Þér ættuð ekki að láta fjölskyldu yðar blanda sér í málefni yðar. Það lítur nefnilega út fyrir að hún vilji fremur skara eld að sinni köku heldur en hjálpa yður í erfiðleikunum. Varist slarksama félaga. TALKIN N 35

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.