Fálkinn - 13.06.1962, Síða 6
Vandlátir kjósa
Sögu ferðaþjónus t u
Farseðlar u m allan h e i m
fyrir íslenzkar krónur,
við íngólfsstræti
gegnt Gamla Bíói
6 FÁLKINN
Mistök.
Akureyri 2375. 1962.
í Fálkablaði, sem mér var
að berast, er úrklippa frá
einhv. Steingr. Hólmgeirs., er
hann telur úr íslendingi 1960
og fjallar um fangageymslu
í Síðumúla (eða fatageymslu).
Eg hef verið ritstjóri blaðs-
ins samfleytt frá 1950 (og nær
10 ár áður), og minnist þess
ekki, að blað mitt hafi nokk-
urn tíma skipt sér af fanga-
geymslu við Síðumúla, né
birt nokkurt orð í frétta-
skyni frá því fyrirtæki. Vona
ég, að þér fáið sendanda til
að athuga úrklippu sína betur
og nefna tölublað og dag, ella
leiðrétta, ef rangt er með
farið, sem ég tel vera, unz
mér er sýnt svart á hvítu,
hvar þessi ummæli standa i
blaðinu.
Vinsamlegast,
Jakob Ó. Pétursson.
Svar:
Því miður urðu þau mistök
í umbroti, að línur víxluðust,
þannig að lína sú, sem standa
átii undir þessari klausu, fór
undir ncestu úrklippu fyrir ofan.
Þessi klausa, sem ritstjóri Islend-
ings minnist á, er úr blaði
nokkru, sem kallast Ný vikutíð-
indi og gerir sér einkum títt
við fanga. Hins vegar var klausa
úr Islendingi fyrir ofan og liljóð-
ar þannig:
„leynivínsalar (séu) upprætt-
ir með harðri hendi.“ Þarna
er ekki talað um að uppræta
leynivínsöluna, heldur leyni-
vínsalana, og að uppræta
menn með harðri hendi hlýt-
ur að þýða aftöku.
Um leið og við biðjum afsök-
unnar á þessum mistökum, von-
um við að ritstjóra Islendings
reki minni til þessarar klausu.
Smágreinar.
-----Ég vil vinsamlegast
gera fyrirspurn, þar sem í
Fálkanum er talsvert af smá-
greinum (skrítlum), sem
margir hafa gaman af að lesa,
hvort ég ætti að senda ykkur
sýnishorn af slíku, er ég hef
snúið af Norðurlandamálun-
um? Ef yður líkar þetta,
vilduð þið máske greiða eitt-
hvað fyrir meira af því tagi.
Gaman væri að heyra um
þetta við tækifæri.
Virðingarfyllst,
J. S.
Svar:
Það er tilgangslaust að senda
okkur slíkt efni, við höfum nóg
af þvi. Reynið að senda þessar
smágreinar öðrum blöðum.
Krossgátan ráðin.
------Um daginn fór ég í
búð og keypti Fálkann eins
og ég er vön. Las ég síðan
framhaldssöguna og leit vfir
kvennaþáttinn. Þá ætlaði ég
að bregða mér í krossgátuna,
þar sem ég var búin með upp-
vaskið og krakkaormarnir
loksins komin í ró. En viti
menn, hún var þá þegar full-
ráðin. Maðurinn minn harð-
neitaði að hafa ráðið hana og
ég veit, að hann er saklaus
af því. Búðarstúlkan og engin
önnur hefur gert þetta og mér
finnst þetta satt að segja ekki
hægt. ..
U.
Nei, Þetta er ekki luegt.
Áróður.
------Mikil hörmung var
að sjá allan þennan áróður
fyrir kosningarnar. Það var
ekki nóg með að hann væri
barnalegur, heldur var hann
líka illa úr garði gerður. Einu
sinni var ákveðið, að áróðurs-
spjöld skyldu ekki leyfð um
bæinn, en ég sá ekki betur,
en merkið um styrka stjórn
væri út um allan bæ, í næst-
um því hverri einustu búðar-
holu . . .
I. I.
Það þarf styrka stjórn til
þess að dreifa slíku.
Sólgleraugu.
------Það virðist nú orðin
tízka, að ungar tildursdrósir
og aðrar meyjar setji upp sól-
gleraugu, þá einhver glenna
er í lofti. Sólgleraugu eru
sjálfsagt ágæt til síns brúks,
en heldur vildi ég, að andlitið
sæist, jafnvel þótt bleiklitan
farðan glampi á.
O. O.
Þetta er einhver misskilning-
ur, það er sjaldan sem að glamp-
ar á farða.
Flugvéladynur.
------Ég get bara stundum
ekki sofnað sökum hávaða á
nóttunni. Það eru þessar