Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1962, Qupperneq 10

Fálkinn - 13.06.1962, Qupperneq 10
 Veiztu hvað tuttugu kýr kosta? 120 þúsund krónur. — Hvað reisa margir nýbýli hér að meðaltali? —• Á tuttugu og fimm árum hefur eitt nýbýli verið reist á ári að meðaltali, auk þess hafa margir farið út í garðyrkju. Það eru Gróðurhúsastöðvar á þremur stöðum í hreppnum, Reykholti, Laugar- ási og Syðri-Reykjum. — En þarf mikið fé til búreksturs- ins? — Já, menn eiga að athuga, að bú- skapurinn er sjálfstæður atvinnurekst- ur. Okkur bændurna vantar því alltaf fé í veltuna. Staðreyndin er sú, það gerir ekkert til, þótt ég segi þér það, — við bændurnir fáum ekki nóg fyrir afurðirnar. Þess vegna erum við ekki samkeppnisfærir á almennum vinnu- markaði. Þetta þykir sjálfsagt svart- sýni, þetta er svartsýni. En við erum ekki samkeppnisfærir á almennum vinnumarkaði. — Meðan setið var á Búnaðarþingi í vetur, þá barst okkur bréf. Það var frá Reykvíkingi og sagði hann frá því, að bændur þyrftu að fá miklu hærra verð fyrir mjólkurpott- inn. — Ég ætla ekki að tiltaka verðið, sem hann sagði að væri hæfilegt. Það var mjög hátt. Aðvitað yrðum við ánægðir, þótt við fengjum eitthvað minna en hann tiltók. Veiztu það ekki, að mjólk er hvergi eins ódýr eins og á íslandi? Já, það er talsverður uggur í mönnum út af afkomunni. — Létta vélarnar ekki nokkuð störf- in? — Ég skal bara segja þér, að ef vél- arnar væru ekki, væri landbúnaðurinn í kaldakoli. Það er hart að þurfa að segja það, en þannig er það. Atvinnu- vegurinn er ekki samkeppnisfær. Já, það er pólitík í öllum hlutum. — Fáið þið ekki einhver lán? — Vissulega, en þau eru of lítil. Og vextirnir eru ógurlegir. Ég man það, þegar fyrsta útibú Landsbankans var sett á stofn, þá var sagt að landbún- aðurinn hefði unnið mikinn sigur. Menn sögðu, að nú væri farið að veita út fé í landbúnaðinn í fyrsta sinn. Áður var öllu fé veitt í sjávarútveginn. En eitt athuguðu menn ekki, það voru vextirn- ir. Hvergi í heiminum þolir landbún- áðurinn háa vexti. Þorsteinn bregður sér augnablik fram og ég litast um í vistlegri stof- unni. Út um gluggann má sjá kinda- hóp, ærnar eru nýbúnar að bera. Að- eins er kominn grænn litur á túnið. Nú kemur Þorsteinn aftur inn og við tök- um upp léttara hjal. — Það er aðeins byrjað að grænka túnið. — Já,' aðeins, segir Þorsteinn, — annars er andskoti kalt, kalt og þurrt, náttdöggin frýs. Það vorar dáítið seint. Sonur Þorsteins á Vatnsleysu, Sigurður Þorsteinsson, ásamt eiginkonu sinni, Ólöfu Brynjólfsdóttur. Sigurður hóf búskap að Tícioi 1955, sem er nýbýli frá Vaínsleysu. Ólöf er úr Reykjavík og unir vel hag sínum í sveitinni. Við erum nú að jafna niður sköttunum í hreppnum. — Segðu mér eitt, hvað hefur lengi verið tvíbýli hér? — 160—70 ár. Én nú erum við fimm sem búum á jörðinni. Það er góð sam- vinna á milli okkaar, við vinnum sam- an að skepnuhirðingunni í hlutfalli við eignir hvers og eins. — Hvað var túnið stórt, þegar þú hófst búskap? — Hálfur fimmti hektari. Ég þori að segja, að það hefur tífaldazt. — Þú minntizt áðan á, að jörðin væri góð til beitar. Fylgja henni ein- hver önnur hlunnindi? — Nei, það eru engin önnur hlunn- indi. Að vísu sagði mér gamall maður, er hér var lengi, að hann myndi eftir því að lax hefði gengið í bæjarlækinn. — Hvernig er það leysir hér mikið vatn eða ríkir hér vatnsskortur? — Ég held, að merkingin í nafninu sé eiginlega Vatnsmýri, því vatnsfull mýri er stundum kölluð leysa. Hlíðin hér að ofan hefur sennilega verið skógi vaxin, en hérna fyrir neðan hefur 10 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.