Fálkinn - 13.06.1962, Síða 11
Húsfreyjan að Heiði, Ólöf Brynjólfsdóttir, í eldhúsi sínu, sem gefur ekkert eft-
ir nýtízku eldhúsum í kaupstöðum landsins.
verið flóðkelda, sem síðar hefur orðið
að læk og hefur þá þornað báðum meg-
in við hann.
— Hefur þá aldrei verið hér vatns-
skortur?
— Nei, í 35 ár höfðum við hér vatns-
hrút, sem dældi upp vatninu. En svo
fundum við lind, við vissum reyndar
alltaf um hana, en vorum ekki vissir
um, hvort hún gæfi alltaf nóg vatn, en
svo komumst við að því að svo var og
þá lögðum við vatnsleiðslur heim að
bænum og nýbýlinu Heiði.
— Hvenær byrjaði sonur þinn að
búa á nýbýlinu?
— Það var árið 1955. Ég skal segja
þér, að eina leiðin til þess að reisa ný-
býli er að vinna það upp smátt og
smátt, ef bakhjarl er ekki fyrir hendi,
— ef unga fólkið á ekki foreldra til
þess að styðja að bakinu á þeim. En ef
þú vilt fá að vita eitthvað meira um
nýbýli, þá skaltu spyrja hann Pálma
Einarsson.
— Hvernig væri, að þú kæmir með
niður að nýbýlinu?
-—- Má ekki vera að því, skattarnir,
skattarnir bíða. En þú ættir að líta
heim að Aratungu og sjá hvernig við
Tungumenn búum að menningarmálun-
um. Og ef þú mátt vera að, skoðaðu
þá kirkjuna að Torfastöðum og athug-
aðu, hvernig við byggjum upp gam-
alt. — Gerðu það.
Þorsteinn gekk hröðum skrefum inn
í syðra húsið að Vatnsleysu. Þar sat
skatttanefndin á fundi.
Bezt að vera sjálfs sín herra.
Árlega byggja menn hús. Tíðum er
fárast yfir því hve mikið fé það kostar
að reisa sér þak yfir höfuðið. En samt
er húsbyggingum haldið áfram þangað
til hver eyrir er uppurinn. Fólk, sem
er að reisa sér þak yfir höfuðið vinnur
frá morgni til kvölds, tekur á sig alls
konar aukavinnu til þess að komast
undir þetta langþráða eigin þak. Stjórn-
málaflokkar lofa öllu fögru fyrir kosn-
ingar og segja, að ef þeirra flokkur
kemst að, muni öllum auðnast að eign-
ast þak yfir höfuðið. Sumir láta ginn-
ast og kjósa þann flokkinn, sem því
lofar fyrir kosningar, en venjulega fer
það svo að allt fellur í sama farið og
áður. Það verður jafn erfitt að reisa
sér þak yfir höfuðið fyrir og eftir kosn-
ingar.
Hvert sem menn líta, alls staðar má
sjá menn vera að byggja hús, í borgum,
í bæjum og þorpum og í sveitum. Marg-
ar byggingarnar eru ekkert sérlega
glæsilegar, öllu er tjaldað: Kassafjöl-
um, bárujárni, hraunsteinum. Stundum
er þessu öllu hrófað upp saman, svo að
ein ófreskja verður úr.
En víða má sjá reisulegar nýbygg-
ingar, hús, sem ekki hafa verið reist
af vanefnum. Glæsileg hús, sem eru
eigendum sínum til sóma. Sé ekið um
ný hverfi í Reykjavík má víða sjá slík
hús, en fæstir borgarbúar hafa tæki-
færi til þess að athuga, hvernig byggt
er í sveitum.
í allmörg ár gat að iíta, ef ekið var
um sveitir landsins, lágkúrulegar bygg-
ingar, torfkofa og timburhreysi, sem
áttu að heita mannabústaðir. Oftast
nær voru gripahúsin ekkert betri út-
litis. Fjósið var ef til vill rétt hjá sjálfu
íbúðarhúsinu, og úr fjóshaugnum lak
hland og annar óþverri niður hlaðið
og kúamykjan var alls staðar í kring.
Ef nokkrar vélar voru til á þessum ó-
þrifalegu bæjum, voru þær látnar
standa úti og ryðga niður.
En á síðasta áratug hefur snyrti-
mennska í sveitum stórum aukizt. Víða
getur að líta hvítkölkuð, glæsileg hús,
bæði gripahús og íbúðarhús. Og ekki
er hægt að segja annað en reynt sé
að hafa sem allra snyrtilegast í kring-
um þau.
Garðar í kringum íbúðarhús eru
augnayndi, séu þeir fallegir. í höfuð-
borginni er mörgum kappsmál að eiga
fallegri garð en nábúinn og margur
maðurinn eyðir öllum sínum tómstund-
um á sumrin í garðrækt. í sveitinni
hefur ekki síður verið lögð mikil áherzla
Húsið hér á myndinni gæti hæglega verið smáíbúðarhús í
Reykjavík, en þetta er íbúðarhúsið að Heiði. Það er 110 ferm.
Húsið er mjög snyrtilegt jafnt að utan sem innan.
Fjósið og hlaðan að nýbýli Sigurðar Þorsteinssonar, Heiði.
Hann hefur tólf mjólkandi kýr í fjósi. Auk þess er Sigurður
að koma sér upp hænsnabúi í einum hluta hlöðunnar.
FÁLKINN 11