Fálkinn - 13.06.1962, Síða 14
SÉRKENNILEG SMÁSAGA EFTIR CONRAD FROST
wmgggm M
„Svo var það líka Davíð Arrett,“
mælti James Felnick hálslæknir, og
barði öskuna úr pípu sinni. „Hvað varð
eiginlega af honum?“
Við vorum átta, sem höfðum verið
saman við nám í háskólanum, og einn
dag á ári hverju komum við saman á
kaffihús okkar. Við höfðum allir náð
virðulegum stöðum í þjóðfélaginu, en
þetta eina kvöld á ári vorum við ungir
og fjörugir á ný, minntumst félaga sem
ekki höfðu elst eins og við, því minn-
ingarnar megna ekki að bæta gráum
hárum og ellirúnum á gamalkunn
andlit.
,,Já, hvað varð annars af Davíð?“
endurtók Fenvick forvitnislega.
Ég var sá eini, sem vissi það, en ég
sagði ekkert. Því það er rangt, að tala
illa um þá sem dauðir eru, en þó get-
ur stundum verið enn lakara að nefna
þá yfirleitt á nafn, sem eru lifandi
dauðir. Og Davíð er einn af þeim. Að
minnsta kosti óska ég þess af alhug, að
honum takist að sleppa úr hópi þeirra!
Það er sínu betra, að minnast Davíðs
sem ungs glæsimennis, er brann af á-
huga og lífsgleði. Ungmennis, er skar-
aði svo langt fram úr öðrum, að þeir
algengu hlutir sem hann átti sameigin-
lega með okkur hinum, urðu nær óeðli-
legir í fari hans. Það mátti heita stór-
fenglegt, að sjá hann ofurlítið kenndan
eða renna hýru auga til stúlku.
Davíð var furðulegur maður. Hann
var stór og sterklegur, fríður í andliti
með djúp og dökkblá augu, mikið og
ljóst hár. Eigi að síður fór því fjarri,
að kvenfólk laðaðist að honum. Það
var bersýnilega eitthvað í fari Davíðs,
sem stúlkur voru smeykar við, þótt
mér skildist það ekki fyrr en seinna,
að ástæðan var sú, að hann þekkti þær
of vel og að það vissu þær.
A þeim árum botnaði enginn í hinum
óviðjafnanlegu gáfum Davíðs. Heili
hans var þannig gerður, að hann
mundi bókstaflega allt. Það barst oft í
tal við hann. Eitt af því fyrsta, sem
hann mundi til var, að hann hafði
snemma verið talinn „mjög efnilegur“.
Það hafði aldrei borið við, að hann
gerði sömu villuna oftar en einu sinni.
Hann sagði mér líka frá einu ein-
kennilegu atviki, sem gerðist þegar
hann gekk í miðskóla. Sögukennarinn
var að þylja upp nöfnin á saxneskum
kóngum. Þá kom fiðrildi fljúgandi inn
í kennslustofuna. Drengirnir höfðu
langtum meiri áhuga fyrir fiðrildinu
en hinum saxnesku konungsættum, og
kennarinn hefndi sín með því, að skipa
Davíð að hafa yfir nöfnin á þeim löngu
sáluðu þjóðhöfðingjum. Þetta var alls-
endis ósanngjörn krafa, en eigi að síð-
ur tókst honum að nefna hvern einasta
þeirra, með vélrænni nákvæmni.
Hann var átta ára þegar þetta gerð-
ist, og hann hafði verið með hugann
við fiðrildið. „Þetta var í fyrsta skipti,
sem ég tók eftir því, að heili minn gat
tekið á móti námsefni, þótt hugurinn
væri við eitthvað annað,“ sagði hann.
„Finnst þér það ekki furðulegt?“
Jú, það var furðulegt! Heilinn var
næmur eins og Ijósmyndafilma og
greindi nóg til að innbyrða alla hans
hyldjúpu vizku. Þegar ég kynntist
honum, var hann einna líkastur alfræði-
orðabók, með hugsandi mannsheila.
Við féllum allir í stafi, þegar hann
kvæntist stúlku, sem hann hafði kynnst
í leyfisferð, og við vorum ekki einu
sinni farnir að sjá. Mikið brutum við
heilann um, hvernig þessi kvenmaður
liti út, sem dirfðist að elska mann með
svo óskaplegu gáfnafari. Annað hvort
hlaut þetta að vera ,,hálærð“ eða
,,hættuleg“ manneskja. Það hugðum
við að minnsta kosti, sem enn vorum
unglingar og tókum fagra og fávísa
fram yfir lærða og lesna.
En þegar til kom, var Enid Arrett
síður en svo þokkalaus lærdómsbók.
Hún var yndisleg stúlka, með langa og
granna fótleggi og unglingslegan vöxt,
er eigi að síður gaf þó fögur fyrirheit
um kvenlegan unað og yndisþokka. Ég
man hve hrifinn ég varð af hnakkasvip
hennar og eyrum, sem voru svo smá
og fíngerð, að manni fannst sem elsk-
hugi myndi kyssa þau fyrst af öllu, og
áður en varir hennar.
Þetta er samt ófullkomin mynd af
Enid. Yndisleg var hún, en algjörlega
gáfnasnauð.
Eftir fimm mínútna samræður, vissi
maður allt um hana, sem var einhvers
virði. Ógerningur hlaut það að vera
fyrir þau Enid og Davíð, að eyða tím-
anum við alvarlegar bollaleggingar.
14 FÁLKINN