Fálkinn - 13.06.1962, Qupperneq 38
Það trúði J>eim eiiginn
Frh. af bls. 36.
austan voru þeir bræður sæmdir alls
konar heiðursmerkjum, gullorðum og
haldnar voru um þá lofræður. Meðal
annarra, sem þeir sýndu flug, var for-
seti Bandaríkjanna, Játvarður Eng-
landskonungur, Vilhjálmur Þýzkalands-
keisari svo og Ítalíu- og Spánarkonung-
ar. Þið, sem munið þessa tíma, munið
áreiðanlega minnast þess, að tilveru
flugvélarinnar var ekki fyllilega trúað
fyrr en á var tekið.
En nú skulum við snúa okkur að öðru
umræðuefni, listinni.
E1 Greco, einn hinna miklu meistara,
sagði þetta um meistarann, sem talinn
var honum fremri: „Michaelangelo er
ágætismaður, en hann getur alls ekki
málað.“
Nútíminn. Einhver ágætur danskur
listdómari sagði, er Puvis de Chavan-
nes dó 1898, að þar með væri frönsk
málaralist búin að ná hátindinum.
Þetta hljómar dálítið undarlega í dag.
því að frönsk málaralist blómstraði
einmitt á þessum tíma, er impessjón-
istarnir Degas, Renoir og Monet voru
enn þá starfandi, ennfremur Césanne,
nokkur af beztu verkum Gauguin og
og Toulouse-Lautre sáu dagsins ljós.
Matisse var þá byrjaður að sýna -—-
og svona má lengi telja.
Listdómarar hafa gert sig seka um
margar skyssur og sömu söguna má
segja um tónlist, byggingalist og ýmis-
legt annað.
Við skulum ætla að öðru máli væri að
gegna um vísindin. Á þessu sviði hefur
einnig reynzt erfitt að fá nýjar hug-
myndir viðurkenndar, gömlu sérfræð-
ingarnir voru þéttir fyrir, — annað
hvort tóku þeir bara ekki eftir því sem
fram kom, eða þeir börðust gegn því
með kjafti og klóm.
Austurríski munkurinn Mendel lagði
grundvöllinn að nútíma erfðafræði, er
hann birti rannsóknir sínar um „jurta-
afbrigði" árið 1866. Enginn tók eftir
því. Það var heilum mannsaldri síðar
og 16 árum eftir að hann dó, að ungir
vísindamenn komust að sömu niður-
stöðu. Saga vísindanna mun ætíð
geyma nafn hans.
Pasteur, sem einna hæst ber í sögu
efnafræðinnar og gerlafræðinnar, fékk
þá einkunn, er hann útskrifaðist, að
hann væri ,,í meðallagi hæfur sem efna-
fræðingur“. Er hann hóf hinar ná-
kvæmu og umfangsmiklu tilraunir sín-
ar var honum vorkennt af starfsbræðr-
um hans. Jafnvel Biot, hinn stórgáfaði
vísindamaður, sem þótti mjög vænt um
Pasteur, kallaði rannsóknir hans
„heimskulegar“ og vandamál þau, sem
Pasteur var að fást við, „óleysanleg“.
Án tillits til þessa, hélt Pasteur rann-
sóknum sínum áfram, og sá árangur,
sem hann náði, hafði slíka óhemju þýð-
ingu fýrir vínræktendur, bruggara og
bændur Frakklands, að reiknað hefur
38 FÁLKINN
verið, að landið hafi þar með grætt aft-
ur fé það, er greitt var Þjóðverjum í
skaðabætur eftir styrjöldina 1871, en
upphæðin nam 5.000 milljónum franka,
sem þá var engin smáræðis fúlga. Enn
þá mikilvægara er þó, að starf Pasteurs
leiddi til stórbætts heilsufars og nú voru
sjúkdómar sem hundaæði og miltis-
brandir úr sögunni, gerilsneyðing mjólk-
ur var hafin og rannsóknir Pasteurs
urðu brezka lækninum Lister hvatning
til rannsókna á sótthreinsun, sem gert
hefur uppskurði eins og við þekkjum í
dag, mögulega. Nú lítum við á það sem
sjálfsagðan hlut, að sjúklingar lifi eft-
ir uppskurði en deyi ekki sökum graft-
arsára af völdum sýkla, — Þess vegna
gleymist oft að þakka Pasteur hans ó-
metanlegu og „heimskulegu“ tilraunir
með „óleysanleg“ vandamál.
Þrátt fyrir harða mótspyrnu gengu
þeir Pasteur og Lister með sigur af
hólmi. Örlög ungverska læknisins dr.
Semmelweis urðu ömurleg, en hann
fann orsökina til þess að fjöldi kvenna
dó úr barnsfararsótt.
Að meðaltali dóu 14 af 100 konum,
en á sumum sjúkrahúsum var dánartal-
an þó miklu hærri. Síðan eru liðin eitt
hundrað ár. Læknarnir höfðu fundið
ýmsar merkilegar skýringar á þessu
fyrirbæri, t. d. hræðslu, sært stolt,
loftslagsbreytingu, slæma loftræstingu
o. fl. Dr. Semmelweis uppgötvaði, að
orsökin væri einfaldlega skortur á hrein-
læti. Læknarnir og stúdentarnir á
sjúkrahúsunum gengu á milli líkskurð-
arstofanna og hinna fæðandi kvenna
án þess að þvo sér um hendur og þannig
báru þeir smit á milli.
Dr. Semmelweis leið miklar þjáning-
ar við að heyra ungu konurnar æpandi
og grátandi af kvölum og smám saman
dró /af þeim og alltaf endaði sagan á
sama hátt, — þær dóu. „Þvoið ykkur um
hendurnar,“ var setning, sem hann
stöðugt hamraði á, en enginn hlustaði
á hann. Er hann var prófessor í fæð-
ingarhjálp í Budapest heppnaðist hon-
um að útrýma þessum sjúkdómi á
sjúkrahúsi sínu, en hann var á verði
dag og nótt og gætti þess að undirmenn
hans hlýddu fyrirskipunum hans um
hreinlæti, — allir sem komu nálægt
fæðandi konum urðu að þvo sér með
sápu og klórkalki.
Árangurinn varð sá, að starfsbræður
hans gerðu grín að honum og yfirmenn
hans neituðu honum um viðurkenningu
á málstað hans. Að lokum lét hann bug-
ast. Á læknafundi brast hann í grát,
hann fór að tala við sjálfan sig á götum
úti og eiginkona hans gerði ráðstafanir
til þess að koma honum á sjúkrahús
fyrir taugaveiklaða. Hann framdi sjálfs-
morð árið 1865, en þá var hann nýbú-
inn að gefa út bók um rannsóknir sínar
um barnsfarasótt og ráð gegn henni.
Örlög dr. Semmelweis eru ein af
sorgarsögum vísindanna. Það er hægt
að ímynda sér hvernig andstæðingum
hans hefur liðið, er viðurkennt var, að
krafa þessa ofsótta manns um hreinlæti
var hárrétt.
Öllum getur skjátlast, ekki síður hin-
um færustu vísindamönnum en öðrum.
Prófessor Worchow, einn brautryðjanda
frumufræðinnar, barðist ofsalega gegn
starfsbróður sínum Robert Koch, sem
uppgötvaði berklasýkilinn. Worchow
trúði ekki á þessa uppgötvun.
Sjálfur Thomas Alva Edison, en hon-
um eigum við m. a. ljósaperuna, glym-
skrattann og kvikmyndirnar að þakka,
gat ekki ímyndað sér að hægt yrði að
beizla kjarnorkuna. Fyrir nokkrum ár-
um var selt á uppboði eftir hann
minnisblað, þar sem hann hafði skrifað:
„Ég hef ekki trú á, að atómið eigi sér
neina framtíð sem orkugjafi, eins og
ýmsir hafa viljað halda fram.“ Þó hafði
Edison sjálfur lifað þá tíma, er menn
gerðu mikið grín að áætlunum hans
varðandi almenna notkun rafmagns til
heimilisþarfa.
Svona mætti lengi telja, en þó ber
einnig að geta þess, að ýmsir blaða- og
vísindamenn hafa reynzt framsýnir og
bjartsýnir. Franski efnafræðingurinn
Mathignon gat ekki ímyndað sér að
mögulegt yrði að sprengja atómsprengj-
ur, en þó sagði hann, að hann og starfs-
bræður hans fylgdust með framþróun
þessara mála með mikilli athygli og
ef heppnast myndi að beizla atómork-
una yrði það ti lmikillar blessunar fyrir
mannkynið, — styrjaldir yrðu óhugs-
anlegar og þar með færi heimur batn-
andi og mannkýnið mundi hefja nýtt líf.
Nú er löngu búið að leysa kjarnork-
una úr læðingi, og nú bíðum við þess
að mannkynið hefji nýtt líf.
• • S 'ft R R R ■ • 5 'O / R ■ • • • 17 .Þ
• SKRfíUTBúR - L fí K ■ ■ /A £
■ V O T U R ■ Æ L U R ■ 5 L E U Ú
m fíT fí V/ R ■ PRfíKKRR/S m
■ R fí L L ■ 'fí ri fl U V U Ct u R ■ / E
• T R ■ £7 • AUCtRR-FORK R
fí U ■ S / L L U ■ fí ■ R'O / L O fí F
■ R'O ■ T UT T fí ■ 5 v■ F fí ■ L L fí
■ • F'fl ■ R 'O / ■ S M'A U ■ Þ y S L
■ R fl 5 S ■ ■ Ð ■ L 'fí -r /V fí / /y K L
F fl R 'O fl /V fl ■ H 'fl R • V u L V U 5
■ W fl R R'fl ÐU R ■ F L / V R U R l/
m m H N cr • F L fl G 0 / fi u ■ R ■ 0
■ / D ■ fí L / F U (f L / /ý /v' R H N
■ ■ / ■ J fl /y U 6 ■ V L ■ N ■ £U E
fl U •BOT//RT8ALfí ■ L / rv R
■ T fí U /V U 5 ■ fíLLfí/VFfíZ>D F\
R fl 5 T fl í? L / ■ fí L fl fí fl ■ Z> U L
■ H / T 5 ■ flflflLL ■ fl /Y • R fl
L U fí £ ■ K • fl £> £ ■ E ■ DÝ p ■ k
'fí m ■ R E-y ’O ■ CT / u H fí ■ R 'O T fl
■ • /c R 0 S 5 Ct 'fl r U D U Ct /d fll'/ fí
■ SUKKSflMT- D U (t fl R ■ N *
• 'fí'fí '! fí fl F F / ■ D R fl 5 L / fl •
Alltaf fjölgar krossgátulausnunum
með hverju nýju blaði. Verðlaunin
fyrir 9. verðlaunagátuna hlýtur Sverrir
Pálmason Vesturgötu 129, Akranesi.
Rétt ráðning birtist hér að ofan.