Fálkinn - 20.06.1962, Blaðsíða 9
lÍIÍlllli
II: l :: I
<ii-';i
stríði og friði, undir oki nazismans og í
glampa kastljósa. Jafnvel í miðri styrj-
öldinni, þegar sprengjuflugvélar
komu í stað skýja, og allt var í kaldakoli
var öisveinninn nærri með krúsir á
bakka. Þá kom ölið frá IG — Farben-
industrie. Þá var það gerviöl — og þó.
Inn á milli bakkanna voru krúsir með
ósviknu öli. Hvaðan þær komu, það
veit guð einn. Og við vertshúsið stóð
ef til vill svartamarkaðssali og seldi
kópsíld, —• þér vitið hvað það er, lítil
reykt síld í pappaöskjum, mjög feit.
Og viðskiptavinirnir sátu við borðin í
veitingahúsinu, drukku öl og átu síld,
meðan konunglegi brezki flugflotinn
flaug yfir.
Sprengjurnar féllu ótt og títt á Köln
um þær mundir. í örvæntingu létu
framleiðendur Kölnarvatnsins upp-
skriftina af hendi. Við ætlum hér að
svipta af uppskriftinni dularhjúpnum,
sem lengi sveipaði alla framleiðslu
Kölnarvatnsins: 30 lítrar alkóhól, 70
grömm beramotolía, 170 grömm nerolí-
petaleolía, 35 grömm neroli-bigarade-
olía, 70 grömm rosmarinolía.
Úr þessum efnum á að vera unnt að
framleiða heimsins bezta Kölnarvatn.
Og' þessi uppskrift hefur vandlega verið
geymd undir lás og slá allt frá þeim
degi árið 1709, þegar Jean Maria Far-
ina settist að í Köln og tók að framleiða
Kölnarvatn. Síðan hefur oft verið
svindlað með þetta nafn á Kölnarvatni.
Og nú framleiða tugir verksmiðja Köln-
Á bökkum Rínar í Koblenz. íslendingar
í hópferð, sem farin var á vegum Ut-
sýnar.
arvatn af mismunandi tegundum. Það
er líka eins og borgin í dag ilmi stund-
um af Kölnarvatni.
Það er eðlilegast að hefja ferðina um
Rínarlönd frá Köln með einu af hinum
hvítu skipum, sem sigla um fljótið. Um
borð í þeim er hægt að fá hina beztu
leiðsögn. Þar eru Rínarvínin framreidd
í brúnum flöskum og Moselvinin í
grænum og á flöskumiðunum er oft
og tíðum heil saga: Hvaðan vínið er,
hver framleiddi það og svo auðvitað
hve gamalt það er.
Frh. á bls. 38
Lystisnekkjan Evrópa á siglingu mn Rín.
Katz kastali,1 í baksýn er Lorelei kletturinn.