Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1962, Blaðsíða 12

Fálkinn - 20.06.1962, Blaðsíða 12
Auðvitað verður sólskin í sumarleyfinu, en ef svo skyldi fara, að nokkrir rigningardropar kæmu, getið þér stytt yður stundir við þá skemmtilegu leiki, sem sagt er frá í þessari grein. Það verður enginn svikinn af að læra þá ♦ riguing i sumarlc Það rigndi eins og hellt væri úr fötu, regnið buldi á þakinu á sumarbústaðn- um. Úti í garðholunni hengu baðfötin á snúrunni og það lak úr þeim. Þau höfðu hangið þarna í þrjá daga. Fjöl- skyldan var í sumarleyfi og ástandið var þannig, að allir höfðu lesið hinar þrjár bækur, sem í sumarbústaðnum var að finna, og blöðin höfðu menn les- ið upp til agna, aldrei þessu vant. í stuttu máli var fólkinu farið að leið- ast. En til allrar hamingju hafði Andrés frændi komið með í bústaðinn. Þegar hann hafði geispað þrisvar sinnum, vel og lengi, rauk hann upp úr hæginda- stólnum. — Nú er nóg komið, sagði hann, — það þýðir ekki að sitja hér og telja á sér fingurna. Ég veit um óskap- lega skemmtilegan leik. Hver vill koma í hann? Krakkarnir urðu strax óð og uppvæg og ekki liðu nema nokkrar mínútur fyrr en þeir fullorðnu tóku þátt í leiknum af lífi og sál. „Eyru, nef og hné.“ Auðvitað vonum við að sumarleyfi yðar verði eintómir sólskinsdagar, en veðurguðirnir eru duttlungafullir og þess vegna ætlum við að kenna yður leikinn, sem Andrés frændi og hitt fólk- ið lék til þess að stytta sér stundir. Og því byrjum við með „Eyra, nef og hné“ leikinn. — Styðjið öll á sama stað, skipaði Andrés frændi, — og hlustið vel á það, sem ég segi og gerið það, ef þið getið: Haldið um nefið með vinstri hendi, og haldið hægri hendi á vinstra eyra, slepp- ið og sláið höndunum á hnén. Takið síðan um nefið með hægri hendi og snú- ið upp á hægra eyra með vinstri hendi, sleppið og sláið höndunum á hnén, 12 FÁLKINN reynið síðan hvort þið getið gert þetta fimm sinnum í röð — fljótt, og án þess að hreyfa hægra eyra með hægri hönd, eða vinstri nef, jæja þið sjáið nú sjálf hversu erfitt það er. Og erfiður var þessi leikur en skemmtilegur. „Að fara yfir ána.“ Á eftir eyrna- og nefleiknum léku þau leikinn „Að fara yfir ána.“ Þessi leikur er eins konar veðhlaup milli tveggja para. Hvert par skal hafa í höndum tvo pappírssnepla 15X20 cm. Þeir eiga að tákna steinana í ánni. Áin sjálf er frá einum vegg herbergisins yfir til hins á móti. 3 metrar eru hæfi- leg fjarlægð. Þeir tveir, sem eiga að fara í kapp yfir ána, stilla sér upp við annan vegginn, svolítinn spöl hvor frá öðrum, en félagar þeirra leggja stein- ana við tærnar á þeim. Þegar sagt er: ,,Nú,“ setja þeir fijótt annan fótinn á pappírssnepilinn og félagi þeirra leggur eins fljótt og hann getur annan stein fyrir framan þann fyrsta og síðan koll af kolli. Þannig heldur leikurinn áfram, og leikendur mega ekki stíga í ,,vatnið“, þeir mega ekki snerta „vatnsflötinn". Ef það gerist, — það gerist örugglega, verður að hefja leikinn að nýju. Auð- vitað ákveður félaginn, hve langt er milli steinanna. En mikillar varúðar er þörf. Þeir kloflöngu græða ekki alltaf. — Nei, nú verðum við að fara í leik, sem hægt er að sitja við, stundi hús- freyjan,þegar hún komst loksins þurr- um fótum að bakkanum hinum megin, eftir margar árangurslausar tilraunir. Tvöföldunarleikur. — Þekkið þið leik, sem kallaður er tvöföldunarleikur? Þ'að er amerískur sjónvarpsleikur, sem varð landplága vestan hafs á sínum tíma. í tvöföldunar- leiknum eru þátttakendur tveir og tveir saman eða svo. Gestgjafinn eða einhver annar er skipaður prófessor. Prófessorinn byrjar leikinn með því að spyrja fyrstu tvo mjög auðveldrar spurningar. Hér er ein til dæmis: — Nefnið eins marga ávexti og þið getið. Þeir, sem spurðir eru skulu síðan skiptast á um að svara og á hálf mínúta að nægja til þess. Eitt stig er gefið fyrir hvert rétt svar. Ef nefndir eru 25 ávext- ir, fá þeir 25 stig. Þá kemur önnur spurningin. Hún verður að vera erfiðari, því í þessari um- ferð fær maður 50 stig fyrir hvert rétt atriði (eða tvöfalt meira en maður fékk fyrir alla fyrstu spurninguna). Önnur

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.