Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1962, Blaðsíða 21

Fálkinn - 20.06.1962, Blaðsíða 21
Það var að sjálfsögðu ekki hættu- laust fyrir ungar stúlkur að vera í ástandinu. Þær áttu í stöðugu stríði og laumuspili gagnvart foreldrum sínum. Ef til vill gerði spenningurinn og á- hættan ástandið ennþá eftirsóknarverð- ara. Hér á eftir fer lítil saga um stúlku, sem bjargaði sér snilldarlega á hættunn- ar stund: „Hjón nokkur í Reykjavík áttu tvær dætur barna, en báðar voru gjaf- vaxta árið 1940. Sú eldri hét Anna, en hin ygri Vilborg, venjulega kölluð Villa. Þegar brezki herinn kom hingað, tók mjög að bera á því að Villa sækti eftir kunningsskap við dátana, en fór þó sem leynilegast með fyrir foreldrum sínum og eldri systur. Fór svo fram um hríð, að ekki urðu neinar misfellur út af framferði Villu. Þá var það einhverju sinni, að Villa var ekki komin heim um miðnættið. Systir hennar var vakandi og ætlaði að taka á móti henni, þegar hún kæmi til húsa. Loks sér Anna út um glugga sinn, að Villa kemur heim að húsinu og er í fylgd með hermanni. Þau standa nokkra stund utan dyra, kveðjast síðan í skyndi og kemur Villa til herbergis þeirra systra. Anna hugðist nú gefa systur sinni ráðningu og sagði með nokkru þjósti, þegar Villa var komin inn úr dyrunum: — Þú skammast þín ekki fyrir svona blygðunarlausa framkomu? Kemur heim að húsinu með einhvern dátaræfil og þrætir svo fyrir upp í opið geðið á pabba og mömmu, að þú sért komin í ástandið. — Ég var ekki með neinum ræfli. Ég skammast mín ekkert fyrir hann. Hann er háttsettur maður, svaraði Villa full- um hálsi. — Það þarf ekki að segja mér að þetta hafi verið háttsettur maður, hvorki í hernum né annars staðar. Ég sá hann Frh. á bls. 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.