Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1962, Blaðsíða 19

Fálkinn - 20.06.1962, Blaðsíða 19
 Wgm um ástandið. Eru sögurnar teknar úr „Virkið í norðri“ eftir Gunnar M. Magn- úss, en kvæðin flest eru úr Speglinum, en ástandið varð að sjálfsögðu heldur betur vatn á myllu þess ágæta blaðs. Eftirfarandi Reykjavíkurbragur birt- ist í Speglinum í september 1940 undir stöfunum ,,St.“ „Þetta er örlítill óður um ástir og kvennafar, — eins og ég held að það hagi sér hérumbil alls staðar. Reykjavík er nú burðug borg, með breiðar götur og stræti, — stórhýsi, fögur tún og torg, töluverð ærsl og læti. Hermannafjöld sér haslar völl. -— Hópur af gildum köppum. — Gyllt er borgin og glitrar öll af glóandi fínum hnöppum. Kvenfólkið sumt er kátt og feitt, — kengfult af „vitamínum11. Þráir og vonar; einkum eitt óskar í huga sínum. Að giftast og hreppa góðan mann, sem gaman er með að búa. í leynum þó spyrja: Hvar er hann, sem hægt er að elska og trúa? Vilja þær flestar verða ,,frú“ víst ber það hreint að játa. — Auðvelt ku vera að eignast nú officera eða dáta. En landinn er einatt svifaseinn sagður til ástaverka. — Sofandi happið hlaut ei neinn, þó hefði löngun sterka. Sögð er þó ekki sagan enn, svona í fáum orðum. Því hjartagóð víf og heitir menn hæglega ganga úr skorðum. Þó siðgæði fólksins sálarkvörn sýti með geði þungu, er fram líða stundir fara börn að fæðast með enska tungu.“ FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.