Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1962, Blaðsíða 6

Fálkinn - 20.06.1962, Blaðsíða 6
PANDA DG LANDKDNNUÐLJRINN MIKLI „Voldugi vatnanykur“, voluðu hinir innfæddu. „Borðaðu okkur ekki, við erum heiðarlegir fiskimenn“. Panda sem var utan við sig af því, sem við hafði borið, starði undrandi á landkönnuðinn, þegar hann klifr- aði upp á bakkann. Gríman var þakin vatnagróðri og landkönnuðurinn leit furðulega út þannig ásýndum. „Blabb, blabb“, sagði landkönnuðurinn með munn- inn fullan af vatni. „Þið skuluð byggja burðarstól, annars hneppi ég ykkur alla í álög.“ Hinir innfæddu hlýddu tafarlaust og þegar Panda og landkönnuðui'- inn sátu í þægilegum burðarstól, sagði landkönnuður- inn: „Minntu mig á það, Panda, að halda fyrirlestur um gagnsemi grímu á ferðalögum, næst þegar fund- ur verður haldinn í landkönnuðafélaginu“. A meðan þeir félagar voru á þessu ferðalagi, stóðu þeir Aloysius frændi og lögmaðurinn á hæð einni í Bongolandi. Lögmaðurinn hafði farið í langt ferðalag til að athuga hvort landkönnuðurinn gerði skyldu sína. En í staðinn fyrir merkjaflaggið fann hann Aloysius frænda. „Þér skuluð ekki bíða lengur", sagði Aloysius frændi. „Frændi minn hefur verið et- inn af mannætum og arfurinn er þess vegna mín eign.“ Það greip kunnugleg rödd fram í fyrir honum: „Gott kvöld, herra lögmaður. Ég vona, að ég hafi ekki látið yður bíða of lengi“. Lögmaðurinn horfði efins á furðu- mynd þá, sem nálgaðist í burðarstólnum. „Afsakið“, sagði hann. „Ég minnist ekki hafa séð yður áður.“ Lögmaðurinn horfði skelfdur á veruna. En landkönn- uðurinn reyndi með aðstoð Panda að ná grímunni af. Loks flaug hún af, og bar Panda með sér. ,,Þá erum við komnir", sagði landkönnuðurinn“. Lögmaðurinn þekkti nú aftur landkönnuðinn, en Aloysius var hams- laus af bræði. Hann stappaði niður fótunum, en þeg'ar hann sá, að það var tilgangslaust, læddist hann skömmustulegur burtu. 8 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.