Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1962, Blaðsíða 22

Fálkinn - 20.06.1962, Blaðsíða 22
NÝIR LESENDUR GETA BYRJAÐ HÉR: Katrín Williams er alin upp á barnaheimili í fátækrahverfi. Lieven greifynja, sem kemur í heimsókn á heimiliS, býður henni vinnu á saumastofu sinni. Katrin fær einnig að taka með sér beztu vinkonu sína, Nellie. Þær vinna báðar á saumastofunni í fjögur ár, unz Katrín verður að fara til þess að sinna sjúkri móður sinni. Nellie fær stöðu hjá góðu fyrirtæki. Hún verður ástfangin af syni forstjórans og vonar að hann muni kvænast henni. Móðir Katrínar deyr og Katrín ætlar að heimsækja Nellie og biðja hana að útvega sér atvinnu. En Nellie hefur verið fleygt á dyr og Katrín fær sér vinnu sem afgreiðslustúlka á krá til þess að framfleyta sér. Einn af gestum krárinnar er hinn ríki sir Rich- ard. Sunnudag nokkurn er Katrín að skemmta sér með fra, en flýr frá hon- um, þegar hún kemst að raun um, hvað hann hefur í hyggju. Nokkru seinna hittir írinn hana aftur og ræðst á hana úti á götu. Katrínu er bjargað af sir Richard, sem af tilviljun ekur framhjá í vagni. Sir Richard ekur Katrínu heim á hið ríkmannlega heimili hans og Katrín veltir fyrir sér, hvað hann ætl- ist fyrir. HÚN VAR AÐ ÞVÍ komin að hrópa af skelfingu, en smátt og smátt fjarlægðist fótatak hans aftur og allt varð hljótt. Enn þorði hún samt ekki að kveikja ljós, heldur þreifaði hún sig áfram í myrkrinu, unz hún fann herbergi sitt. Þegar hún var loks komin inn og hafði læst dyrunum kyrfilega á eftir sér, þorði hún fyrst að kveikja ljós. Andlitið sem mætti henni í speglinum var ná- fölt og augun stór og galopin og næst- um svört. Hún leit með viðbjóði á frá- hneppta blússuna. Hún var dauðþreytt, skreið upp í rúmið og sofnaði eins og steinn.. Fyrstu dagana eftir þetta ævintýri óttaðist Katrín, að Sean mundi allt í einu skjóta upp kollinum. Að hugsa sér ef hann kæmi nú allt í einu drukk- inn inn á krána! Katrínu varð hvert við í hvert skipti sem nýr gestur kom. En smátt og smátt róaðist hún og það leið ekki á löngu þar til hún var búin að steingleyma öllu saman. Orsökin var ef til vill ekki sízt sú, að nýr gestur var farinn að venja komur sínar á krána. Öðru hverju var hann titlaður „sir Richard“ og Perkins hélt því fram, að hann væri sterkríkur og ætti stórt hús á Myfair. Hann kom oft í fylgd með vinum sínum og Katrín komst ekki hjá því að taka eftir, að hann veitti henni stöðugt vaxandi athygli. Hún lagði sig alla fram um að vera virðu- leg í fasi, þegar hún afgreiddi hann, brosti blítt, en einnig ofurlítið kankvís- lega, eins og hún hafði séð hefðarfrúrn- ar gera á skrautvögnunum í Rotten Row. Þegar hann yrti á hana, svaraði hún honum ævinlega með blíðri og við mótsþýðri rödd. Hún tók strax eftir því, að sir Rich- ard virti hana fyrir sér á annan hátt en hinir gestirnir. Hann glettist aldrei við hana og gerði enga tilraun til að daðra við hana. Hann skoðaði hana að- eins frá toppi til táar. Hann er áreiðanlega kominn fast að fertugu, hugsaði hún. Það er hár aldur, fannst henni, en hún setti það ekki fyr- ir sig. Það var svo ótalmargt sem hann hafði framyfir aðra karlmenn, sem hún hafði kynnzt. Og hann var glæsilegur ásýndum, með dökkt hár, ofurlítið grátt í vöngum, og skörp, gáfuleg augu. Laugardagskvöld eitt, þegar kránni hafði verið lokað, langaði Katrínu að fá sér ferskt loft í lungun, áður en hún færi að sofa. Hún hafði gengið nokkurn spöl niður eftir götunni, þegar maður vatt sér allt í einu út úr húsa- sundi. Katrín rak upp óp og þekkti samstundis aftur Sean O. Hara. — Skjátan þín, hreytti hann út úr sér og tók fast um úlnlið hennar. — Þú gabbaðir mig síðast, en þér skal ekki takast það aftur. Þrjú kvöld í röð hef ég verið á vappi í þessu hverfi til þess að reyna að hafa upp á þér. Þú skalt ekki láta þig dreyma um, að þú getir leikið svona á íra. Nú skulum við tvö tala ofurlítið saman ... Hún hljóðaði og brauzt um, en veitti því ekki eftirtekt að vagn stanzaði rétt hjá þeim. — Slepptu mér! Ég hef ekki gert þér neitt. Slepptu mér, hrópaði hún. Allt í einu heyrði hún rödd og hélt, að sig væri að dreyma. — Viljið þér gjöra svo vel að sleppa unnustu minni. Annars kalla ég á lög- regluna. Sean starði á hávaxinn og velklæddan mann, sem steig rólega út úr vagninum. Andartak velti hann því fyrir sér, hvort hann ætti að leggja til atlögu við hann, en hikaði. Á meðan hjálpaði sir Rich- ard Katrínu upp í vagninn. Örskömmu síðar ók vagninn af stað og formæling- ar Seans heyrðust lengi á eftir. — Hvert... hvert förum við, gat Katrín loks stunið upp. — Það fáið þér að sjá eftir andar- tak, sagði sir Richard, beygði sig fram og lét ekilinn hafa heimilisfang á May- fair gegnum framrúðuna. Hún sneri sér að honum og starði óttaslegin á hann. — Það er heima hjá yður, er það ekki? -—■ Auðvitað, svaraði hann. Katrín sat grafkyrr á yztu brún sæt- isins. Sir Richard sat við hlið henni og tottaði pípu. Þögn hans gerði hana hræðilega órólega. Á vissan hátt stóð hún í þakkarskuld við hann fyrir að hafa bjargað henni frá árás Seans, en hvers mundi hann krefjast að launum fyrir hjálpina? Hvers vegna vildi hann taka hana með sér heim? Hið versta sem henni datt í hug varð að raunveruleika, er hann sneri sér að henni og sagði: — Jæja, stúlka mín! hvað verðlegg- ur þú hátt eina nótt með mér? Katrín vissi ekki hvað hún gerði fyrr en hún hafði rekið honum löðrung. Hún hnipraði sig saman eins og hrætt dýr í öðru horni vagnsins. Þá heyrði hún sér til mikillar undrunar, að hann rak upp innilegan hlátur. — Jæja, sagði hann. — Þá veit ég það. Kenning mín er sem sagt rétt. Mér fannst ég sjá roða sakleysisins á kinn yðar, og það er mjög óvenjulegt hjá stúlku, sem vinnur á þriðja flokks knæpu, verð ég að segja. Hún varð mjög undrandi og þegar hann fór að tala um ,,tilboð“ og „öll gæði veraldar“ var hún ekki lengur með á nótunum. Orðin hringsnerust í höfði hennar. Hvað átti hann við? En hún fann það á sér, að hann sagði satt og að hann hefði ekkert illt í huga. Það var henni næg huggun. Nokkru síðar stanzaði vagninn fyrir utan stórt og ríkmannlegt hús í Park Lane. Tunglsljósið speglaðist í rúðunum og skuggar viðamikils skrauts á grind- verkinu féllu á hvítkalkaða veggina. FRAMHALDSSAGA EFTIR BRITT HAMDI - FJÓRÐI HLUTI FÁLKINN 22

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.