Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1962, Blaðsíða 27

Fálkinn - 20.06.1962, Blaðsíða 27
NOTAST SKÁPRÝMID TIL FIILLS ? Nú þegar vorhreingerningarnar standa sem hæst, og tekið er út úr öllum fataskápum, væri skynsamlegt að staldra við og athuga, hvort hægt væri að hafa meira not að þeim en raun er á. Með röngu eða illa nýttu geymslurými er ógerningur, jafnvel fyrir hina mestu reglumanneskju, að hafa allt í röð og reglu. Enn vill brenna við sú skoðun, að skápur sé ágætis hirzla, svo fremi að í honum séu nokkrar hillur og slá, sem hægt er að hengja á herðatré. Hvort skáprýmið sjálft sé ekki fullnotað er ekki athugað. Sé nýr skápur byggður, á að byggja hann innan frá, eftir máli, sem hæfir þeim hlutum eða fatnaði, sem í honum á að vera. Þá á ekkert rými að þurfa að fara til spillis og jafn- Skápur húsbóndans. Festið plastsnúru innan á skáphurð- ina, hengið húfur og vettlinga þar á með klemmum. Þá verður engin leit að þessum hlutum, þegar á þarf að halda. Þetta ráð sparar ykkur mik- inn tíma og leit á síðustu stundu. framt er innihald skápsins það aðgengilegt, að auðvelt á að vera að halda öllu í röð og reglu. En oft er skápur fyrir hendi, sem alltof dýrt væri að kasta á haugana, þá er oft hægt að endurbæta hann án mikils kostnaðar. Skápur húsbóndans: Ekki þarf að ætla mikið hengirými undir slánni, svo frerhi að buxurnar séu hengdar á slána á herðatrénu. Undir fötunum er auðvelt að koma fyrir skúffu- röð undir náttföt, skyrtur o. s. frv. Hæfilegt er að innanmál skúffanna sé 50X50 cm. Hægra megin við skúffuröðina er rými fyrir frakka og annað síðara og þar fyrir neðan er skógrind, sem tekur 6 pör af skóm. í hilluröðinni er svo ágætt að hafa litla skúffu undir smáföt. Skápur húsmóðurinnar: Húsmóðirin þarf meira hengirými en húsbóndinn. En hangi hins végar blússur, pils og kjólar á sömu slá fer mikið rými til spillis. Haganlegt er því að koma slám fyrir eins og myndin sýnir. Góð hilla fyrir ofan hluta af fatahenginu og hillunum og skógeymsla í botninum. Hægra megin eru svo hillur og í beztri hæð skúffur,, á mynd- inni er plastic, undir nærfatnað o. fl. Skápur húsmóðurinnar. FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.