Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 6

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 6
UNDIRFÖT OR NYLON OG PRJÖNASILKI CERES, REYKJAVÍK EINANGRUNAR GLER 20 ára reynsla hérlendis sannar ágaeti IVIEÐ STUTTUM FYRIRVARA EGGERT KRISTJÁNSSON & CO. H.F. SÍMI I — 14 — 00 Eitt orð við. — — — Ég ætlaði bara að minnast á þáttinn, þennan nýja, Eitt orð við. Mér finnst hann ágætur að mörgu leyti. Þið mættuð taka atvinnustétt- irnar þannig fyrir. Unglingum er einkar hollt að kynnast hvað þeir geta tekið sér fyrir hendur, þegar út í lífið er komið. Þeir halda, margir, að afli og ártíð verði jafngóð nú; þess vegna þurfi þeir ekki að hugsa um framtíðina. Móðir. Að eiga bíl. Kæra pósthólf. — Við eig- um í svolitlum vandræðum með nokkuð og ég hygg að aðrir eigi við það sama að stríða. Svo er mál með vexti, að við erum nokkur hjón, sem af og til förum út að skemmta okkur. Eitt parið, sem er svo að segja nágrannar okkar, er eina parið, sem ekki á bíl. Afleiðingin verður oft sú að þau hringja yfir til okkar og segja: „Eruð þið ekki á bíl, gætum við ekki fengið að fljóta með.“ Venjulegast fer það líka þannig, að við verð- um líka að aka þeim heim. Þetta háttalag er farið að fara ískyggilega mikið í taug- arnar á okkur. Mig langaði til þess að spyrja, hvort þið þekkið eitthvað ráð til þess að venja þessi hjón af ósiðn- um. Ein sem á bíl að hálfu. Svar: ReyniÖ aö selja hjónum pess- um bílinn yklcar. Sfiniö þeim fram á hve þaö l raun og veru þægilegt aö eiga bíl. Ef þaö tekst, fáiö ykkur þá annan. Hómópati Fálkans. Póstur minn góður. — Mér var að detta í hug, hvort þið hefðuð nú ekki hómópata eins og þeir hjá Vikunni. Þeir segja að minnsta kosti leiti margir til þeirra um öll mögu leg læknisráð, t. d. hvað sé hægt að gera, ef stúlkurnar þurfa oft að pissa og hvað eina. Nú ætla ég að leita til ykkar, ef slíkt skyldi nú endurtaka sig, sem ég nú ætla að lýsa fyrir ykkur. Það er sunnudagsmorgun og ég er nývaknaður og líðanin er á þessa leið: Mér er illt í mínum haus mig ásækir klígja. Magapína makalaus megn í augum glýja. Hvað get ég gert? Þýðir nokkuð að senda ykkur skrýtlur í skrýtludálk- ana? Svo þakka ég góða skemmtun. Samtalsþættirnir eru alveg prýðilegir. Meira af þeim. Ó. í. Svar: Kannski væri ráö aö drekka minna. Skopsögur af íslenzkum, kunnum mönnum eru vel þegn- ar. En þær mega ekki hafa birzt á prenti áöur. Borgar blaö- iö venjuleg ritlaun fyrir þœr. (100 kr. fyrir vélritaöa slöuJ. Pennavinir. Kæri Fálki. — Við erum hér tvær ungar píur rétt tæp- lega 18 ára, léttar í lund og söngelskar um of. — Nú lang- ar okkur til að skrifast á við íslenzka stráka, um 18—22 ára, góða og skemmtilega. Gætir þú, ekki Fálki minn, birt fyrir okkur nöfn okkar og heimilisföng í blaðinu? Með fyrirfram þakklæti að þetta komi sem fljótast. Yngismeyjar: Jóna Guð- mundsdóttir, Hvassaleiti 12, Reykjavík og Rakel Gunnars- dóttir Heiðagerði 23 Reykja- vík. Tillitsleysi. Kæri Fálki. — Það var löngum tíðkað hér áður fyrr að fólk gerði gys að aum- ingjunum, hafði eftir þeim annarlega tilburði, hermdi eftir þeim mállýtin. Að þessu höfðu menn lúmst gaman. Enn eru íslendingar svo lítt þroskaðir, frumstæðir, að þeir hlæja að andlegum aum- ingjum. Virðuleg blöð birta skrítlur af þeim og jafnvel teiknaðar myndir. Þetta er kölluð íslenzk fyndni. Þó tek- ur yfir allan þjófabálk, þegar menn, sem kalla sig fræði- menn leggjast svo lágt að tína saman sögur af aumingj- um þessum, gefa þær síðan út í bókarformi, og til þess að bæta gráu ofan á svart nefna þeir óþverrann, þjóð- legan fróðleik. Sumir gerast svo bíræfnir og auðvirðilegir, að þeir færa þessar sögur í stílinn, ýkja og láta liggja að ýmsu, sem óþroskaður og frumstæður lesandi smjattai á, hlær að ótuktarlegum hlátri. Ef þessir „fræðimenn" væru vandir að virðingu sinni og teldu, að hinir umkomu- 6 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.