Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 11

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 11
þeim mat, sem við áttum. Við vorum menn frá tveim ólíkum heimshlutum með ólíkt uppeldi og reynslu, en báðir elskuðum við náttúruna. Seint á kvöld- in sátum við við bálið, sveipaðir eins konar kápum, sem voru nánast ullar- teppi með gati fyrir höfuðið — poncho heitir flíkin á máli fólksins. Og við töl- uðum saman og þekktum hvorki þjóð- erni né trú, stétt eða stöðu. Við vorum aðeins tvö venjuleg mannsbörn. Ann- ar hafði í stríði og mótlæti misst trúna á mannkynið, hinn hafði aldrei átt neina trú að missa. Það var ein af sögum mínum, sem Pepe hafði unun af að hlýða á......... Ég hafði ferðast í Andesfjöllunum í Peru til að leita að gullborgum inca- indíánanna, en vandræði vegna yfir valdanna höfðu fengið mig ofan af ferð- inni. En gamall Indíáni hafði sagt mér sögu um hof, þar sem inca-prinsessa átti að vera grafin. Enginn vissi neitt um gröfina, en staðinn kölluðu þeir , ,Tingirir ici-hof ið‘ ‘. Síðar fann ég Tingiririci-fjallið á landabréfinu, og fremur af ævintýra- þrá en von um að finna neitt var ég nú á leið þangað. Á Benjamíns-krá niðri í dalnum hafði ég verið varaður við vega- bréfaskoðuninni og lögregluverðinum við E1 Flaco, þar sem vegurinn liggur yfir ána og heldur áfram eins og reið- gata um bratta stíga og fjallaskörð upp að argentínsku landamærunum við Paso de las Damas — Kvennaskarð. Aðeins smyglarar þekktu og notuðu veginn, og talið var, að ókunnugur gæti naumast átt von á góðum móttökum á eftirlitsstöðinni. Það var litil von um að læðast fram hjá vörðunum nema með aðstoð kunnugra. En hvern langaði til að elda grátt silfur við lögregluna í Chile? Inn í þetta tóm barst Pepe. Hann gerði sína áætlun, fangaði tvo hálfvillta hesta uppi í beitilöndunum í fjöllun- um, og sömu nótt riðum við upp með ánni í niðamyrkri. Rétt fyrir neðan eftirlitsstöðina beindi Pepe för okkar yfir straumhart fljótið. framhjá vörð- unum um grjót og kjarr á veginn aftur. Eftir klukkustundar stöðuga reið stöðv- aði hann hestinn og stökk af baki. Með- an hann losaði druslurnar, sem voru bundnar um hófa hests míns útskýrði hann fyrir mér, hvernig ég gæti komizt upp í skarðið og þaðan áfram að eld- fjallinu. Ég greip báðar hendur Pepes til að þakka honum, er við skildum, en hann greip fram í fyrir mér hvísl- andi: — Vaya con Díos, amigo! stökk á bak og hvarf út í myrkrið. „Farðu með guði, vinur!“ Það er fög- ur skilnaðarkveðja, sem þeir nota í latnesku löndunum. Pepe stóð fyrir innan lögreglugirð- inguna við E1 Flaco og starði upp eftir stígnum. Föt hans voru rifin í tætlur, og húð hans þakin bláum og svörtum blettum og storknuðu blóði. Andlit hans var barið til óbóta, og annað augað blóðhlaupið og bólgið. Niður stíginn komu þrír menn ríð- andi — tveir þeirra voru lögreglumenn. í miðjunni reið ég. Varðmaður hafði heyrt hest hneggja að næturlagi bak við landamærastöðina, og í dögun næsta morgun voru tveir menn sendir út af örkinni. Sannfærður um að vera kominn úr allri hættu hafði ég slegið upp tjaldi við rætur eldfjallsins og hugsunarlaust látið reykinn koma upp um mig. Grun- ur þeirra hafði fallið á Pepe, af því að hann hafði sézt ríða upp í fjöllin með Framh. á bls. 30. FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.