Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 33

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 33
100 g. smjörlíki. 1 dl. súr rjómi. tómatkraftur. Síldin hreinsuð og flökuð. Flökin þerruð vel. Hveiti, salti og pipar bland- að saman. Smjölíki brúnað á pönnu, síldinni velt upp úr hveitiblöndunni og brúnuð beggja vegna. Súrum rjóma og tómatkrafti blandað saman, hellt yfir síldina, soðið áfram í 3—5 mínútur við vægan hita. Síld steikt í ofni. 8—10 síldar. . 2 msk sítrónusafi. 1 tsk. sinnep. % tsk. worchestersósa. Pipar. 3 laukar, rifnir smátt. 2 dl. rjómi. Söxuð steinselja. Paprika. Steikt rúgbrauð. Síldin hreinsuð og öll bein fjarlægð. Síldarnar lagðar í smurt, eldfast mót. Allt nema steinselja og paprika þeytt saman, hellt yfir síldarnar. Steikt í 200° heitum ofni í 30 mínútur. Stein- selju og papriku stráð yfir. Borið fram með steiktu rúgbrauði. Síldarbúðingur. 6—8 síldar. 10 hráar kartöflur. 4 laukar. 100 g. brauðmylsna. Salt, pipar. 50 g. smjörlíki. Síldin hreinsuð og flökuð. Kartöfl- urnar flysjaðar og skornar í þunnar sneiðar, einnig laukurinn. Leggið kart- öflusneiðar, laukhringi og síld í lögum í smurt, eldfast mót. Salti og pipar stráð milli laga. Brauðmylsnu stráð ofan á. Smjörlíkið sett ofan á í bitum. Bak- að við 175° í 45—60 mínútur. Síld með eplum. 1 kg. síld. 4 epli, súr. Brauðmylsna. 3 msk rifinn ostur. 75 g. smjörlíki. Síldin hreinsuð og flökuð. Eplin rifin á grænmetisjárni, sett í botninn á smurðu eldföstu móti, þar ofan á eru síldarflökin lögð. Brauðmylsnu og osti stráð ofan á. Smjörlíkið sett í bitum ofan á. Steikt við 200° í ofni í 20—30 mínútur. Borið fram með hrærðum kart- öflum. Þessi síldarréttur er góður fyrir börn. Síldarkökur. Vz kg. hreinsuð síld. 50 g. bacon. Lítill laukur. 2 msk. kartöflumjöl. 1 tsk. salt. Framh. á bls. 36. FÁLKINN V I K U B L A Ð Sjö hetjur Þeir sem ánægju hafa af „western“ kvikmynd- um, munu fagna því að næsta mynd sem TÓNA- BÍÓ sýnir verður „Sjö hetjur“ (The Magnificant Seven), með þeim Yul Brynner og Horst Buch- holz í aðalhlutverkum. Hún var valin af kvik- myndagagnrýnendum í Bretlandi, sem sterkasta myndin sem þar var sýnd 1962, en það er sami tit- ill -og „Víðáttan mikla“ fékk 1961. „Sjö hetjur“ er stór- brotin og óhemjuspenn- andi mynd, tveir og hálf- ur tími á lengd. Hún er m|jög jafnvel tékin, en minnisstæðastur verður þó Eli Wallach í hlut- verki ræningjaforingjans. Annars er það frábær leikstjórn John Sturges og kvikmyndataka Char- les Lang sem gefur mynd- inni hvað mest gildi, því hér er raunverulega verið að fjalla um margteygt efni, sem fáum hefur tek- izt að gera góða mynd úr, en það hefur Lang svo sannarlega tekizt með þessari mynd. John Sturges, er einn eftirsóttasti leikstjóri Hollywood. Hann gerði á stríðsárunum 45 áróðurs- myndir fyrir málstað Bandaríkjanna, og hefur síðan gert yfir 30 myndir með mörgum af frægustu leikurum Hollywood. Yul Brynner, er fædd- ur 11. júlí 1920 á Sakha- lin, eyju í Japanska haf- inu. Eyjunni er skipt milli Japana og Rússa, og hann fæddist í heiminn sem Rússi. Hann ólst upp í Síberíu og í Peking en var 10 ára gamall sendur til Parísar. Þar gekk hann í skóla í tvö ár en fór þá að vinna fyrir sér með því að spila á hljóðfæri. Hann fluttist til Bandaríkjanna 1941 og hefur síðan leikið í myndum eins og t. d. ,,Anastasia“, „Konungur- inn og ég“ og „Salomon og drottningin af Saba“, en þetta er hans fyrsta „ westem“-hlutverk. Horst Buchholst er fæddur 4. desember 1933 í Berlín. Það var franski leikstjórinn Julien Du- viver sem gaf honum fyrst tækifæri 1945 í „Marianne“, en fyrir þriðju mynd sína „No Star in the Sky“ hlaut hann verðlaun. „Sjö hetjúr“ er fyrsta banda- ríska myndin sem hann leikur í og auðvitað jafn- framt fyrsta kúrekahlut- verkið hans, enda varð hann að kynna sér alla hætti og takta þeirra áð- ur en takan hófst og lagði hann að sögn mikla vinnu í það. Hann mun mörgum minnisstæður úr mynd- inni „Tiger cry“ og mynd- inni sem gerð var um Felix Krull. Söguþráðurinn: í mexi- kanska þorpinu Ixcatlan býr fátækt fólk sem vinn- ur mikið til þess að hafa til hnífs og skeiðar. Þetta er friðsamt fólk, og það kvíðir því mikið upp- skerutímanum, því þá kemur ræningjaforing- inn Calvera ríðandi með menn sína til þess að stela uppskerunni frá þeim. Svona hefur þetta alltaf verið, þar til árið sem sagan byrjar á að þorpsbúum finnst mælir- inn 'orðinn fullur og tveir þeirra fara yfir til Banda- ríkjanna til þess að leigja sér nokkrar atvinnuskytt- ur til að verja þá fyrir ræningjunum. Þeir koma til baka með sjö menn; Chris Framh. á bls. 36. FÁLKÍNN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.