Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 21

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 21
— Þeir vinna hér í sambandi við flugþjónustuna, eru það loftskeyta- menn? — Já, þeir hafa próf frá Loftskeyta- skólanum. En þar sem sá skóli er að mestu sniðinn fyrir skipin verða þeir að ganga á námskeið hér og þjálfast, því þetta er svo gjörólíkt. Sú þjálfun tekur um þrjú ár. Við getum sagt að þessi stöð sé dreifingarstöð. Við höfum hér samband við næstu flugstöðvar svo sem London, Gander, Meistaravík, Pr. Christian, og Prestvík. Hér fáum við veðurfréttir sem við sendum frá okkur með fjarriturum suður á völl, á Veður- stofuna, til flugfélaganna o. s. frv. -—- Er ekki mikið að gera hér? — Það er nú nokkuð misjafnt. Fer dálítið eftir veðri. Stundum lendir megin straumurinn af fluginu hingað norður til okkar, ef veðri háttar þannig. Við getum sett upp lítið dæmi. Nú fer flugvél frá Gander og hún ætlar til Kaupmannahafnar með viðkomu í Reykjavík og London. Þegar hún fer frá Gander er sent svo kallað brottfar- arskeyti og flugáætlun gefin. Þj vélin sé ekki komin á okkar svæði, förum við strax að fylgjast með henni og sama er um hinar stöðvaranr. Aliar stcðvarnar eiga að kvitta fyrir móttöku skeyta sem þessi vél sendir og ef það er ekki gert um leið, er þeim sant sxeytið eítir sæsímanum. Alþjóðaflugmálastofnunin sem rekur þessa stöð hefur á leigu 4 rásir, 1 talrás og þrjár printer rásir. og við fylgjumst alveg með vélinni frá því hún fer frá Gander og þar til hún er komin til Kaupmannahafnar. ★ RADÍÓ og radíótækni er ekki okkar sterkasta hlið og þegar farið var að tala fræðilega um þetta fór garðurinn að leka. Og þó hefur Bjarni áreiðanlega Framh. á bls. 33.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.