Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 24
 LITLA SAGAN EFTIR WILLY BREIIMHOLST VALDIMAR GAMU í henni Rússíá verður fólk gamalt. Að vísu verða allir ekki aldraðir, en nokkrir. Við höfum lesið um fólk þar, sem hjarði þangað til það var 137 ára. Já og við höfum meira að segja heyrt, að einn maður í Ural, Ivan Ivanov að nafni og steinsmiður að atvinnu hafi orðið 158 ára og hann hafi aldrei sleppt degi úr vinnu sinni, fyrr en hann lagðist banaleguna. Og nú ætlum við í afmælisveizlu hjá einum af þessum lífseigu Rúss- um, hann heitir Vladimar Putjatin, tigulsleikir að atvinnu. Vladimar býr í Chaikovska kommúnunni í Sredni í Úral. Hann er 125 ára í dag. Reynd- ar er það ekki svo hár aldur á manni sé miðað við Ivan Ivanov og þann ald- ur sem hann náði, en aldur Vladimars sýnir að minnsta kosti, að við erum ekki með neinn söguburð og höldum okkur fast að staðreyndunum og von- um meira að segja að út úr þeim fáist skemmtileg saga. Eitt af stærstu blöðunum í Moskvu sendi blaðamann út af örkinni til þess að fá viðtal við afmælisbarnið. Lang- ur vegur og strangur er til heim- kynna þess og blaðamaðurinn, Ser- gej Kojevski þurfti tíðum meðan á ferðinni stóð, að vaða eðjuna í ökla. En hann var maður skyldurækinn og hélt ótrauður áfram, unz hann komst á áfangastað. Hann hristi af sér snjóinn og braut úr skeggi og hári ísdröngla, sem þar höfðu myndast. Síðan barði hann þrjú högg á þykku eikarhurðina, á kofa Vladimars og gekk inn. Við ofninn stóð gömul kona og sýslaði við tevél. — Sdobrym, vetjerom, grasdanska, heilsaði Sergej glaðlega. Hvar finn ég blessaðan kallinn hann Vladimar. En hann var úti að brenna tígulstein og gamla konan hélt að hann mundi brátt koma inn og hvíla sig. Hún bauð blaðamanninum te. Sergej settist niður á steinbekkinn við ofninn. Hann furðaði sig svolítið á gauragangi þeim, sem barst honum til eyrna gegnum leirvegginn, er skildi kofann í tvö herbergi. — Þetta hlýtur að vera í hænsnun- um, muldraði gamla konan í barm sér. Nokkru síðar var hurðinni hrundið upp og gamall maður gekk inn. Hann lyktaði af skít og svita, og strítt, grátt slceggið var alsetið íshröngli, auga- brúnir hans voru eins og reinar af gulstör á tjarnarbakka, þar sem aug- un voru eins og tjarnir eða öllu heldur pollar. Hann kastaði verkfærapokan- um rétt við dyrnar. Síðan tók hann loðhúfuna ofan og heilsaði: — Sdrasvuitje tovaritsh. — Ert þú Vladimar Putjatin tígul- sleikir? spurði Sergej. Gamli maður- inn játti því. — Þá ætla ég að óska þér til ham- ingju með afmælið og skila beztu af- mælisóskum frá tovaritshonum i Framhald á bls. 36. eftir. Þá er kallað til- hans: — Staðar nem, Goritsky! Upp með hendumar og ekki feti Iengra! .... Þetta er rödd Barða. Goritsky nemur staðar. Starir inní skógarþykknið með andlitið afmyndað af heift. En hann sér ekkert nema grænan greinavegginn. Röddin heyrist enn: — Jæja, ætlarðu þá að gegna? Goritsky þokar sér til baka. Fet fyrir fet. Kemst að horni kofaveggjarins og finnur óheflaða plankana leggjast að fötum sínum. Þannig stendur hann máttvana stundarkorn, eins og hann sundli. f þriðja sinn kveður við þessi rödd sem hann hatar: — Gefizt upp, Gor- itsky! Gætið þess, að þér eruð um- kringdur frá öllum hliðum. Goritsky finnur hjá sér stjórnlausa löngun til þess að stökkva inní kjarrið og lúberja lögregluþjóninn með berum hnefunum. En hvernig ætti hann að finna Barða. Þetta væri að stökkva útí óvissuna. — Þú skalt aldrei ná mér! öskrar hann, og rödd hans brestur. Hann steytir hnýtta hnefana. Harkalegir brestir í brotnandi grein- um. Síðan kemur eitthvað dökkleitt á fleygiferð út úr kjarrinu og stefnir á hann. Skuggi. Hundur. Grimmilegar tennur í gínandi kjafti, hárin rísa á herðakambinum. Goritsky sparkar frá sér í örvæntingaræði. Fóturinn lendir á einhverju hörðu, og skerandi sárs- auka leggur upp ristina. Hundurinn hörfar skrækjandi frá. Goritsky veit ekki hvernig hann hef- ur komizt aftur inní kofann. Hann skellir aftur bjálkahurðinni og fellir slagbrandinn fyrir. Stendur síðan stundarkorn og grípur andann á lofti. Þessi kvikindi! Að siga hundum á hann. Elta hann eins og villidýr! Hitabygja fer um líkama hans og fjarar út .... síðan finnur hann ekkert annað en ískaldan ásetning. Honum verður litið til veggskápsins, þar sem Frans Ektern geymir veiðivopn sín. Á skápnum stendur tvíhleypt hagla- byssa og kúluriffill. Hann rífur veiði- byssuna út. Tvö hlaup eru betri en eitt. Á gólfi skápsins liggja nokkur skot- hylki. Hann fyllir vasa sína og hleður byssuna. Svona, komi þeir nú bara! Hann hlustar. Hundurinn æðir kring- um kofann sem vitlaus væri. Grimmd- arurr hans heyrist ýmist fyrir utan þenna vegginn eða hinn. Goritsky staulast út að glugganum og stingur hlaupinu út um glufu á skökkum hleranum. — Gætið ykkar! Hann skýtur! æpir einhver fyrir utan. Goritsky hleypir af — einu sinni, Framh. í næsta blaði. — Ert þú Valdimar Putjatin, tígulsleikari, spurði Sergej og gamli mað- urinn játti því. 24 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.