Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 22

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 22
tijD /£s — Já, svarar drengurinn glaðlega. — Frans Ektern malara. Viðstaddir stirðna upp af forundran. Þetta er kjöltubarn .... sonur Ektern malara? Það fer hvískur um hópinn .... jú, ekki er um að villast, það er svipurinn! Ótrúlegt er þó annað eins! Barða dettur gott ráð í hug. — Segið mér annars ungi maður, rymur hann dimmri embættisraust. — Hafið þér leyfi til að aka bifreið? Sýnið mér snöggvast ökuskírteini yðar. — Með ánægjuu! Alfreð leitar í vös- um sínum. Finnur ekki skírteinið. Lögregluþjónninn hlær háðslega. — Gleymst heima, auðvitað? Þá neyðist þér víst til að fara fótgangandi heim. Ég leyfi yður ekki að aka hér um vegi ökuskírteinislaus. — Allra snöggvast! Alfreð er hlup- inn út. — Þú sérð ekki meira af honum, Barði! segja menn og kíma. Barði yfirvegar hvort hann eigi að hlaupa á eftir Alfreð og kæra hann. En svo sér hann að pilturinn rótar í hliðarvösum bílsins. Loks finnur hann það sem vantaði, kemur aftur inní veit- ingastofuna og veifar blaðaböggli. Þar tekur hann að leita í blöðunum. Verk- stæðisnótur, bensínreikningar, bóta- kvittanir fyrir að leggja bílnum á óleyfilegum stöðum........Loks finnur hann ökuskírteini sitt, allt í kuðli. Barði les skírteinið vandiega með ströngum svip. Mikið rétt — hér sterid- ur það með svörtu á hvítu: Alfreð Ekt- ern, fæddur í Frankfurt. — Humm! rymur í honum og réttir eiganda skírteinið til baka. Því næst lýsir hann vendilega leiðinni til sögun- armylmmnar í Ektern. — Nú, hann liggur í horn! Alfreð ber tvo fingur upp að gagnauganu til kveðju og hleypur út. Tveim mínútum síðar rennur silfurgráa bifreiðin inní húsagarð sögunarmylnunnar. Alfreð þeytir hornið í ákafa og hundurinn ætl- ar vitlaus að verða. Selma lítur forviða út um gluggann, og verkamennimir þyrpast útí dyr sögunarsalarins. — Er forstjórinn heima? hrópar Al- freð til þeirra og stekkur út úr bílnum. — Ef þú átt við Ektern malara .... þá er hann inni í húsinu, svarar verk- stjórinn. Þá kemur Kristín út úr fjósinu. —- Hamingjan góða, Alfreð! Ofurlítið hik og svo standa systkinin í faðmlögum. — Hvar er sá gamli? spyr Alfreð loksins og er móður. — Pabbi er inni í húsi. en hversvegna ert þú kominn hingað, Alffeð. Er nokk- uð að? — Ekki hið minnsta! Ég hafði bara ekkert annað að gera. Kristín fær hjartslátt er henni verður hugsað til þess, hvernig faðir hennar muni taka kornu Alfreðs. Hún verður að búa hann undir það af mestu var- kárni. Hún gýtur hornauga heim að húsdyrunum, en í sama bili opnast þær og malarinn gengur útí garðinn. Hann staðnæmist eins og negldur niður og starir á Alfreð galopnum augum. Pilturinn bregður sér hvergi, en geng- ur til hans, réttir honum höndina og heilsar glaðlega; —- Komdu sæll, gamli. — Sæll vertu! Ektern malari sést varla opna munninn. Andstæðar tilfinn- ingar berjast hatramlega í brjósti hans. Er hann sér drenginn, rifna gömul sár upp að nýju, svíða og blæða. Eigi að síður finnur hann til innlegrar ánægju yfir því, að drengurinn skuli vera kom- inn. Kominn til hans. En jafnframt blossa grunsemdirnar upp í huga hans. — Er það .... er það hún, sem hefur sent þig? spyr hann hvatskeytlega. — Hún? Alfreð hlær án minnstu feimni. — Áttu við mömmu? Uss, hún hefur ekki hugmynd um það. Ég lagði af stað í morgun, áður en hrafnarnir vöknuðu. Þarna standa þeir hvor andspænis öðrum og virðast ekki hafa meira sam- an að ræða. Það er líkt og einhver þungi hvíli yfir þeim. Innan úr sögun- arsalnum heyrist kliðurinn og niðurinn í vélunum. Alfreð slær út höndunum í algleym- ingi. — Hérna finnst mér fallegt! Malarinn rennnir augunum niður eftir grönnum líkama piltsins. Stutt- buxurnar, gula peysan, mislitu sport- sokkarnir .... honum geðjast jafn illa að því öllu saman. Allt í einu þefar hann útí loftið. — Heyrðu, þú makar þó ekki á þig ilmvatni .... eins og stelpur. Alfreð hristir höfuðið hlæjandi. — Nei, það er sápan hennar Maríon, sem þessi lykt er af. Það er einhver sápu- verksmiðja, er sendir henni kassa í hverjum mánuði. Sem auglýsingu. Framúrskarandi ilmur, finnst þér ekki? Það er svei mér ekki þægilegt að gera þenna dreng orðlausan. Hvert óánægjutillit, öll kaldyrði hripa af æskuglaðlyndi hans, eins og vatni sé skvett á gæs. Einhver umgangur heyrist utan úr fjósi. Kýr öskrar. Glamrar í hlekkjum. Kilían rekur höfuðið út um fjósdyrnar. — Nú er allt að verða vitlaust kallar hann ergilegur. Kristín þýtur inn í húsið. — Ég skal ná í volgt vatn. — Lissý er að bera, segir malarinn við son sinn til skýringar. — Þar gætir þú undir eins rétt hjálparhönd. Alfreð fölnar upp og fórnar höndum til andmæla. — í öllum guðanna bæn- um, svoleiðis þoli ég ekki að horfa á. — Pappírsbúkur! segir malarinn. Svo þrammar hann út að fjósi og vatnið spýtist upp úr pollunum undan fötum hans. — Hvers vegna hopparðu svona eins og fló? rymur í honum. — Eins og vatnsköttur, áttu við! í öllu þessu svaði. .... Sá gamli getur ekki varizt brosi. — O-jæja .... náttúrlega er það ekki sem bezt. En hér verður ná bráðum hellulagt. Hér á annars að færa margt í lag á næstunni. Alfreð kinkar kolli og svarar í mesta grandleysi: — Já, það er víst áreiðan- legt! Og ef peningarnir duga ekki til fyrir öllu saman, verður Maríon að koma með nokkur þúsund til viðbótar. Það skal ég sjá um, vertu viss. Ég skal tala um það við hana, svo vægilega sem ég get..... Það er eins og eldingu hafi lostið niður fyrir framan malarann. Hann nemur staðar í miðju kafi. Grá leðjan gusast um fætur hans, en hann hreyfir sig ekki. Alfreð fellur í stafi yfir áhrifum orða sinna. Hvað gengur að gamla mann- inum? Þá snýst malarinn skyndilega á hæli og þrífur til sonarins sínum miklu hrömmum. — Hvað varstu að segja? Peningar frá...... — Nú, já, var það ekki venga þess, að þú komst til Kölnar? spyr Alfreð undrandi. — Til að ræða við lögfræð- ing mömmu? Malarinn sleppir drengnum hart og hranalega. — Svo það er þá frá henni, sem peningarnir koma, hvæsir hann. — Það er hún, sem er þessi ókunni vel- gerðamaður! — Já, ég hélt. .... Alfreð veit hrein- lega ekki sitt rjúkandi ráð. Hann veit hvorki upp né niður í þessu öllu sam- an. Hann finnur það eitt, að hann hefur sagt eitthvað, sem væri betur ósagt. 19. hluti hinnar spennandi framhaldssögu eftir Hans Ulrich Horster, höfund Gabrielu 22 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.