Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 12

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 12
 Miklubrautin var einu sinni mjög til umræðu — og er það reyndar enn og verður næstu árin. Það var fyrir mörg- um, mörgum árum, að mönnum kom saman um að malbika þurfti þessa götu og gera hana sæmilega akfæra venju- legum bifreiðum og gangandi fólki. Mönnum kom saman um þetta í lang- an tíma og mikið var um þetta rætt og ritað. Svo var hafizt handa við fram- kvæmdir. Þá kom í ljós að svo illa hafði tekizt til við sköpun landsins, að jarð- vegur sá, sem þarna var fyrir reyndist alveg ófullnægjandi í undirstöðu götu, sem þessi átti að vera, því þetta átti að vera mikil braut. Svo fóru menn að skipta um jarðveg, og til þess var not- uð rúmlega þúsund ára verkmenning íslands. Verkið gekk samkvæmt áætl- un og að nokkrum árum liðnum mátti aka þarna smá vegalengd á venjuleg- um bifreiðum. Vinnubrögðin við þessar framkvæmd- ir voru mjög umrædd. Sagt var að sumir hefðu fundið ævistarf sitt í Miklubrautinni. Þá var eitthvað talað um setulið og þess háttar. Okkur var sögð saga af strák sem átti heima þarna í grenndinni. Einn daginn bað hann pabba sinn um skóflu því sig langaði til að fara að vinna. Hann fékk skólf- una. Snemma næsta dag var hann á fót- um, kom rétt í mat og fór síðan aftur. Foreldrar hans fóru að forvitnast um hann og þá kom í ljós, að í stað þess að moka með skóflunni lá hann fram á hana og tók lífinu með ró. Hann var spurður því hann notaði ekki skófluna til að moka og svarið sem hann gaf var: Ég er að þykjast vinna í Miklu- brautinni. Eitt af því sem þótti merkilegt við þennan götuspotta, sem akfær var venjulegum bifreiðum, voru jarðgöngin undir hann þveran. Þessi jarðgöng eru á horninu, þar sem mætast Lönguhlíð- in og Miklubrautin. Þetta þóttu sem sagt merkileg jarðgöng og voru fyrstu sinnar tegundar hérlendis. Notagildi þeirra kom fram í því, að í stað þess að verða fyrir bifreið ofanjarðar, mátti fara neðanjarðar og koma óskaddaður og lifandi upp hinumegin brautarinnar. Þetta þótti bera vott um mikið hug- myndaflug í sambandi við lausn um- ferðarvandamála. En það leið ekki á löngu frá því að þessi göng voru „opnuð“ þar til fóru að heyrast sögur um að göngin væru not- uð til fleira en skjótast þar í gegn til viðhalds lífi sínu. Það er löngu alkunna skilningsleysi opinberra aðila á því, að mönnum geti orðið vant náðhúsa annars staðar en heima hjá sér, eða í húsi ættingja og vina. Samkvæmt því er Bankastrætisnáðhúsinu lokað snemma á kvöldin með ramlegri járn- hurð. Eftir það verða menn að leita að húsabaki ellegar á afvikinn stað eða þriðja lausnin: Leigubifreið heim. Þetta virðist ætla að koma niður á göngun- um og umgengni öll sögð miður góð. Einn dag fyrir skömmu datt okkur í hug, að gaman væri að fara að athuga þessi göng. Þetta var stuttu eftir há- degið og lítil umferð. Veðrið var held- ur þungbúið og göturnar blautar. Við lögðum bílnum og bjuggum okkur til að ganga niður um syðra opið, sem gapti við okkur dimmt og hráslagalegt. Það kom til okkar strákur í blárri úlpu. — Eruð þið að fara niður, að taka myndir? spurði hann. — Já. — Af hverju? — Af því. — Af því bara hvað? — Okkur langar til þess. — Það er vond lykt þarna. — Af hverju? — Gáið sjálfir. — Ferð þú stundum í þessi göng? — Stundum. Við lögðum af stað niður tröppurn- ar og strákur horfði á eftir okkur dálítið spurull á svipinn. Við höfðum ekki farið mörg þrep þegar miklum daun sló fyrir vit okkar. Þetta var sterk- ur daunn. Tröppurnar voru sóðalegar. Bréfa- og pappadrasl, flugeldatætlur, flöskubrot og allskonar óþverri. Það var engu líkara en hellt hefði verið úr nokkrum sorptunnum þarna niður. Við stönzuðum á palli fyrir neðan tröppurnar og ljósmyndarinn fór að filma. Þarna niðri var svipaðan sóða- skap að sjá og í tröppunum. Víða voru pollar á gólfinu, vatn sem runnið hef- ur að oían orðið að einhverri blöndu þarna niðri, grænni og daunillri.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.