Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 7

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 7
lausu aumingjar hefðu sett einhvern svip á íslenzkt mannlíf á fyrriöldum þá ættu þeir að taka saman allsherjar yfirlit eða sögu þessara vesalings sálna og lýsa kjörum þeirra af skiln- ingi og samúð, en ekki japla á óþverranum eins og þeir hafa hingað til gert. Enginn getur neitað því, að þetta var löstur, sem flestir íslendingar voru haldnir hér fyrrum, enda ein af ástæðunum fyrir því hve illa var farið með niðursetningana. Ég vona bara að Fálkinn lúti ekki svo lágt í framtíðinni, að þjónka við þennan löst og innræti fremur samúð með þessum vesalings mönnum. Virðingarfyllst. M. T. X. Hávaði enn. Kæra pósthólf. — Fyrir nokkru las ég bréf í dálki þessum, þar sem kona var að kvarta undan hávaða. Ég bý í rólegu hverfi í bænum, en samt sem áður er ég oft og tíðum vakinn upp á nóttunni af bílaflauti. Svo er mál með vöxtum, að piltungi einn býr í næsta húsi og eru gæjar og skvísur í hópum umhverfis hann. Koma þau á hvaða tíma sólarhringsins sem er í bílum og þeyta flauturnar í sífellu. Fyrir svona viku, og meira að segja í miðri viku, kom þessi skríll og ók bílnum upp að glugganum á svefnher- bergi okkar hjóna og þeytti flautuna. Klukkan var rúm- lega fjögur og auðvitað hrökk ég upp, enda maður mjög svefnstyggur... G. Svar: Viö ætlum bara aö benda þess- um ólátaseggjum á, aö þafí er bannaö aö þeyta bílflautur eftir klukkan 12 á miönœtti. Að fara í mál. Heiðraði ritstjóri. — Ég er alltaf að rekast á klausur í dagblöðum bæjarins (fyrir- gefíð borgarinnar) um þennan og hinn, sem er að fara í mál af því að einhver hefur skipað honum að halda kjafti og éta skít. Mig minnir endilega að eitt sinn hafi slíkt mál verið rekið fyrir rétti austur í sveitum og af því að einn bóndinn hafði skipað öðrum að éta allan skít síðan á Nóaflóði. Hressilegt át, ekki satt? Þetta atferði landans er orðið hlægilegt. Allir fara í mál út af hvað litlu sem er. Og svo ku meinyrðalöggjöfin vera þannig, að hver og einn getur farið í mál, ef eitthvað er sagt um hann, sem hann vill ekki láta koma fyrir al- menningssjónir, jafnvel þótt satt sé. Og sá sem sagt hefur, er þá dæmdur sekur, og ef hann getur ekki borgað, þá verður aumingja maðurinn að setjast í tukthúsið. Hvernig er það eiginlega, leyfist eng- um að segja satt nú á dögum? Verður hver og einn að ljúga upp í opið geðið á öðrum? Taka menn yfirleitt mark á því, þegar spekingar eru að skipa hvorum öðrum að halda kjafti og éta skít í dagblöð- um og annars staðar? Rifrildisseggur. Svar: ÞaÖ sannast nú eins og svo oft áöur, aö oftast má satt kyrrt liggja. Hvað á ég að verða? Kæri Fálki. — Ég er ungur sveinn í sveit. Ég hef lítið lært á bók, enda bækur fáar hér á heimilinu. Ég hef verið í skóla eins og venjulegir sveitapiltar eru í og mig lang- ar til þess að læra meira. En ég er á báðum áttum með það, sem mig langar til að verða, hvaða starf ég á að velja mér fyrir lífsstarf. Ég er lítið hneigður fyrir búskap og búsýslu en af smíðum alls konar hef ég gaman af. Enn fremur hef ég dundað við, — á milli gegninga að binda inn þessar fáu skruddur, sem til eru á heimilinu. En foreldrar mínir vilja endilega að ég taki við búinu, fái mér konu og hefji búskap með þeim. En mér er það þvert um geð. Mig fýsir mjög að vita, hvar ég get fengið að vita eitthvað um iðngreinar þær, sem ég hef mestan áhuga á, og hver kjör eru o. s. frv. Hvar fæ ég að vita þetta? Sveitapiltur. Svar: Fyrir nokkrum árum kom út í Keykjavík, sem hét Hvaö viltu veröa? Hún er eftir ölaf Gunn- arsson, sálfrœöing. Þar má án efa fræöast eitthvaö um smiös- störf. Auk þess eru starffrœöslu- dagar lialdnir í bæjum, t. d. Reykjavilc og stærstu bæjum öörum aö minnsta kosti einu sinni á ári. Þar má liitta menn, sem stundaö hafa þessi störf og gefa þeir allar upplýsingar um greinina, kjör og annaö. ÞaÖ væri einna bezt fyrir sveitapilt aö bregöa sér í borgina á starf- fræösludegi og tala viö gamal- reynda og ef til vill ráögóöa iönaöarmenn. FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.