Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 13

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 13
Flöskubrot, bréfarusl, spýtukubbar, einn skór o. fl. Veggskreyting var þarna all- gjölbreytt. Ljóslaust var þarna en greinilegt að gert hafði verið ráð fyrir lýsingu því rafmagnsrörbútar komu niður úr loftinu. Það lýsti fyrir upp- ganginum í hinum endanum. Þar mun gert ráð fyrir almenningssalerni, en dyggilega er neglt fyrir þá hugmynd með mótatimbri. En þetta er mjög góð hugmynd. Það heyrðist hlaupið niður tröpp- urnar. f birtunni fyrir enda gangsins sáust þrír strákar koma hlaupandi. Þegar þeir sáu okkur hægðu þeir hlaup- in og gengu rólega til okkar og horfðu spyrjandi augum. — Hæ, sögðum við. — Hæ, sagði þá stærsti þeirra. — Hvert eruð þið að fara? — Upp. — Og hvað svo? — Ég er að fara til ömmu. — Hvar á amma heima? — í Vesturbænum. — Þið eruð ekkert hræddir að fara hér í göngin? — Nei, ekki á daginn. En stundum á kvöldin. Einu sinni var fullur kall hér. — Og hvað gerði fulli kallinn? — Hann sat þarna á pallinum og söng. — Hvað söng hann? —Hann söng enga vísu. Hann bara söng svona, aaa haha og svoleiðis. Þeir horfðu á okkur nokkra stund og fóru svo upp. Þeir fóru í kapp hver yrði fyrstur og sá minnsti varð að styðja sig við vegginn til að missa ekki jafn- vægið þegar hann klofaði þrepin. Við lögðum í göngin og ósjálfrátt var tipplað á tánum. Þetta var stuttur gangur og þegar yfir kom gægðumst við inn um rifur á mótatimbrinu. Það var ekkert að sjá. Aftur á móti var þarna upp við vegginn allstór kassi, en ekki þyngri en svo að við réðum við hann. Greinilega hafði hann aldrei verið opnaður. Á einni hliðinni var hann merktur IR 4019/1 REYKJAVIK ISLAND. Kannske þetta séu ljósin, hugsuðum við. En það er merkilegt að kassinn skuli hafa verið skilinn þarna eftir, því ekki væri erfitt að hirða hann með sér upp. Menn hirða svo margt nú á dögum. Það er sagt dýrt að byggja. Við gengum upp, og það var minni sóðaskapur í þessum tröppum en hin- um og daunninn minni. Bíll kom ak- Framh. á bls. 36. Þar sem Lönguhlíðin og Miklubrautin mætast eru jarðgöng fyrir gangandi fólk, hin einu sinnar tegundar hérlendis. Um- gengm um þessi göng er mjög ábótavant, þau eru daunill og engu er líkara en hellt hafi verið úr nokkrum sorptunnum þarna mðn. FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.