Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 28

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 28
fionnr í lífi ... Framhald af bls. 15. í þá aðstöðu, að ég verð að gæta sóma míns. Hann tróð silkiskyrtunni vandlega niður í þröngar buxurnar. — Þú hefur ekki sem bezt orð á þér, Thérésia. Lífsmáti þinn er ekki á þann hátt, að hann hæfi virðulegri frú. Reyndar ert þú kölluð madonnan, sem stöðvaðir blóðstrauminn. Þú hefur frelsað þúsundir manna, en enginn þeirra mundi kalla þig virðulega frú. Og það sem Frakkland þarfnast núna eru virðulegar frúr, sem er annt um mannorð sitt og heiður. Viltu hjálpa mér í stígvélin! Þegar hann var kominn í stígvélin, hneppti hann að sér frakkanum, setti þríhyrnda hattinn upp, heilsaði að her- mannasið og fór. Thérésia var fremur undrandi en særð. Hann virtist hafa vaxið henni upp fyrir höfuð, þessi litli hershöfðingi, sem hún hafði hjálpað til að komast á- fram í lífinu. Hann gat varla meint eitt einasta orð af því, sem hann sagði. Hún gekk að speglinum og virti fyrir sér hina fullkomnu fegurð sína. Nei, hann hlaut að hafa verið að gera að gamni sínu. Annað var óhugsandi. Napoleon kvæntist Josephine og hóf hina glæsilegu herferð sína til Ítalíu, sem endaði með friðnum í Campo Formio 1779. En áður en hann fór frá París, hafði hann gefið eiginkonu sinni ströng fyrirmæli um það, hvernig hún ætti að hegða sér. Hún varð að láta sér mjög annt um heiður sinn, og umfram allt forðast að hitta Thérésiu Tallien, þetta lausláta, franska, ævintýra- kvendi, eins og hann kallaði hana. Þetta var bann, sem Josephine skeytti ekki hið minnsta. Hún umgekkst hvern sem henni sýndist, bæði karlmenn og konur. Þær vinkonurnar töldu þetta Sveinbjörn Dagfinnsson, hri. Einar Viöar, hdl. Málfl utningsskrifstofa Hafnarstræti 11 . Sími 19406 meinloku í honum, og Josephine ætlaði að kippa þessu í lag, þegar hann kæmi aftur. Áttu vinkonurnar í rauninni ekki að fá að hittast eins og þær höfðu gert hingað til? Þetta var hlægilegt! Stjórfylkishöfðinginn hafði ekki mik- inn tíma aflögum til að vakta dyggðir hefðarkvenna, þegar hann sneri aftur til Parísar, sem hetja þjóðarinnar. Hann sipulagði nýja herferð gegn hættulegustu óvinunum, Englending- um, og hafði sett sér það takmark að reka þá út af Miðjarðarhafssvæðinu. Með lúðrablæstri og söng hélt hann með hinn stolta franska her til Egypta- lands, tók Kairo og Alexandriu, og murkaði niður nokkrar þúsundir inn- fæddra, sem voru búnir örfum og bog- um. Franska þjóðin fagnaði hetju sinni. Og þegar fagnaðarlæti hennar stóðu sem hæst, kom Nelson aðmíráll og eyði- lagði frönsku flutningaskipin með flota sínum. Og þarna sat hetjan þeirra í eyðimörkinni milli pyramída og dular- fullra sfinxa. Allir héldu að hinn stutti en glæsilegi ferill Napoleons væri nú á enda. Josephine reyndi að hugga sig sem bezt hún gat og Thérésia festi svart band um hálsinn á sér. En áður en þær vissu af, var hann kominn til Parísar. Hann hafði fórnað her sínum í Egypta- landi. Föðurlandið hafði not fyrir hann heima fyrir. Hafi Josephine nokkru sinni efast um, að maður hennar væri sannkall- aður snillingur, þá var sá vafi með öllu ástæðulaus nú, þegar honum tókst i einni svipan að steypa stjórninni af stóli og gera sjálfan sig að æðsta manni ríkisins. Sem embættisbústað sinn valdi hann Tuilerine, hina fögru höll Bourbonanna í hjarta Parísarborgar. Thérésia var fyrir löngu búin að jafna sig eftir hina óhamingjusömu ást sína til Napoleons. Það lá ekki fyrir henni að syrgja lengi. Ekki þegar mað- ur leit út eins og madame Tallien og Parísarborg var fleytifull af fallegum karlmönnum, sem áttu enga ósk heit- ari en leggja hjörtu sín við smáar fæt- ur hennar. En það var annað, sem hún hafði á- hyggjur af. Bústaður hennar gat ekki lengur verið ríkjandi í samkvæmislíf- inu, þegar æðsti maður ríkisins bjó í Tuiierine með Josephine de Beauhar- nais við hlið sér. Og að hún, Thérésia, mætti ekki láta sjá sig í þessum salar- kynnum, það var meira en hún gat þolað. Einasta ósk hennar í lífinu, var að skemmta sér og miðla öðrum af lífs- gleði sinni. Hvernig gat þessi maður verið svona illgjarn? Það gagnaði ekki, þótt Thérésia klæddist siðsamlegum fötum. Heldur ekki þótt hún sæti í vagni sínum og biði fyrir utan hlið Tuilerine, klædd sérstaklega síðum kjól, sem náði alla leið upp að eyrum. Þegar Napoleon kom ríðandi út, leit hann ekki einu sinni í áttina til hennar. Það gagnaði ekki heldur þótt hún lifði kyrrlátu lífi, svo kyrrlátu sem henni var frekast unnt. Nú stóð hún aldrei í glugganum sem sneri út að Champs-Elysées og söng svo að fólkið safnaðist saman í hóp til þess að hlusta á hina fögru rödd hennar. Hún valdi elskhuga sína af vandvirkni og alúð. En ekkert gagn- aði. Ekkert boð kom frá Tuilerine. Thérésia bað og skrifaði og ógnaði, en allt án árangurs. Sorgbitin mátti hún hlusta á kirkjuklukkurnar og fall- byssuskotin, sem boðuðu krýningu Napoleons sem keisara Frakklands. Henni var ekki boðið. Hún skildi við Tallien og varð furstaynja af Chimay. Nú hlaut hún loksins að fá inngöngu í Tuilerine. Napoleon hafði kallað heim hinar gömlu ættir Frakklands til þess að punta upp á hirð sína. Þegar hið langþráða boð kom loks, var um grímudansleik að ræða, þar sem enginn mundi vita hver hún væri. Stóri salurinn var hátíðlega skreytt- ur. Krystalskórónurnar skinu yfir höfð- um hins tiginborna fólks, sem var klætt í hina furðulegustu grímubún- inga. Þegar hátíðin stóð sem hæst gekk smávaxin kona inn í salinn. Leoparda- skinn var lauslega fest um mitti henn- ar. Fæturnir voru naktir og öll var konan nakin burtséð frá Leoparda- skinninu. Sítt svart hárið hékk niður yfir axlirnar og hún bar gullgrímu fyr- ir andlitinu. Hún ruddi sér braut gegn- um þröngina að smávöxnum, en kröft- ugum nautabana, sem hún þekkti strax þrátt fyrir dulargerfið. Hann hrökk við þegar hann sá hana og stappaði með öðrum fætinum niður í gólfið. En hún stillti sér upp fyrir framan hann og sagði hátt og skýrt: — Kæri herra! Gætuð þér ekki kom- ið mér í kynni við hans hátign, keisar- ann! Síðan sneri hún sér við og gekk leið- ar sinnar. 28 fXlkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.