Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 9

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 9
ILLA sem liggur svo þungt á huga manns, að hann varpar því í tóm gleymskunnar. Þa'ð er þetta fólk sem vaknar sérhvern morgun og hið fyrsta sem blasir við því er rándýrsblik hinna óleystu vanda- mála. í svefni geta menn hugsað upp spenn- andi sakamálasögur, en öllu mikilvæg- ara er, að óafvitandi segir maður sína eigin sögu. Þúsundir sjúklinga á sjúkra- húsum hafa verið rannsakaðir meðan þeir sváfu og líkamsstellingar þeirra nákvæmlega skráðar ásamt sjúkdóms- ferli þeirra. Og það hefur komið í ljós, að unnt er að lesa sögu þeirra úr stell- ingunum, sem þeir sofa í. Sérhver breyting á venjulegri stellingu manns í svefni, táknar, að hugurinn hefur orð- ið fyrir breyttum áhrifum. Ef maki yðar skyldi taka heljarstökk í svefninum og vakna með höfuðið til fóta, þá skuluð þér sveimér vera vel á varðbergi! Þetta táknar nefnilega, að tilíinningar maka yðar séu komnar i algjöra andstöðu við tilfinningar yðari Enda þótt stellingar manna í svefni breytist með breyttum tilfinningum, þá má þó lesa heztu skapgerðareinkenni manna á því, hvernig þeir sofa. Sá sem sefur alltaf á bakinu, hann lætur sig dreyma um að drýgja hetjudáðir, ef hann hefur ekki þegar unnið þær. Hins vegar má reikna með, að sá sem vefur lakinu utan um sig og vefur höndunum 1 NOTT? um höfuð sér, sé heigull í meira lagi. Margir menn játa það (og roðna af blygðun um leið), að þeim þyki langbezt að sofa á maganum. Sál- fræðin hefur einnig sitt að segja um þetta fólk. Þetta á ekkert skylt við feimni, þvert á móti er það heilbrigt fólk, qg stöðuglynt, sem kýs að sofa á maganum. Hins vegar eru þeir, sem slengja höfðinu nærri því út úr rúm- inu, feimnir menn og reyna að flýja frá skyldum sínum og kröfum þeim sem til þeirra eru gerðar. Þeir sem sofa rólegir og hreyfa sig aðeins lítilsháttar í svefni, það eru þeir, sem búa yfir andlegu jafnvægi. Algjör mótsetning þeirra eru þeir, sem þjást af svefnleysi, þeir sem eru fórnardýr guðs svefnleysisins, minnimáttarkennd- arinnar sem sálfræðingarnir álíta að eigi sök á flestu illu í fari manna. Þar sem svefnleysið herjar, má næstum alltaf ganga út frá því sem vísu, að það eigi rætur sínar að rekja til einhvers konar minnimáttarkenndar eða skorts á ein- hverju. Eftir því sem minnimáttarkenndin eykst, einangrar hún menn og getur jafnvel orsakað algjöra taugaveiklun. Þessum mönnum er svefninn ógn og kvöl, sem gerir einmanakenndina og óttann meiri en í vöku. Svefninn á að vera heilsusamlegt meðal, sem hvílir og styrkir bæði lík- ama og sál. Þótt ekki sé hægt að segja neinum manni hvernig hann eigi að njóta góðrar hvíldar og svefns, eins og áður er sagt í þessu spjalli, — þá hefur þó eitt ráð reynzt mörgum vel. Það er þannig, að þegar menn hafa lagzt til hvílu, renna þeir huganum yfir atburði liðins dags. Það fer ekki hjá því að eitthvað hafi gerzt sem hefði mátt fara betur eða öðruvísi og þá er að strengja þess heit að bæta úr því næsta dag eða sætta sig við orðinn hlut, ef honum verður ekki breytt. Þegar menn hafa þannig „hreinsað til“ hjá sér, geta þeir boðið svefninn velkominn og notið hans vel og ríkulega. Framangreint rabb um svefninn og' leyndardóma hans, er að miklu leyti byggt á rannsóknum Dean Foster, sem er sálfræðingur við Cornell háskólann í Bandaríkjunum. Hann og tuttugu að- stoðarmenn hans hafa mælt og vegið sofandi menn í meira en 20000 svefn- tíma í Hoboken, stóru rannsóknar- sjúkrahúsi í námunda við New York. Þeir sem gáfu sig fram sem fórnardýr þessarar rannsóknar, mátftu í 6—12 vikur láta reyna á sér alls konar raf- eindatæki, og þeir urðu að láta aka sér frá einu herberginu í annað og reyna ýmsar tegundir af rúmum og sængurfötum. Fyrir ómakið þénuðu þeir 6—10 dollara á hverri nóttu — ein- ungis fyrir að sofa. Sá sem vaknar með höfuðið til fóta býr yfir litlu sálar jafnvægi og er i algjörri andstöðu við maka sinn. Sá sem sefur alltaf á bakinu sæll og glaður Iætur sig dreyma rnn að drýgja hetjudáðir, ef hann hefur ekki þegar unnið þær. fXlkinn 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.