Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1963, Qupperneq 6

Fálkinn - 24.04.1963, Qupperneq 6
ÞEIR VEL KLÆ ERU I FÖTUM FRÁ OKKUR ÞAÐ N?JASTA ÞAÐ BEZT A Um mjólkurhyrnur. Vikublaðið Fálkinn, Reykjavík. Ég kaupi Fálkann reglu- lega og þar sem ég er nú seztur með penna í hönd til að skrifa ykkur þá vil ég byrja á að þakka ykkur blað- ið. Mér þykir þetta gott blað hjá ykkur og vona að þið haldið áfram að hafa þetta gott blað og gerið enn betur því alltaf má bæta aðeins við. og svo sný ég mér að efni bréfsins. Ég er maður nýjungagjarn og fylgist vel með því, sem er að gerast í kringum mig. Þess vegna tók ég því með miklum fögnuði þegar spurð- ist að von væri á nýjum mjólkurumbúðum og flösk- urnar yrðu leystar af hólmi. En þegar þessar umbúðir komu á markaðinn þá fór nú fögnuðurinn að réna. Þetta reyndust hyrnur heldur óásjá- legar og 1 óhentugar í alla staði að maður nú tali ekki um textana eða „leiðarvís- inn“ sem á þær er prentaður. Það fyrsta sem gera skal er „að taka í toppinn og klippa.“ (Auðvitað er ekki tekið fram hvaða toppur það á að vera svo maður kemst í stökustu vandræði að velja og hafna). Afleiðingarnar eru alveg stór- kostlegar. Um leið og skærin hafa klippt sig gegnum papp- ann þá dettur hyrnan í gólfið og mjólkin skvettist upp úr henni og út um allt gólf. Eftir tvær til þrjár hyrnur er mað- ur búinn að læra að hafa borð undir. Næst er að „taka í kantinn“ og hella. Það er ekki tekið fram hvaða kant maður á að taka í. Að vísu getur maður ráðið fram úr þessu eftir myndskreytingu sem fylgir, svo maður kemst fljótlega upp á lagið. En svo er það myndin sem ég minnt- ist á áðan. Á myndinni er hellt í bolla og hingað til hef ég ekki þorað að hella í glas eða könnu. Það er mjög taf- samt að hella alltaf fyrst í bolla og síðan úr bollanum í könnu eða glas. Að lokum segir að maður eigi að „loka með broti“ en ekki sagt út á hvora hliðina eigi að brjóta. Og ef hyrnan er tóm þarf þá að loka henni með broti áður en henni er fleygt í ruslaföt- una? Þetta er allt mjög rugl- andi og hvergi nærri eins gott og flöskurnar. Með þökk fyrir birtinguna. Þórarinn. LeiObeiningar eru œtlaöar sœmilega skynsömu fólki. Viö sjáum því ekki ástceöu til aö birta leiöbeiningar um fram- kvæmd leiöbeininga Mjólkur- samsölunnar. Annars er þetta bezta bréfiö, sem viö liöfum fengiö um þetta efni. Efst á baugi. Kæri Fálki. Ég vil koma á framfæri í Pósthólfinu þakklæti mínu á þættinum ,,Efst á baugi“ sem er í útvarpinu hvert föstu- dagskvöld. Þetta er að mínum dómi einn skemmtilegasti þáttur sem sú stofnun hefur upp á að bjóða. Það er aðeins eitt sem ég hef út á hann að setja. Þessi tími sem hann er á er mjög óhentugur og væri mun heppilegra að hann héldi sínum gamla tíma, strax eftir fréttirnar klukkan átta. Ég veit að það eru margir sömu skoðunar á þessu máli og ég. Að lokum þakka ég þér allt skemmtilegt efni í blaðinu og óska ykkur góðs gengis. Stefán H. Skrifað við Eyjafjörð 28. marz 1963. Lifendum ógn og undrun vektu. Frá þér anda þú feigðar gusti. Vikublaðið Fálkinn, Reykjavík. Við erum hér nokkrar konur samankomnar í sauma- klúbb, og erum allar lesendur Fálkans. Það hefur oft borist í tal, og vakið undrun okkar, hvers vegna þið hafið smá- sögurnar (ekki litlu söguna) svona leiðinlegar og flestar um sama efni: Svik, rán og alls kyns drápsógnir. Álítið þið að þetta efni falli lesend- um bezt í geð? Eða er þetta bókmenntasmekkur ykkar sjálfra, sem þið eruð að þjóna þarna? En svo skal líka þakka það 6 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.