Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1963, Side 7

Fálkinn - 24.04.1963, Side 7
sem vel er gjört, t. d. fram- haldssögurnar sem við vonum að verði tvær framvegis og jafnskemmtilegar og nú er. Urklippurnar var smellin upp- finning, svo og margt fleira, sem bæði er fróðlegt og skemmtilegt. Og svo síðast en ekki sízt, hvað þið losið okk- ur blessunarlega frá auglýs- ingafarginu sem jafnast á við drápssögu í niðurdrepi. Svo vonum við og biðjum að end- ingu að þið lofið okkur, með vordögunum, að sjá eitthvað líflegri smásögur og ekki með jafn miklum „feigðar gusti“ og verið hefur. Vinsamlegast. Saumaklúbbur við Eyjafjörð. Svar: Við þökkum ykkur kœrlega þetta bréf, eyfirzku konur. Þaö var mjög ánægjulegt að fá þessa liressilegu gagnrýni. Okkur þyk- ir þaö leitt aö þiö skuliö ekki liafa sama bókmenntasmekk og aörir Norölendingar. ViÖ höfum taliö okkur þaö til tekna nú tvö síöustu árin aö hafa birt smá- sögur eftir góöa lvöfunda inn- lenda sem erlenda. Viö viljum. í þessu sambandi minna á fjóra NorÖlendinga þá IndriÖa G. Þor- steinsson, Hjört Pálsson, Einar Kristjánsson og Rósberg G. Snae- dal. Af erlendum vettvangi get- um viö nefnt Johannes V. Jen- sen, Hemingway, O. Henry, Lawrence, Durrell, Maupassant, Puskin, Greene, Stuart Golete og fleiri. Um þéringar. Sæll vert þú Fálki! Einhver M. K. er að tala um þéringar í einu blaði ykk- ar. Og virðist mér á skrifum hans að það sé stífasta ókurt- eisi að þéra ekki ókunnuga. Þó sér í lagi prestinn og aðra mektarmenn. Ég fyrir mitt leyti þéra ekki presta né aðra meðan ég þúa Guð almátt- ugan í Faðir vorinu (og ég býst við að M. K. geri það líka að öllu jöfnu). M. K. virðist vera mjög tauganæm- ur fyrir almennum ávarpsorð- um eins og þú gæskur, góði vinur, félagi eða lasm, en með þessum ávarpsorðum hef- ur mér verið heilsað í ýmsum byggðarlögum landsins ánþess að verða klumsa eða móðg- aður á nokkurn hátt. Ég sé það á skrifum þessa M. K. að til eru ennþá nokkur ein- tök af því fólki sem reynir að ríghalda í þéringar, sem eru síðustu leifar danskrar aðalsómenningar frá einokun- artímabilinu, þegar íslenzkur almúgi þéraði danskar búðar- lokur upp í hástert í von um svolítið meiri úttekt, en fékk í staðinn þú (eða jafnvel du din kujon). Annars getur verið gagnlegt að kunna þér- ingar, eins og kunningja kona mín sagði, því að þá getur maður sýnt lítilsvirð- ingu sína á fólki með því að þéra það. Og á meðan þéring- ar eru ekki kenndar í skói- um sem almenn kurteisi þá held ég að færi fyrir yngri kynslóðinni svipað og strákn- um sem var að ganga til spurninga í fyrsta sinnið. Svo uppfullur var hann af góðum ráðleggingum heiman að frá sér, að þegar hann kom á prestsetrið þá þéraði hann hundana en þúaði prestinn. Annars er ég sammála M. K. að það verði að ríkja annað hvort þéringar eða þúanir. Ég vona að það sjáist á því sem á undan er komið að ég er á móti þéringum. Ég þakka fyrir allt gamalt, nýtt og gott Vert þú svo sæll. Reynir Valgeirsson. Svar: ViÖ visum tit fyrri bréfa- skrifta um þetta mál og leggjum til aö lesendur skrifi og láti álit sitt í Ijósi. Kr Þorvaldsson&Co Grettisgötu 6 Simi 24478-24730 Herrann á að borga. Kæri Fálki. Ég sá um daginn í blaðinu bréf frá einhverri stelpu sem segist vilja borga fyrir sig sjálf ef hún fer út með strák. Fólki er auðvitað heimilt að hafa sínar skoðanir á hlut- unum og sitt stolt en ég skil ekki svona nokkuð. Mér finnst ákaflega heimskulegt að láta strákinn ekki borga. Ef ég fer út með strákum (sem kemur nú stundum fyr- ir) þá læt ég þá alltaf borga og er ekkert feimin við að láta þá vita hvað ég vil. Ég held að þeir séu ekki of góðir til þess. Með beztu kveðjum, Bína. Svar: Þá veit maður þaö. Hin fullkomna vörn gegn tannskemmdum þekkist ekki. En þetta er víst. Glerungur tannanna þarf að rofna, til að tannskemmdir geti hafizt. Fyrir nokkrum árum uppgötvuðu tannvísindamenn, að efnið FLUORIDE styrkir glerung tannanna að miklum mun og minnkar tannskemmdir um allt að 50%. Ef þér viljið áfram hafa heilar tennur, þá breytið um í dag og not- ið framvegis Super Ammident tannkrem með FLUORIDE. FALKINN 7

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.