Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1963, Side 8

Fálkinn - 24.04.1963, Side 8
Hér birtist fyrsti hluti af stríðsmmningum Þorsteins Jónsson- ar, flugmanns, sem Svemn Sæmundsson hefur fært í letur. FÁLKINN V I K U B L A Ð I ELDLINU HEIMSSTYRJALD — Ég var byrjaður í fimmta bekk Menntaskólans á Akureyri haustið 1939. Maður hafði alltaf verið með hugann við flugið frá því fyrsta, en sá engar leiðir til þess að sá draumur að verða flugmaður gæti rætzt. Ég var byrjaður í sviffluginu með þeim á Akureyri, en ekki farinn að fá að stíga upp í „flug- vélina“ þegar hér var komið sögu. Við höfðum eina litla svifflugu. Við bárum hana upp á hátt barð og síðan var henni kippt fram af með teygju. Það var heilmikið puð að koma henni upp aftur og seinna átti maður að fá sína ,,bunu“ í flugvélinni. Þorsteinn Jónsson, flugstjóri, þagn- aði og sló úr pípunni í stóran ösku- bakka útskorinn, ættaðan frá Kongó. Við höfðum setið og spjallað um það sem á dagana dreif á styrjaldarárun- um, þegar Þorsteinn var orrustuflug- maður í R. A. F., Brezka flughernum, þar sem hann gat sér hinn bezta orðs- tír og skaut niður fjölmargar flugvél- ar óvinanna. — Svo ástæðan fyrir því að þú tókst UHtlssS# . IMSÉ þá ákvörðun að ganga í Brezka flug- herinn hefur þá ekki verið eingöngu ævintýraþrá? — Maður var búinn að ganga með þetta í maganum í mörg ár, að læra að fljúga. Það virtist vonlaust. Kostn- aðurinn allt of mikill og engir pening- ar. Var eiginlega búinn að sætta mig við að verða arkitekt og var í stærð- fræðideild í Menntaskólanum. Svo byrj- aði stríðið haustið 1939. Ég fór og hitti Cook, brezka konsúlinn á Akureyri og sagði honum, að mig langaði til þess að ganga í Royal Air Force, — Brezka flugherinn. Cook tók mér mjög vel og skrifaði fyrir mig bréf til Bretlands þar sem hann kom þessum tilmælum mínum á framfæri. Svarið kom von bráðar: Því miður ekki hægt, þar sem pilturinn er ekki brezkur ríkisborgari. En nú var áhuginn vaknaður fyrir alvöru og ég fékk frí í skólanum og fór til Reykjavíkur og ræddi við brezka sendiherrann. Hann skrifaði líka og ég beið í ofvæni eftir svarinu. Það fór á sömu leið. Því miður ekki hægt, þar sem ég væri ekki þegn hans hátignar Bretakonungs. En þegar hér var komið sá faðir minn, að þetta var alvara hjá mér og hann kom mér til hjálpar. Sagði að ef þetta væri svona fastur ásetningur, þá skyldi hann gera sitt til að hjálpa mér, en hann hafði sambönd við ýmsa áhrifamenn í Bretlandi allt frá því í fyrra stríðinu. Hann vann þá hjá stjórn- inni og þar kynntist hann mömmu. Þau giftu sig í stríðslok og fluttu hing- að heim, þar sem ég fæddist svo 19. október 1921. Jú ég er Vesturbæing- ur í húð og hár, þó maður búi hér á Rauðalæknum núna. Faðir minn skrifaði vinum sínum ytra og fékk þau svör, að ég gæti kom- ið til Englands og gengið undir próf. Þó varð ég að kosta ferðirnar og annað sjálfur, og ferðalagið var allt á eigin ábyrgð. Eftir þetta fór allt að ganga betur, ég fékk vegabréfsáritun og leit- aði fyrir mér um far út. Ekki var um annað að ræða en fara með togara og í apríl 1940 lagði ég svo af stað frá Hafnarfirði með togaranum Óla Garða. — Var það fyrsta utanlandsferðin? — Ég var búinn að vera í Englandi áður, hjá afa mínum í Lincolnshire. Þorsteinn Jónsson stígur út úr Spitfire orustuflugvél sinni eftir vel heppnaða árásarferð á samgönguleiðir Þjóðverja í Hollandi.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.