Fálkinn - 24.04.1963, Qupperneq 9
ARINNAR
Eg taJaði nógu góða ensku til þess að
fara í þetta.
Við á Óia Garða komum til I'leet-
wood á laugardegi og það voru allar
skrifstofur lokaðar. Þeir voru ekki að
bíða með að skipa upp úr togaranum
og hann átti að leggja af stað til íslands
aftur á sunnudagskvöld. Ég náði ekki
í neinn þeirra manna, sem ætluðu að
greiða fyrir mér. Helzt leit út fyrir að
ég yrði að fara aftur heim til íslands
við svo búið.
Mér fannst súrt í broti að hætta við
þetta fyrir aðra eins smámuni og rétt
áður en Óli Garða átti að fara, strauk
ég frá borði og faldi mig. Þegar ég svo
var viss um að hann væri örugglega
farinn, fór ég á næstu lögreglustöð og
gaf mig fram. Ég sagði þeim mínar
farir ekki sléttar og verðir laganna voru
hinir beztu. Ég fékk svo að gista hjá
þeim um nóttina og morguninn eftir
hringdi ég til Commander Hawkrigde í
Hull.
Commander Hawkrigde var góðkunn-
ingi föður míns og vel þekktur hér á
landi vegna tryggingamála. Hann
stjórnaði flotadeild í fyrri heimsstyrj-
öldinni og gat sér gott orð. Þessi heið-
ursmaður hafði svo samband við út-
lendingaeftirlitið og eftir það var mér
frjálst að fara um í Bretlandi. Lestar-
ferðin til Hull var ekkert söguleg. Ég
flutti heim til Commander Hawkrigne
og bjó hjá honum næstum þrjár vikur,
eða þar til ég fór til móttökustöðvar
sem var staðsett í Lancashire. í Hull
var skráningarstofa flughersins og þar
fékk maður plögg og farmiða með lest
til móttökustöðvarinnar.
í Lancashire fór fram læknisskoðun,
mjög nákvæm og að henni lokinni hóf-
ust próf í ýmsum greinum, bæði til
þess að fá hugmynd um menntun
manna, svo og hæfnispróf. Eftir þessu
var svo mannskapurinn flokkaður nið-
ur 1 flugmenn, vélamenn, siglingafræð-
inga og aðrar deildir R. A. F.
Maður var nú heldur spenntur að
bíða eftir úrslitunum, en þegar þau
komu var mér tilkynnt, að mér væri
veitt innganga í Hinn konunglega
brezka flugher, sem flugmanni eða
flfcrgleiðsögumanni. Síðar voru menn
flokkaðir enn frekar, eftir hæfni í
flugi og öðru eins og ég kem að síðar.
Ekki var rúm fyrir okkur í skóla
næstu tvo mánuði og okkur var tjáð
að við réðum því hvort við færum
heim og biðum eftir kalli, eða innrit-
uðumst strax og yrðum látnir vinna
algenga vinnu á flugvöllum þangað til.
Ég innritaðist strax og var sendur til
flugvallar í Essex rétt fyrir utan
London.
Það var skemmtileg tilviljun, að ég
lenti einmitt á þessum sama flugvelli
í fyrsta sinn sem ég flaug sem orrustu-
flugmaður nærri ári síðar.
Við vorum tveir sendir þangað og
unnum hin og þessi störf, sem liðþjálf-
inn þurfti að láta vinna. Um þetta
leyti stóðu yfir miklar loftárásir á
London. Þjóðverjar höfðu yfirburði í
lofti en Bretar vörðust vasklega með
fáum en góðum orrustuflugvélum og
flugmönnum. Loftvarnamerki hljóm-
uðu nálega hverja nótt og flugvélarn-
ar komu og fóru svo til allan sólar-
hringinn.
Eftir eins og hálfs mánaðar veru
þarna, vorum við þessir tveir sem kom-
um saman, sendir til Padgate og þar
hófust heræfingar. Okkur var kennt að
marséra, fara með byssu og skjóta og
allt þetta, sem þeir byrja á í hermennsk-
unni. Þetta tók mánuð og að því loknu
var hópurinn sendur á skóla á suður-
strönd Englands í borginni Torquay.
Þetta er frægur baðstaður, maður synti
í sjónum á hverjum degi og. naut lífsins.
Þarna var bóklegt nám í sex vikur, en
að þeim loknum gengum við undir próf.
Af þeim sextíu sem voru í deildinni,
héldu þrjátíu áfram og fóru með lest
til borgar nálægt Leicester í Mið-Eng-
landi. Þarna komst maður loksins í
snertingu við flugvélar. Hópnum okkar
var nú skipt í tvennt og var annar helm-
ingurinn í bóklegu á morgnana en hinn
lærði að fljúga og öfugt. Flugvélarn-
ar voru af gerðinni Tiger Moth og voru
mjög góðar til kennslu, því það var
frekar auðvelt að fljúga þeim, en mjög
örðugt að fljúga þeim Vel. Við fylgd-
umst með gangi stríðsins í blöðum og
útvarpi og orrustan um England stóð
sem hæst.
— Var þjálfun ykkar flýtt af þeim
sökum?
FÁLKINN 9