Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1963, Side 10

Fálkinn - 24.04.1963, Side 10
í ELDLÍIMU HEIIVISSTYRJALDARIIMIMAR — Nei, öll kennslan og þjálfunin gekk sinn vanagang. Allt í föstum skorðum. Það eina, sem við sáum af óvanalegum viðbúnaði var það, að á flugvellinum höfðu kennararnir alltaf 2—3 Tiger Moth flugvélar tilbúnar með litlar sprengjur. í því tilfelli að óvin- irnir hefðu gert innrás á Bretland, átti að nota þessar litlu flugvélar sem sprengjuflugvélar. Einu sinni þegar við vorum þarna í tíma, kom skólastjór- inn inn og sagði að nú ætti að senda allmarga okkar til þjálfunar í Kanada, en þar var nýlega búið að setja upp flugæfingastöðvar fyrir Brezka flug- herinn. Flestir réttu upp hendina, því auðvitað var alltaf gaman að ferðast og sjá sig um. Úr okkar deild voru tekn- ir tíu, þeir töldu tíu sem sátu fremst en ég var sá ellefti. Það þótti mér leitt. Þeir voru alltaf að tína úr hópnum og senda þá í aðrar deildir, t. d. þeir sem ekki höfðu það í sér að fljúga, voru sendir á skóla fyrir flugleiðsögumenn og svo framvegis. Það var komið fram í október þegar við lukum námi á þessum skóla. Enn vorum við spurðir hvort við vildum heldur gerast orrustuflugmenn eða flug- menn á sprengjuflugvélum. Um níutíu af hundraði vildu- gerast flugmenn á orrustuflugvélum. Það var draumur okkar flestra. Úr okkar hópi var ákveð- ið að þrír eða fjórir færu á orrustu- flugvélar. Hinir urðu að fara á sprengju- flugvélar. Ég man það alltaf að maður var geysilega spenntur áður en til- kynnt var hverjir fengju að fara á orrustuflugvélar og jafnframt glaður eftir að maður hafði verið valinn. Nú var eftir lokaáfanginn til þess að verða fullgildur flugmaður. Sá skóli var í Skotlandi skammt frá Aberdeen. Á þessum flugskóla vorum við látnir fljúga sem líkustum flugvélum og þeim sem voru þá í notkun. Þær hétu Miles Master og voru að því er mig minnir með 850 hestafla mótor. Þetta voru tveggja sæta flug- Sá fremsti á myndinni er annar tveggja úr 40 manna hópi, sem fengu vængina saman, og sem var lifandi í stríðslok. Hinn er Þorsteinn Jónsson vélar og fyrsta kastið var flugkennari með. Ég kom þarna norður eftir á sunnu- dagsmorgni í blíðskapar veðri og stóð á járnbrautarstöðinni og horfði hug- fanginn á flugvélarnar fara hinar ótrú- legustu beygjur og gera kúnstir. En allt í einu, þegar ein flugvélin var að koma úr dýfu, sá ég að annar vængurinn losnaði frá henni og flugvélin hrapaði niður rétt við flugbrautina. Það var ekki beinlínis uppörvandi að horfa á þetta. Þarna fórst pólskur flugkennari og nemandi hans. Ég byrjaði í fluginu strax næsta dag. Þarna var sami hátt- ur og á hinum skólanum: Bóklegt nám hálfan daginn og flug hinn helminginn. Flugvélar af sömu gerð og sú sem missti vænginn, voru allar kyrrsettar þangað til gallinn í þeim fannst og var lagfærður. Samt voru slys þarna nokk- uð tíð. Við fengum kennslu í nætur- flugi, sem er nauðsynleg undirstaða fyrir orrustuflugmenn. Maður lærði að stjórna kraftmikilli flugvél og var búinn sem bezt undir það sem fram- undan var. — Hver var aðalorsök slysanna? — Aðallega það, að menn voru of frakkir. Héldu sig klárari en þeir voru, sérstaklega í lágflugi. Sumir rákust á tré og fyrir kom að menn týndust í vondum veðrum. Þetta var veturinn. 1941—1942. Þegar frá leið var okkui kennt að fljúga í skipulegum hópum (formation flying). Það var mikið æft. — Er mikil árekstrarhætta í slíku flugi? Framh. á bls. 32. Þorsteinn með gasgrímu um öxl. Mynd- in er tekin er hann var í skóla í Torquay.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.