Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1963, Side 11

Fálkinn - 24.04.1963, Side 11
Sjúklingurinn, 29 ára gömul hjúkr- unarkona, þjáðist af venjulegu graft- arkýli, eða ígerð í holhöndinni. Læknarnir fyrirskipuð pensilín og bakstra og sögðu henni síðan að koma daginn eftir. Mjög sársaukafull bólga á stærð við mannshnefa hafði myndazt, þrátt fyrir meðferð þá er hún hafði fengið. Hjúkrunarkonan var lögð inn á skurðdeildina við Bonn há- skólann. Henni fór stöðugt hrakandi. Kýla- klasi myndaðist á vinstri öxl hennar, á fótleggjunum, í andlitinu, og sjúkling- urinn kvartaði um háan hita með skjálftaköstum á milli, um hræðilegan höfuðverk og óþolandi krampa. Það var skorið í kýlin og sjúklingn- um gefnir stórir skammtar af antibio- tica (hinum framúrskarandi sýkladrep- andi og eyðandi lyfjum síðari ára t. d. pensilín, árómysín, tetrasyslín o. fl.), en eigi að síður fór henni jafnt og þétt versnandi, svo að álitið var að þetta mundi ætla að verða henni að bana. En þá uppgötvaðist orsök sjúk- dómsins í skúffu borðsins við hlið sjúklingsins, öllum á óvænt: Það var sprauta, sem hjúkrunarkonan hafði not- að minnsta kosti 30 sinnum til að sprauta sjálfa sig með vatni úr blómst- urvösum (sem var auðvitað morandi af sýklum). Hjúkrunarkona þessi er lifandi dæmi um klassiska tegund örykja. Sjúkdóm þeirra mætti kalla uppskurð- arfýkn (operatio manica) eða skurðar- æði. Enda þótt sjúklingar þessir séu líkamlega heilbrigðir, þá beina þeir allri getu sinni í þá átt, að öðlast það, sem heilbrigðum mönnum er algjör- lega óákjósanlegt: Að komast inn á sjúkrahús og undir hníf skurðlæknis- ins. Þessar manneskjur eru hreinustu meistarar sem leikarar. Þær fara frá einum lækni til annars, einni klinik til annarrar, finna upp sjúkdómseinkenni, spýta blóði, þó lungu þeirra séu alheil- brigð, eða engjast sundur og saman af nýrna-kólik (afar sárar nýrnakvalir, t. d. vegna nýrnasteina) sem engir eru. Iðulega fær það sitt fram þetta fólk, og uppskurður fer fram. Hinn sívaxandi hópur þessa fólks, sem mjög oft fær óskum sínum fram- gengt, varð þess valdandi, að Deutsche Gesellschaft fiir Chirurgie, bauð geð- veikralækni, Prof. Gustav Störring frá Kiel, á fundi sína. Meðal annarra dæma var kona nokkur, sem þjáðist af ein- hverju, sem læknarnir gátu ekki fund- ið, hve vandlega sem rannsakað var, Upp skuröar fýkn en eigi að síður voru gerðar nítján skurðaðgerðir á henni. í viðtali við tauga- og geðsjúkdómalækni kom upp úr kafinu, að konu þessari fannst hún vera vanrækt af bónda sínum. Hin óvenjulega umhyggja sem hann hafði sýnt henni, þegar hún var skorin upp í fyrsta sinn, vakti með henni sjúklega þrá eftir fleiri uppskurðum. í helming allra tilfella er eigi unnt að uppgötva ástæðuna fyrir hegðun þessa fólks. Meðal ýmissá orsaka fundnum með læknisfræðilegum að- ferðum, eru þessar: Oábyrg hegðun vegna sálsýki, flogaveiki eða andleg vanþroskun. Sektartilfinning, óeðlilegar kynferðislegar hvatir, auðgunarhvatir (vátryggingargjöld, styrkir o. s. frv.). Eitt og eitt tilfelli á stangli af þess- ari ,,operationsmaniu“, voru kunn lækn- um þegar fyrir tugum ára síðan. En það var ekki fyrr en 1951, sem þessi undarlega sýki öðlaðist heiti. Enskur læknir gaf það ár lýsingu á sjúklingi, sem safnaði ,,uppskurðarörum“, og hafði fengið lækna til að framkvæma fjölda af óþörfum „operationum“. Enski læknirinn nefndi þetta uppskurð- aræði; „Munchhausen Syndrom“ = Munchhausen einkenni (því að þau eru öll upplogin), og nafn þetta hefur verið tekið upp alls staðar annars staðar. Læknir frá Erlanger skýrir frá mjög svæsnu tilfelli af Múnchhausen syn- dromi: Það var kona 39 ára gömul, sem hafði látið gera á sér skurðaðgerðir 15 sinn- um á tíu árum. Hún var svo leikin í að gera sér upp einkennin, að skurð- læknar voru ætíð fúsir á að gera á henni skurðaðgerðir. Fyrst tóku þeir úr henni botnlangann, þvi næst háls- kirtlana, svo taugina í efri vinstri og hægri kjálkanum, og áfram, brjóstin, eggja stokkana, legið, lymfu-taugahnút, allar tennurnar, og vinstra augað! Síðan segir þýzki læknirinn: „Með hliðsjón af heilbrigði og leikaraeigin- leikum sjúklingsins, þá má gera ráð fyr- ir miklu fleiri skurðaðgerðum í fram- tíðinni!“ Það er nú samt sem áður austurþýzk- ur lögreglumaður, sem er methafi hvað þetta snertir, og flýði til Bonn 1952: Á 7 árum hefur nafn hans verið skráð að minnsta kosti. á 74 sjúkrahúsum, þar sem hann hefur dvalið í 850 daga, og þó eru ekki taldir 185 dagar, sem hann dvaldi í fangelsissjúkrahúsum. Sjúklingurinn, sem virðist frekar treg- gáfaður, en þó vingjarnlegur maður, sagði læknunum að hann hefði orðið fyrir reiðhjóli, hefði verið með kól- ik (sárir nýrnaverkir) í vinstra nýr- anu, hefði fallið af sporvagni, væri mikið þjáður þann daginn af maga- verkjum o. s. frv.“ Með afar kænlegri uppgerð, hefur þessum sjúklingi tekizt að láta taka að minnsta kosti fimmtíu röntgenmyndir af ýmsum líffærum, 16 þvagblöðru- skyggningar (skoðanir), sex útvíkkan- ir á þvagrásinni, og tólf skurðaðgerðir, allt frá því að taka úr eitt nýra og ná út tveim matskeiðum sem hann hafði gleypt þegar hann var í fangelsi. Allt sem reynt hefur verið til að vernda þessar manneskjur fyrir sjálf- um sér, hefur hingað til reynzt árang- urslaust. Opinberar auglýsingar á sjúkrahús- um eru gagnslausar, þar eð þær birtast of seint eða eru ekki lesnar af læknum, eða þá að læknar trúa sjúklingunum betur en auglýsingunum. Einn læknir hefur stungið upp á því að tattóera sjúkdómsgreininguna á lík- ama þessara sjúklinga: „Munchhausen Syndrome.“ FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.